„Manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 12:30 Björg Magnúsdóttir ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í dágóða stund og fóru þau um víðan völl. vísir/vilhelm Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL. Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL.
Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira