Dusty komnir í úrslit Bjarni Bjarnason skrifar 15. nóvember 2020 13:07 Dusty og Þór mættust í undanúrslitum stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Bæði liðin spiluð í Vodafonedeildinni í haust og því hvort öðru kunnug. Þó er öruggt að segja að Þórsararnir hafi komið Dusty á óvart því þeir létu þá aldeilis hafa fyrir lotunum. Dusty bar þó sigur úr bítum að lokum eftir tvöfalda framlenginu. Fyrirkomulag viðureignarinnar var „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Nuke, fyrsta kort , val Dusty Dusty hóf leikinn í vörn(counter-terrorist) og þjörmuðu Þórsararnir á þeim frá fyrstu lotu. Með góðri nýtingu á opnunarfellum og þungri pressu inn á efra sprengjusvæðið náði Þór yfirhöndinni í leiknum. Einfaldur sóknarleikur Þórs kom Dusty í opna skjöldu og var það ekki fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks sem þeim tókst að aðlaga vörnina að honum. Eftir þetta gekk Þórsurunum heldur illa að finna glufur á vörninni og brjóta á bak StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) sem stóð sem klettur í vörninni. Dusty svaraði sóknarleik Þórs það sem eftir var hálfleiks og kláruðu hann með yfirhöndina. Staðan í hálfleik Dusty 8 – 7 Þór. Dusty í sókn(terrorist) slógu hraðan takt frá fyrstu lotu. Þór marði fyrstu lotuna en gekk illa að verjast hröðum sóknum Dusty í þeim næstu. Með því að nýta sér veigamiklar opnunarfellur tókst Þór að næla sér í lotur. En heilt yfir var flugbeittur sóknarleikur Dusty þeim um megn. Lokastaðan Dusty 16 – 11 Þór. Dust2, annað kort, val Þórs Þór hóf leikinn í vörn og fljótt sást að þetta var kortið þeirra. Frá fyrstu lotu stýrðu þeir gangi leiksins og sama hvert Dusty sóttu hökkuðu Þórsararnir þá í sig. Þórsarinn Zolo (Böðvar Breki Guðmundsson) fór á kostum og lét engan bilbug á sér finna. Ítrekað hafði hann betur í einvígi gegn liðsmönnum Dusty og þrátt fyrir að vera illa leikinn nældi hann sér í fleiri fellur fyrir sitt lið. Samspil Þórsaranna bar af í fyrri háfleik líkt og sást á stigatöflunni. Staðan í hálfleik Þór 11 – 4 Dusty. Nú var Dusty komið í vörn og voru góð ráð dýr. Upphafslotan var gífurlega hröð, með djarfri varnarpressu upp miðjuna slógu þeir Þórsarana út af laginu og nældu sér í fyrstu lotuna. Þá var það th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) sem steig upp á vallarhelmingi Dusty. En næstu lotur sem voru gífurlega mikilvægar unnust að stórum hluta fyrir tilstilli hans þar sem Þórsararnir brotnuðu á honum í vörninni. Liðsmenn Dusty þurftu ekki mikinn tíma til að finna taktinn og skella í þéttan varnarleik. Lotu eftir lotu lásu Dusty Þórsarana og þegar þeir braust í gegn stigu eftirlifandi leikmenn Dusty upp og klóruðu tapaðar lotur aftur til síns liðs. Það var ekki fyrr en Dusty voru komnir með yfirhöndina í leiknum sem að Þórsararnir náðu festu. Nú beittur sóknarleikur Þórs tókst á við þétta vörn Dusty og liðin skiptust á lotum. Sigurinn var í höndum Þórsara þegar leiklæsi Dusty bjargaði þeim. En Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) og fluff (Árni Bent Þráinsson) stilltu upp fullkomlega fyrir sókn Þórs á sprengjusvæði B og rifu þá í sig er þeir mættu. Staðan 15 – 15 og leikurinn komin í framlengingu. Við tók hörkuspennandi tvöföld framlenging þar sem liðin skiptust á lotum. Hjá Dusty var það th0rsteinnf sem leiddi flokkinn en hjá Þór var ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) orðinn sjóðandi heitur. En er leið á loturnar kom dýptin í liði Dusty í ljós. Í hnífjöfnum leik báru þeir loks sigur úr bítum. Lokastaðan Dusty 22 – 20 Þór. Með sigri í þessari viðureign eru Dusty komnir í úrslitaleik stórmeistaramótsins sem spilaður verður næstu helgi. Spennandi verður að sjá hvort þeim takist að verja titilinn eða nýjir stórmeistarar verði krýndir. Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn
Dusty og Þór mættust í undanúrslitum stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Bæði liðin spiluð í Vodafonedeildinni í haust og því hvort öðru kunnug. Þó er öruggt að segja að Þórsararnir hafi komið Dusty á óvart því þeir létu þá aldeilis hafa fyrir lotunum. Dusty bar þó sigur úr bítum að lokum eftir tvöfalda framlenginu. Fyrirkomulag viðureignarinnar var „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Nuke, fyrsta kort , val Dusty Dusty hóf leikinn í vörn(counter-terrorist) og þjörmuðu Þórsararnir á þeim frá fyrstu lotu. Með góðri nýtingu á opnunarfellum og þungri pressu inn á efra sprengjusvæðið náði Þór yfirhöndinni í leiknum. Einfaldur sóknarleikur Þórs kom Dusty í opna skjöldu og var það ekki fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks sem þeim tókst að aðlaga vörnina að honum. Eftir þetta gekk Þórsurunum heldur illa að finna glufur á vörninni og brjóta á bak StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) sem stóð sem klettur í vörninni. Dusty svaraði sóknarleik Þórs það sem eftir var hálfleiks og kláruðu hann með yfirhöndina. Staðan í hálfleik Dusty 8 – 7 Þór. Dusty í sókn(terrorist) slógu hraðan takt frá fyrstu lotu. Þór marði fyrstu lotuna en gekk illa að verjast hröðum sóknum Dusty í þeim næstu. Með því að nýta sér veigamiklar opnunarfellur tókst Þór að næla sér í lotur. En heilt yfir var flugbeittur sóknarleikur Dusty þeim um megn. Lokastaðan Dusty 16 – 11 Þór. Dust2, annað kort, val Þórs Þór hóf leikinn í vörn og fljótt sást að þetta var kortið þeirra. Frá fyrstu lotu stýrðu þeir gangi leiksins og sama hvert Dusty sóttu hökkuðu Þórsararnir þá í sig. Þórsarinn Zolo (Böðvar Breki Guðmundsson) fór á kostum og lét engan bilbug á sér finna. Ítrekað hafði hann betur í einvígi gegn liðsmönnum Dusty og þrátt fyrir að vera illa leikinn nældi hann sér í fleiri fellur fyrir sitt lið. Samspil Þórsaranna bar af í fyrri háfleik líkt og sást á stigatöflunni. Staðan í hálfleik Þór 11 – 4 Dusty. Nú var Dusty komið í vörn og voru góð ráð dýr. Upphafslotan var gífurlega hröð, með djarfri varnarpressu upp miðjuna slógu þeir Þórsarana út af laginu og nældu sér í fyrstu lotuna. Þá var það th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) sem steig upp á vallarhelmingi Dusty. En næstu lotur sem voru gífurlega mikilvægar unnust að stórum hluta fyrir tilstilli hans þar sem Þórsararnir brotnuðu á honum í vörninni. Liðsmenn Dusty þurftu ekki mikinn tíma til að finna taktinn og skella í þéttan varnarleik. Lotu eftir lotu lásu Dusty Þórsarana og þegar þeir braust í gegn stigu eftirlifandi leikmenn Dusty upp og klóruðu tapaðar lotur aftur til síns liðs. Það var ekki fyrr en Dusty voru komnir með yfirhöndina í leiknum sem að Þórsararnir náðu festu. Nú beittur sóknarleikur Þórs tókst á við þétta vörn Dusty og liðin skiptust á lotum. Sigurinn var í höndum Þórsara þegar leiklæsi Dusty bjargaði þeim. En Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) og fluff (Árni Bent Þráinsson) stilltu upp fullkomlega fyrir sókn Þórs á sprengjusvæði B og rifu þá í sig er þeir mættu. Staðan 15 – 15 og leikurinn komin í framlengingu. Við tók hörkuspennandi tvöföld framlenging þar sem liðin skiptust á lotum. Hjá Dusty var það th0rsteinnf sem leiddi flokkinn en hjá Þór var ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) orðinn sjóðandi heitur. En er leið á loturnar kom dýptin í liði Dusty í ljós. Í hnífjöfnum leik báru þeir loks sigur úr bítum. Lokastaðan Dusty 22 – 20 Þór. Með sigri í þessari viðureign eru Dusty komnir í úrslitaleik stórmeistaramótsins sem spilaður verður næstu helgi. Spennandi verður að sjá hvort þeim takist að verja titilinn eða nýjir stórmeistarar verði krýndir.
Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti