Spánn niðurlægði Þýskaland

Spánverjar fagna en svekktir Þjóðverjar í forgrunni myndarinnar.
Spánverjar fagna en svekktir Þjóðverjar í forgrunni myndarinnar. Burak Akbulut/Anadolu Agency

Spánn gerði sér lítið fyrir og skellti Þýskalandi í Sevilla í kvöld. Lokatölur urðu 6-0 eftir að þeir spænsku höfðu verið 3-0 yfir í leikhléi.

Alvaro Morata kom Spáni yfir á sautjándu mínútu og á 33. mínútu tvöfaldaði Ferran Torres metin. Það var svo annar Man. City maður, Rodri, sem skoraði þriðja markið á 38. mínútu.

Ferran Torres var ekki hættur því hann skoraði fjórða markið á 55. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna á 71. mínútu er hann skoraði fimmta spænska mark kvöldsins. Veislunni var ekki lokið því á 89. mínútu skoraði Mikel Oyarzabal sjötta markið og lokatölur 6-0.

Spánn endar í efsta sæti riðilsins og er því komið í úrslitakeppni A-deildarinnar. Þeir enda með ellefu stig en þeir þýsku níu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira