Spánn niðurlægði Þýskaland 17. nóvember 2020 21:34 Spánverjar fagna en svekktir Þjóðverjar í forgrunni myndarinnar. Burak Akbulut/Anadolu Agency Spánn gerði sér lítið fyrir og skellti Þýskalandi í Sevilla í kvöld. Lokatölur urðu 6-0 eftir að þeir spænsku höfðu verið 3-0 yfir í leikhléi. Alvaro Morata kom Spáni yfir á sautjándu mínútu og á 33. mínútu tvöfaldaði Ferran Torres metin. Það var svo annar Man. City maður, Rodri, sem skoraði þriðja markið á 38. mínútu. For the first time since 1958 (3-6 vs. France), Germany have conceded 3+ first-half goals in a competitive game.Joachim Low wasn't even born back then. pic.twitter.com/7wvSIJEEwN— Squawka Football (@Squawka) November 17, 2020 Ferran Torres var ekki hættur því hann skoraði fjórða markið á 55. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna á 71. mínútu er hann skoraði fimmta spænska mark kvöldsins. Veislunni var ekki lokið því á 89. mínútu skoraði Mikel Oyarzabal sjötta markið og lokatölur 6-0. Spánn endar í efsta sæti riðilsins og er því komið í úrslitakeppni A-deildarinnar. Þeir enda með ellefu stig en þeir þýsku níu. Ferran Torres is the first player to score a hat-trick against Germany in a competitive game since Michael Owen in 2001.*That* night in Munich. pic.twitter.com/0akNOulrd7— Squawka Football (@Squawka) November 17, 2020 Þjóðadeild UEFA
Spánn gerði sér lítið fyrir og skellti Þýskalandi í Sevilla í kvöld. Lokatölur urðu 6-0 eftir að þeir spænsku höfðu verið 3-0 yfir í leikhléi. Alvaro Morata kom Spáni yfir á sautjándu mínútu og á 33. mínútu tvöfaldaði Ferran Torres metin. Það var svo annar Man. City maður, Rodri, sem skoraði þriðja markið á 38. mínútu. For the first time since 1958 (3-6 vs. France), Germany have conceded 3+ first-half goals in a competitive game.Joachim Low wasn't even born back then. pic.twitter.com/7wvSIJEEwN— Squawka Football (@Squawka) November 17, 2020 Ferran Torres var ekki hættur því hann skoraði fjórða markið á 55. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna á 71. mínútu er hann skoraði fimmta spænska mark kvöldsins. Veislunni var ekki lokið því á 89. mínútu skoraði Mikel Oyarzabal sjötta markið og lokatölur 6-0. Spánn endar í efsta sæti riðilsins og er því komið í úrslitakeppni A-deildarinnar. Þeir enda með ellefu stig en þeir þýsku níu. Ferran Torres is the first player to score a hat-trick against Germany in a competitive game since Michael Owen in 2001.*That* night in Munich. pic.twitter.com/0akNOulrd7— Squawka Football (@Squawka) November 17, 2020