Blindir geta nú fengið lánaða sjón Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Hlynur og Eyþór ræddu appið nýja í Íslandi í dag í gær. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tækni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tækni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira