Lífið

Fagna 73 ára brúðkaupsafmæli

Samúel Karl Ólason skrifar
Elísabet Bretlandsdrottning og eiginmaður hennar Filippus.
Elísabet Bretlandsdrottning og eiginmaður hennar Filippus. AP/Chris Jackson

Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, og eiginmaður hennar Filippus, sem ber titilinn hertoginn af Edinborg, eiga á morgun 73 ára brúðkaupsafmæli. Til marks um daginn var birt ný mynd af þeim hjónum þar sem þau opnuðu kort frá Georg, Karlottu og Loðvíki, afkomendum þeirra.

Myndin var tekin í Windsor kastalanum fyrr í þessari viku, samkvæmt Sky News. Kortið var gert af barnabörnum þeirra.

Drottningin, sem nú er 94 ára gömul, var 21 árs þegar hún og Filippus giftust þann 20. nóvember 1947. Filippus var þá 26 ára gamall en er nú 99 ára. Þau hafa verið lengst gift af öllu konungsfólki Bretlands.

Frá brúðkaupi þeirra hjóna árið 1947.Getty/Keystone

Elísabet er einnig sá þjóðarhöfðingi Bretlands sem hefur lengst setið í embætti. Hún varð drottning árið 1952.

Hún sinnir enn skyldum sínum en Filippus hefur slitið sig frá opinberu lífi. Bæði halda nú til í Windsorkastala vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.