Ekki hægt að fara of lengi áfram á hnefanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:02 Matti Osvald og Gísli Álfgeirsson. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ef maður vinnur ekki jafnt og þétt í gegnum þetta og byrjar að fá aðstoð eins fljótt og hægt er, að þá tekur maður það bara út mun erfiðara og verra, sjokkið sem kemur eftir á,“ segir Gísli Álfgeirsson. Olga eiginkona Gísla greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og barðist í sjö ár. Hún lést í júlí á síðasta ári. Gísli kynntist því starfi Ljóssins og Krafts fyrst sem aðstandandi en í dag hjálpar hann öðrum í sömu stöðu. Hann sjálfur ákvað frá byrjun veikinda Olgu að fara þetta á hörkunni, en endaði á að lenda á vegg eftir að hún greindist aftur, eftir að hafa lokið krabbameinsmeðferð, aðgerð og geislum. „Þá bara brotna ég, þá var ég búinn að fara á hnefanum of lengi og brotnaði bara algjörlega. Þá byrjaði ég að fá stuðning og fara í gegnum sálfræðinga og fékk jafningjastuðning og annað.“ Gísli ræddi karlmenn og krabbamein ásamt Matta Ósvald markþjálfa hjá Ljósinu, í nýjasta þætti af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Gísli og Matti Missir framtíðarsýn „Maður verður að sýna tilfinningar og hvernig manni líður,“ segir Gísli í viðtalinu. „Maður missir alveg ótrúlega mikið, maður horfir á framtíðina öðrum augum og missir einhverja framtíðarsýn.“ Gísli segir að sorgin hafi verið mikil og því hafi verið mikilvægt fyrir hann að fá stuðning. Gísli er nú sjálfur hluti af stuðningsneti Krafts og aðstoðar þannig með jafningjastuðning aðra sem eru að ganga í gegnum svona miklar og flóknar tilfinningar. Hann hvetur karlmenn til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. „Það er dýrmætt að geta hlustað á einhvern, að það þurfi ekki að finna upp hjólið í hvert skipti. Ég sem stuðningsaðili þarf lítið að tala í mínum samtölum, það er meira bara að hlusta.“ Matti Ósvald markþjálfi hefur starfað fyrir Ljósið í tíu ár og segir hann í þættinum að það hafi verið bæði gefandi og lærdómsríkt að sjá um karlastarfið þar. „Samtalið, spurningarnar, reynslan og að heyra í þeim og hvað þeir þurfa er búið að vera ómetanlegt í rauninni.“ Bíða oft í marga mánuði Matti segir að það sé algengt að karlar reyni að tækla veikindi sín eða aðstandanda, á hnefanum líkt og Gísli gerði. Fyrir því séu margar aðstæður, meðal annars tengt samfélaginu og uppeldinu. Karlar og konur tækla að hans mati áföll á ólíkan hátt. Algengt er að konur leiti fyrr í stuðningsnet eða stuðningshópa. „Oft eru þetta einn, tveir, þrír og jafnvel upp í átján mánuðir áður en þeir eru tilbúnir að ræða við einhvern,“ segir Matti um karlmenn, en bendir á að auðvitað séu undantekningar og sumir karlmenn mæti í Ljósið og óski eftir stuðning einum degi eftir krabbameinsgreininguna. „Strákar þurfa að vera betri við sjálfa sig og þekkja betur sjálfa sig, ég helt að það vanti stundum,“ bætir Gísli við. Eftir að fara áfram á hörkunni í byrjun, uppgötvaði Gísli seinna hversu marga kosti það hefði að vinna úr tilfinningunum og fá stuðning. „Þú lærir náttúrulega ótrúlega vel á sjálfan þig, þú getur valið betur út hvað þú vilt, þú ert jákvæðari, þú verður tengdur öllu á ákveðinn hátt.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þá Matta og Gísla í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00 Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Ef maður vinnur ekki jafnt og þétt í gegnum þetta og byrjar að fá aðstoð eins fljótt og hægt er, að þá tekur maður það bara út mun erfiðara og verra, sjokkið sem kemur eftir á,“ segir Gísli Álfgeirsson. Olga eiginkona Gísla greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og barðist í sjö ár. Hún lést í júlí á síðasta ári. Gísli kynntist því starfi Ljóssins og Krafts fyrst sem aðstandandi en í dag hjálpar hann öðrum í sömu stöðu. Hann sjálfur ákvað frá byrjun veikinda Olgu að fara þetta á hörkunni, en endaði á að lenda á vegg eftir að hún greindist aftur, eftir að hafa lokið krabbameinsmeðferð, aðgerð og geislum. „Þá bara brotna ég, þá var ég búinn að fara á hnefanum of lengi og brotnaði bara algjörlega. Þá byrjaði ég að fá stuðning og fara í gegnum sálfræðinga og fékk jafningjastuðning og annað.“ Gísli ræddi karlmenn og krabbamein ásamt Matta Ósvald markþjálfa hjá Ljósinu, í nýjasta þætti af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Gísli og Matti Missir framtíðarsýn „Maður verður að sýna tilfinningar og hvernig manni líður,“ segir Gísli í viðtalinu. „Maður missir alveg ótrúlega mikið, maður horfir á framtíðina öðrum augum og missir einhverja framtíðarsýn.“ Gísli segir að sorgin hafi verið mikil og því hafi verið mikilvægt fyrir hann að fá stuðning. Gísli er nú sjálfur hluti af stuðningsneti Krafts og aðstoðar þannig með jafningjastuðning aðra sem eru að ganga í gegnum svona miklar og flóknar tilfinningar. Hann hvetur karlmenn til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. „Það er dýrmætt að geta hlustað á einhvern, að það þurfi ekki að finna upp hjólið í hvert skipti. Ég sem stuðningsaðili þarf lítið að tala í mínum samtölum, það er meira bara að hlusta.“ Matti Ósvald markþjálfi hefur starfað fyrir Ljósið í tíu ár og segir hann í þættinum að það hafi verið bæði gefandi og lærdómsríkt að sjá um karlastarfið þar. „Samtalið, spurningarnar, reynslan og að heyra í þeim og hvað þeir þurfa er búið að vera ómetanlegt í rauninni.“ Bíða oft í marga mánuði Matti segir að það sé algengt að karlar reyni að tækla veikindi sín eða aðstandanda, á hnefanum líkt og Gísli gerði. Fyrir því séu margar aðstæður, meðal annars tengt samfélaginu og uppeldinu. Karlar og konur tækla að hans mati áföll á ólíkan hátt. Algengt er að konur leiti fyrr í stuðningsnet eða stuðningshópa. „Oft eru þetta einn, tveir, þrír og jafnvel upp í átján mánuðir áður en þeir eru tilbúnir að ræða við einhvern,“ segir Matti um karlmenn, en bendir á að auðvitað séu undantekningar og sumir karlmenn mæti í Ljósið og óski eftir stuðning einum degi eftir krabbameinsgreininguna. „Strákar þurfa að vera betri við sjálfa sig og þekkja betur sjálfa sig, ég helt að það vanti stundum,“ bætir Gísli við. Eftir að fara áfram á hörkunni í byrjun, uppgötvaði Gísli seinna hversu marga kosti það hefði að vinna úr tilfinningunum og fá stuðning. „Þú lærir náttúrulega ótrúlega vel á sjálfan þig, þú getur valið betur út hvað þú vilt, þú ert jákvæðari, þú verður tengdur öllu á ákveðinn hátt.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þá Matta og Gísla í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00 Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00
Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01
„Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15
Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30