Nokkuð löng þögn kom í símann þegar undirritaður spurði Marcus Christensen, sænskan fótboltaritstjóra The Guardian, við hverju Íslendingar mættu búast við af nýjum þjálfara karlalandsliðsins, Erik Hamrén, snemma í ágúst fyrir tveimur árum. Svarið kom þó á endanum og Christensen gerði þá upp stjórnartíð Hamréns með sænska landsliðið í stuttu máli. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson. Annar sænskur blaðamaður, Robert Laul hjá Aftonbladet, gekk öllu lengra í samtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net og hvatti Íslendinga til að loka landamærunum fyrir Hamrén. Öllum mátti ljóst vera að sænskir fjölmiðlamenn voru ekkert sérstaklega hrifnir af Hamrén. Það er þó varla áfellisdómur yfir manninum eða þjálfaranum. Sænska pressan var heldur ekki neitt sérstaklega hrifin af Lars Lagerbäck og hann reyndist íslenskum fótbolta ágætlega. Erik Hamrén stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Englandi, 4-0, á Wembley í Þjóðadeildinni í fyrradag. En hvað einkenndi tveggja ára stjórnartíð þessa 63 ára Svía sem var aðeins tveimur mínútum frá því að koma Íslandi á þriðja stórmótið í röð? Erfitt verkefni Óhætt er að segja að Erik Hamrén hafi fengið mjög krefjandi og vanþakklátt verkefni í hendurnar. Hann tók við íslensku liði sem hafði komist á tvö stórmót í röð og náð árangri sem vakti athygli heimsbyggðarinnar. Liðið var aftur á móti búið að toppa og komið nokkuð til ára sinna. Hamrén og Freyr Alexandersson glaðir í bragði eftir að þeir voru kynntir til leiks sem næstu þjálfarar íslenska karlalandsliðsins á blaðamannafundi 8. ágúst 2018.vísir/vilhelm Hamrén tók líka við af einum vinsælasta manni íslensku þjóðarinnar, Heimi Hallgrímssyni, og samanburðurinn við Eyjamanninn var alltaf að fara að vera þeim sænska í óhag. Ef Hamrén byrjaði með golu í fangið fékk hann storminn í fangið í fyrsta leiknum í nýju starfi. Hann fór eins illa og hægt var, 6-0 tap fyrir Sviss í fyrsta leiknum í hinni nýju Þjóðadeild. Íslendingar fengu skell í fyrsta leiknum undir stjórn Eriks Hamrén; töpuðu 6-0 fyrir Svisslendingum.getty/TF-Images Í þeim vantaði nokkra lykilmenn vegna meiðsla og það varð kunnuglegt stef í stjórnartíð Hamréns. Eftir að hafa sloppið nokkuð vel með meiðsli árin á undan fóru lykilmenn Íslands að hrynja niður vegna meiðsla og Hamrén náði sárasjaldan að tefla fram sínu sterkasta liði. En þegar hann átti þess kost voru úrslitin oftar en ekki góð. Rýr uppskera í Þjóðadeildinni Til að gera langa sögu stutta gerði Ísland nákvæmlega engar rósir í A-deild Þjóðadeildarinnar og tapaði öllum tíu leikjum sínum þar. Vissulega allt gegn sterkum liðum en að fá ekki svo mikið sem eitt stig í tíu leikjum er dapurt. Hamrén dró upp vindil á blaðamannafundi eftir góðan sigur á Tyrklandi í sumarbyrjun í fyrra.stöð 2 sport Öðru máli gegndi með undankeppni EM. Þar gekk vel, Ísland fékk nítján stig, vissulega tólf gegn Andorra og Moldóvu, sem hefði að öllu eðlilegu átt að duga til að lenda í öðru af tveimur efstu sætunum og komast á Evrópumótið. Og ef gamla fyrirkomulagið hefði verið til staðar hefði Ísland komist á EM. Íslenska liðið fékk hins vegar annan möguleika á að láta drauminn um EM rætast í gegnum umspil. Í leiknum margfrestaða gegn Rúmeníu í október gat Hamrén loks stillt upp sínu sterkasta liði og Ísland vann 2-1 sigur sem var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Hamrén þakkar þeim fáu áhorfendum sem máttu vera viðstaddir leik Íslands og Rúmeníu fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Ísland tefldi fram nánast sama liði í leiknum gegn Ungverjalandi í Búdapest fyrir viku og allt stefndi í að þessi sama uppskrift myndi skila Íslandi á þriðja stórmótið í röð, í raun allt þar til tvær mínútur voru til leiksloka. En þá dundi ógæfan yfir. Næstum því Ungverjar skoruðu mark sem var kannski lýsandi fyrir stjórnartíð Hamréns. Það féll einhvern veginn ekkert fyrir hann og þetta var svolítið næstum því og ef og hefði svo gripið sé í barnamál. Ef boltinn hefði ekki farið í tvo varnarmenn og svo til Loïc Nego er hann jafnaði, ef nárinn á Aroni Einari Gunnarssyni hefði ekki gefið sig, ef Albert Guðmundsson notaði aðeins stærri skó, ef þessi og hinn hefði ekki meiðst og þar fram eftir götunum. Dominik Szoboszlai fagnar markinu sem gerði út um EM-draum Íslendinga.GETTY/LASZLO SZIRTESI Það er hægt að taka fleiri leiki í stjórnartíð Hamréns sem enduðu á grátlegan hátt. Leikurinn gegn Dönum á Parken, Englendingum á Laugardalsvelli. Ísland tapaði naumlega fyrir heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM, tapaði niður tveggja marka forystu á lokamínútunum gegn sama liði í vináttulandsleik 2018 og var einnig hársbreidd frá því að vinna Tyrki á útivelli í fyrra. Veðjaði á gamla bandið Eins og áður sagði er íslenska liðið orðið nokkuð aldurhnigið en Hamrén vissi samt að besti möguleikinn til að koma því á þriðja stórmótið í röð væri að treysta á okkar reyndustu menn; láta gamla gamla bandið telja í enn eitt lagið. Og það var svo nálægt því að skila Íslendingum á áfangastað. Íslendingar voru hársbreidd frá því að komast á þriðja stórmótið í röð.vísir/Hulda Margrét Hamrén tók reyndar Guðlaug Victor Pálsson inn í landsliðið, lét hann fá stórt hlutverk sem hann stóð undir. Rúnar Már Sigurjónsson fékk einnig stærra tækifæri en áður og nýtti það ágætlega. Þeir eru hins vegar báðir í kringum þrítugt og það hefði verið óskandi að fá fleiri yngri leikmenn inn í íslenska hópinn. En það er eitt að fá tækifæri og annað að nýta það. Nokkrir af yngri leikmönnunum hefðu að ósekju mátt nýta tækifærin sem þeir fengu með landsliðinu betur. Svo það sé endurtekið var okkar besti möguleiki til að komast á þriðja stórmót að veðja á reynsluna og þekkinguna í liðinu sem hafði skilað Íslandi á EM 2016 og HM 2018. Og Hamrén var svo nálægt því að kreista eitt mót í viðbót út úr hópnum kom Íslandi í hóp stóru strákanna í heimsfótboltanum. Ísland vann níu leiki undir stjórn Hamréns.vísir/vilhelm Þótt Erik Hamrén búi ekki yfir sama sjarma og Heimir - það gera það fáir - kom hann ávallt vel fyrir, þrátt fyrir að vera ekki sá sterkasti í enskunni. Samskipti við fjölmiðla voru góð og það var reisn yfir Svíanum þótt það hafi gefið á bátinn. Hamrén talaði alltaf vel um íslenska liðið og forðaðist að gagnrýna leikmenn þess opinberlega. Og leikmennirnir virtust kunna vel við hann og vera móttækilegir fyrir hans hugmyndum. Kári Árnason og Aron Einar Gunnarsson töluðu allavega mjög vel um Hamrén eftir að hann tilkynnti að hann væri að hætta. Hvað næst? Hamrén vann alltaf eftir skýru markmiði; að koma Íslandi á EM og setti eðlilega öll eggin í þá körfu. Og þegar ljóst var að það næðist ekki steig hann til hliðar. Með því losaði hann kannski Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, við þá ákvörðun hvort hann ætti að halda Hamrén í starfi eða finna nýjan skipsstjóra í brúnna. Nú þarf hann að finna svar við seinni spurningunni og það verður krefjandi að finna verðugan eftirmann Hamréns. Guðni Bergsson leitar nú að eftirmanni Hamréns.vísir/vilhelm Svíinn var ekki besti landsliðsþjálfari sem við höfum átt en langt því frá versti. Árangurinn í Þjóðadeildinni voru vonbrigði og vinningshlutfallið ekkert sérstakt. En Hamrén vann flesta réttu leikina og var svo, svo nálægt að koma Íslandi á þriðja stórmótið í röð. Og þá hefði umræðan verið allt önnur. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Fréttaskýringar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport
Nokkuð löng þögn kom í símann þegar undirritaður spurði Marcus Christensen, sænskan fótboltaritstjóra The Guardian, við hverju Íslendingar mættu búast við af nýjum þjálfara karlalandsliðsins, Erik Hamrén, snemma í ágúst fyrir tveimur árum. Svarið kom þó á endanum og Christensen gerði þá upp stjórnartíð Hamréns með sænska landsliðið í stuttu máli. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson. Annar sænskur blaðamaður, Robert Laul hjá Aftonbladet, gekk öllu lengra í samtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net og hvatti Íslendinga til að loka landamærunum fyrir Hamrén. Öllum mátti ljóst vera að sænskir fjölmiðlamenn voru ekkert sérstaklega hrifnir af Hamrén. Það er þó varla áfellisdómur yfir manninum eða þjálfaranum. Sænska pressan var heldur ekki neitt sérstaklega hrifin af Lars Lagerbäck og hann reyndist íslenskum fótbolta ágætlega. Erik Hamrén stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Englandi, 4-0, á Wembley í Þjóðadeildinni í fyrradag. En hvað einkenndi tveggja ára stjórnartíð þessa 63 ára Svía sem var aðeins tveimur mínútum frá því að koma Íslandi á þriðja stórmótið í röð? Erfitt verkefni Óhætt er að segja að Erik Hamrén hafi fengið mjög krefjandi og vanþakklátt verkefni í hendurnar. Hann tók við íslensku liði sem hafði komist á tvö stórmót í röð og náð árangri sem vakti athygli heimsbyggðarinnar. Liðið var aftur á móti búið að toppa og komið nokkuð til ára sinna. Hamrén og Freyr Alexandersson glaðir í bragði eftir að þeir voru kynntir til leiks sem næstu þjálfarar íslenska karlalandsliðsins á blaðamannafundi 8. ágúst 2018.vísir/vilhelm Hamrén tók líka við af einum vinsælasta manni íslensku þjóðarinnar, Heimi Hallgrímssyni, og samanburðurinn við Eyjamanninn var alltaf að fara að vera þeim sænska í óhag. Ef Hamrén byrjaði með golu í fangið fékk hann storminn í fangið í fyrsta leiknum í nýju starfi. Hann fór eins illa og hægt var, 6-0 tap fyrir Sviss í fyrsta leiknum í hinni nýju Þjóðadeild. Íslendingar fengu skell í fyrsta leiknum undir stjórn Eriks Hamrén; töpuðu 6-0 fyrir Svisslendingum.getty/TF-Images Í þeim vantaði nokkra lykilmenn vegna meiðsla og það varð kunnuglegt stef í stjórnartíð Hamréns. Eftir að hafa sloppið nokkuð vel með meiðsli árin á undan fóru lykilmenn Íslands að hrynja niður vegna meiðsla og Hamrén náði sárasjaldan að tefla fram sínu sterkasta liði. En þegar hann átti þess kost voru úrslitin oftar en ekki góð. Rýr uppskera í Þjóðadeildinni Til að gera langa sögu stutta gerði Ísland nákvæmlega engar rósir í A-deild Þjóðadeildarinnar og tapaði öllum tíu leikjum sínum þar. Vissulega allt gegn sterkum liðum en að fá ekki svo mikið sem eitt stig í tíu leikjum er dapurt. Hamrén dró upp vindil á blaðamannafundi eftir góðan sigur á Tyrklandi í sumarbyrjun í fyrra.stöð 2 sport Öðru máli gegndi með undankeppni EM. Þar gekk vel, Ísland fékk nítján stig, vissulega tólf gegn Andorra og Moldóvu, sem hefði að öllu eðlilegu átt að duga til að lenda í öðru af tveimur efstu sætunum og komast á Evrópumótið. Og ef gamla fyrirkomulagið hefði verið til staðar hefði Ísland komist á EM. Íslenska liðið fékk hins vegar annan möguleika á að láta drauminn um EM rætast í gegnum umspil. Í leiknum margfrestaða gegn Rúmeníu í október gat Hamrén loks stillt upp sínu sterkasta liði og Ísland vann 2-1 sigur sem var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Hamrén þakkar þeim fáu áhorfendum sem máttu vera viðstaddir leik Íslands og Rúmeníu fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Ísland tefldi fram nánast sama liði í leiknum gegn Ungverjalandi í Búdapest fyrir viku og allt stefndi í að þessi sama uppskrift myndi skila Íslandi á þriðja stórmótið í röð, í raun allt þar til tvær mínútur voru til leiksloka. En þá dundi ógæfan yfir. Næstum því Ungverjar skoruðu mark sem var kannski lýsandi fyrir stjórnartíð Hamréns. Það féll einhvern veginn ekkert fyrir hann og þetta var svolítið næstum því og ef og hefði svo gripið sé í barnamál. Ef boltinn hefði ekki farið í tvo varnarmenn og svo til Loïc Nego er hann jafnaði, ef nárinn á Aroni Einari Gunnarssyni hefði ekki gefið sig, ef Albert Guðmundsson notaði aðeins stærri skó, ef þessi og hinn hefði ekki meiðst og þar fram eftir götunum. Dominik Szoboszlai fagnar markinu sem gerði út um EM-draum Íslendinga.GETTY/LASZLO SZIRTESI Það er hægt að taka fleiri leiki í stjórnartíð Hamréns sem enduðu á grátlegan hátt. Leikurinn gegn Dönum á Parken, Englendingum á Laugardalsvelli. Ísland tapaði naumlega fyrir heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM, tapaði niður tveggja marka forystu á lokamínútunum gegn sama liði í vináttulandsleik 2018 og var einnig hársbreidd frá því að vinna Tyrki á útivelli í fyrra. Veðjaði á gamla bandið Eins og áður sagði er íslenska liðið orðið nokkuð aldurhnigið en Hamrén vissi samt að besti möguleikinn til að koma því á þriðja stórmótið í röð væri að treysta á okkar reyndustu menn; láta gamla gamla bandið telja í enn eitt lagið. Og það var svo nálægt því að skila Íslendingum á áfangastað. Íslendingar voru hársbreidd frá því að komast á þriðja stórmótið í röð.vísir/Hulda Margrét Hamrén tók reyndar Guðlaug Victor Pálsson inn í landsliðið, lét hann fá stórt hlutverk sem hann stóð undir. Rúnar Már Sigurjónsson fékk einnig stærra tækifæri en áður og nýtti það ágætlega. Þeir eru hins vegar báðir í kringum þrítugt og það hefði verið óskandi að fá fleiri yngri leikmenn inn í íslenska hópinn. En það er eitt að fá tækifæri og annað að nýta það. Nokkrir af yngri leikmönnunum hefðu að ósekju mátt nýta tækifærin sem þeir fengu með landsliðinu betur. Svo það sé endurtekið var okkar besti möguleiki til að komast á þriðja stórmót að veðja á reynsluna og þekkinguna í liðinu sem hafði skilað Íslandi á EM 2016 og HM 2018. Og Hamrén var svo nálægt því að kreista eitt mót í viðbót út úr hópnum kom Íslandi í hóp stóru strákanna í heimsfótboltanum. Ísland vann níu leiki undir stjórn Hamréns.vísir/vilhelm Þótt Erik Hamrén búi ekki yfir sama sjarma og Heimir - það gera það fáir - kom hann ávallt vel fyrir, þrátt fyrir að vera ekki sá sterkasti í enskunni. Samskipti við fjölmiðla voru góð og það var reisn yfir Svíanum þótt það hafi gefið á bátinn. Hamrén talaði alltaf vel um íslenska liðið og forðaðist að gagnrýna leikmenn þess opinberlega. Og leikmennirnir virtust kunna vel við hann og vera móttækilegir fyrir hans hugmyndum. Kári Árnason og Aron Einar Gunnarsson töluðu allavega mjög vel um Hamrén eftir að hann tilkynnti að hann væri að hætta. Hvað næst? Hamrén vann alltaf eftir skýru markmiði; að koma Íslandi á EM og setti eðlilega öll eggin í þá körfu. Og þegar ljóst var að það næðist ekki steig hann til hliðar. Með því losaði hann kannski Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, við þá ákvörðun hvort hann ætti að halda Hamrén í starfi eða finna nýjan skipsstjóra í brúnna. Nú þarf hann að finna svar við seinni spurningunni og það verður krefjandi að finna verðugan eftirmann Hamréns. Guðni Bergsson leitar nú að eftirmanni Hamréns.vísir/vilhelm Svíinn var ekki besti landsliðsþjálfari sem við höfum átt en langt því frá versti. Árangurinn í Þjóðadeildinni voru vonbrigði og vinningshlutfallið ekkert sérstakt. En Hamrén vann flesta réttu leikina og var svo, svo nálægt að koma Íslandi á þriðja stórmótið í röð. Og þá hefði umræðan verið allt önnur.