Dusty losaði sig við Samviskuna Bjarni Bjarnason skrifar 14. nóvember 2020 19:55 Fyrsta leiknum á stórmeistara móti Vodafonedeildarinnar í CS:GO var að ljúka. Sigurvegarar Vodafonedeildarinnar, Dusty léku gegn liði Samviskunnar. Samviskan hefur aldeilis klifið brattann með komu sinni á stórmeistara mótið. En þeir unnu sér þátttöku rétt í gegnum opna áskorendamótið. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Spilað er þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Dusty og Samviskan tókust á í kortunum Nuke sem var val Dusty og Train sem var valið af Samviskunni. Þaulreynt lið Dusty sem er af mörgum talið sterkasta lið landsins tók hressilega á spútnik liði Samviskunnar. Viðureignin fór 2 – 0 fyrir Dusty sem sigraði tvo skemmilega leiki á sannfærandi máta. Nuke, fyrsta kort, val Dusty Liðsmenn Dusty hófu kortið í vörn(Counter-Terrorist) og mættu þeir hárbeittir til leiks. Frá fyrstu lotu stýrðu þeir leiknum með harðri hendi. Stáltaugar þeirra og reynsla skinu í gegn og þegar liðsmenn Samviskunnar gerðu sig líklega til að næla sér í lotu slógu Dusty ítrekað á fingurna á þeim. Með glæstri spilamennsku stálu Dusty tveimur lotum þar sem Samviskan var í yfirtölu með fimm leikmenn gegn tveimur. Þrátt fyrir að vera refsað ítrekað sýndi Samviskan mikinn dugnað þar sem þeir börðust í hverri einustu lotu. En þrautseigjan gaf í níundu lotu er þeir brutust í gegnum varnir Dusty manna og komu þeim úr jafnvægi. Var þetta fyrsta lotan sem þeir unnu í leiknum. Og virtust þeir finna takt þar sem þeir dönsuðu við í tvær lotur til viðbótar þar til Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) sló þá út af laginu með þremur CZ(CZ75-Auto) fellum í mikilvægri lotu. Þar náði Dusty aftur jafnvægi og kláruðu þeir fyrri hálfleik í góðri stöðu. Staðan í hálfleik Dusty 12 – 3 Samviskan. Samviskan lét þó í sér heyra í seinni hálfleik. Eftir að sigra upphafslotuna héldu þeir taktinum og héldu Dusty á tánum með flottri spilamennsku. Með pressu á réttum tímum tóku þeir sóknina í sundur og nældu sér í verðskuldaðar lotur. Dusty voru þó ekki dauðir úr öllum æðum tóku aftur stjórnina á leiknum. Með þéttum leik tróðu þeir Samviskunni niður og kláruðu leikinn. Lokastaðan Dusty 16 – 7 Samviskan. TRAIN, annað kort, val Samviskunnar Dusty sem hófu þennan kortið í sókn(Terrorist) höfðu ekki kólnað um eina gráðu frá fyrri leiknum. Með hröðum leik völtuðu þeir yfir Samviskuna í fyrstu lotunni. Setti þessi lota tóninn fyrir leikinn. Lotu eftir lotu hunsaði Dusty Samviskunni sem átti engin svör við grimmum sóknar leik Dusty manna. Samviskan hélt þó haus og reyndi að bregðast við sóknarleik Dusty með mismunandi uppstillingum og leikfléttum. En sama hvað þeir reyndu þá var Dusty með svör. Staðan í hálfleik var Dusty 14 – 1 Samviskan. Liðsmaður Samviskunnar, sh4ker (Steinar Marinó Hilmarsson) tók málin í sínar eigin hendur í upphafslotu seinni hálfleiks. Hann nældi sér í „Ás“ þegar hann felldi alla liðsmenn Dusty og færði sínum mönnum lotuna. Með vind í seglum tóku Samviskan næstu lotur. En með 14 lotur úr fyrri hálfleik þurftu Dusty aðeins 2 til viðbótar til að klára leikinn. Það var liðsmaður Dusty, StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) sem kláraði leikinn á glæsilegan máta. Var hann einn eftir á móti 3 leikmönnum Samviskunnar og felldi þá á alla á mettíma. Lokastaðan Dusty 16 – 5 Samviskan. Var viðureigninni þar með lokið og Dusty komnir í undanúrslitaleikinn gegn Þór sem verður spilaður kl 21 í kvöld. Liðstjóri Samviskunnar tók það fram í skilaboðum að sé horft til fellna með hníf hafi þeir sigrað í þeim flokki 3 – 0. Veislan heldur áfram fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með hér fyrir neðan. Dusty Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn
Fyrsta leiknum á stórmeistara móti Vodafonedeildarinnar í CS:GO var að ljúka. Sigurvegarar Vodafonedeildarinnar, Dusty léku gegn liði Samviskunnar. Samviskan hefur aldeilis klifið brattann með komu sinni á stórmeistara mótið. En þeir unnu sér þátttöku rétt í gegnum opna áskorendamótið. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Spilað er þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Dusty og Samviskan tókust á í kortunum Nuke sem var val Dusty og Train sem var valið af Samviskunni. Þaulreynt lið Dusty sem er af mörgum talið sterkasta lið landsins tók hressilega á spútnik liði Samviskunnar. Viðureignin fór 2 – 0 fyrir Dusty sem sigraði tvo skemmilega leiki á sannfærandi máta. Nuke, fyrsta kort, val Dusty Liðsmenn Dusty hófu kortið í vörn(Counter-Terrorist) og mættu þeir hárbeittir til leiks. Frá fyrstu lotu stýrðu þeir leiknum með harðri hendi. Stáltaugar þeirra og reynsla skinu í gegn og þegar liðsmenn Samviskunnar gerðu sig líklega til að næla sér í lotu slógu Dusty ítrekað á fingurna á þeim. Með glæstri spilamennsku stálu Dusty tveimur lotum þar sem Samviskan var í yfirtölu með fimm leikmenn gegn tveimur. Þrátt fyrir að vera refsað ítrekað sýndi Samviskan mikinn dugnað þar sem þeir börðust í hverri einustu lotu. En þrautseigjan gaf í níundu lotu er þeir brutust í gegnum varnir Dusty manna og komu þeim úr jafnvægi. Var þetta fyrsta lotan sem þeir unnu í leiknum. Og virtust þeir finna takt þar sem þeir dönsuðu við í tvær lotur til viðbótar þar til Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) sló þá út af laginu með þremur CZ(CZ75-Auto) fellum í mikilvægri lotu. Þar náði Dusty aftur jafnvægi og kláruðu þeir fyrri hálfleik í góðri stöðu. Staðan í hálfleik Dusty 12 – 3 Samviskan. Samviskan lét þó í sér heyra í seinni hálfleik. Eftir að sigra upphafslotuna héldu þeir taktinum og héldu Dusty á tánum með flottri spilamennsku. Með pressu á réttum tímum tóku þeir sóknina í sundur og nældu sér í verðskuldaðar lotur. Dusty voru þó ekki dauðir úr öllum æðum tóku aftur stjórnina á leiknum. Með þéttum leik tróðu þeir Samviskunni niður og kláruðu leikinn. Lokastaðan Dusty 16 – 7 Samviskan. TRAIN, annað kort, val Samviskunnar Dusty sem hófu þennan kortið í sókn(Terrorist) höfðu ekki kólnað um eina gráðu frá fyrri leiknum. Með hröðum leik völtuðu þeir yfir Samviskuna í fyrstu lotunni. Setti þessi lota tóninn fyrir leikinn. Lotu eftir lotu hunsaði Dusty Samviskunni sem átti engin svör við grimmum sóknar leik Dusty manna. Samviskan hélt þó haus og reyndi að bregðast við sóknarleik Dusty með mismunandi uppstillingum og leikfléttum. En sama hvað þeir reyndu þá var Dusty með svör. Staðan í hálfleik var Dusty 14 – 1 Samviskan. Liðsmaður Samviskunnar, sh4ker (Steinar Marinó Hilmarsson) tók málin í sínar eigin hendur í upphafslotu seinni hálfleiks. Hann nældi sér í „Ás“ þegar hann felldi alla liðsmenn Dusty og færði sínum mönnum lotuna. Með vind í seglum tóku Samviskan næstu lotur. En með 14 lotur úr fyrri hálfleik þurftu Dusty aðeins 2 til viðbótar til að klára leikinn. Það var liðsmaður Dusty, StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) sem kláraði leikinn á glæsilegan máta. Var hann einn eftir á móti 3 leikmönnum Samviskunnar og felldi þá á alla á mettíma. Lokastaðan Dusty 16 – 5 Samviskan. Var viðureigninni þar með lokið og Dusty komnir í undanúrslitaleikinn gegn Þór sem verður spilaður kl 21 í kvöld. Liðstjóri Samviskunnar tók það fram í skilaboðum að sé horft til fellna með hníf hafi þeir sigrað í þeim flokki 3 – 0. Veislan heldur áfram fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með hér fyrir neðan.
Dusty Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti