Goðsagnir Keflavíkur í kvennakörfunni og þessi eina sem var alltaf rangstæð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir voru leiðtogar kvennaliðs Keflavíkur frá því löngu fyrir tvítugt. Báðar eru goðsagnir í íslenskri kvennakörfu. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi litu til baka og skoðuðu gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni frá árunum 1988 til 2005. Á þessum árum lögðu Keflavíkurkonur grunninn að því stórveldi sem Keflavík er í kvennakörfunni. Keflavíkurkonur kom fyrst upp í efstu deild með kornungt lið tímabilið 1985-86 og aðeins tveimur árum síðar þá var fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í húsi. Keflavíkurkonur unnu síðan tólf Íslandsmeistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla á árunum 1988 til 2005 eða þar til að goðsögnin Anna María Sveinsdóttir lagði skóna á hilluna. Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir voru leiðtogar þessa unga Keflavíkurliðs sem braut ísinn í lok níunda áratugarins en með liðinu spiluðu einnig fleiri frábærir leikmenn eins og Kristín Blöndal, Erla Reynisdóttir, Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Eina konan til að verða körfuboltamaður ársins Anna María Sveinsdóttir var fyrsta konan til að skora fimm þúsund stig í efstu deild og átti flest met þegar hún lagði skóna á hilluna árið 2006. Anna María var meðal annars eina konan til að vera kosinn körfuboltamaður ársins á Íslandi þegar verðlaunin voru ekki kynjaskipt. Anna María var sex sinnum kosin leikmaður ársins í deildinni, komst tíu sinnum í lið ársins og vann alls 22 Íslands- og bikarmeistaratitla með liðinu. Jón Halldór Eðvaldsson var í þættinum en hann þekkir vel til kvennakörfunnar í Keflavíkur enda bæði núverandi og fyrrverandi þjálfari liðsins. „Það gerist eitthvað í upphafi sem gerir það að verkum að þær vinna. Það var þá engin hefð fyrir íslenskum kvennakörfubolta. Sjáið bara íþróttahúsið í Keflavík á þessum myndum. Það er verið að tala um það kvennaíþróttir á Íslandi fái ekki mikla athygli. Það var stútfullt hús þarna og allt að gerast,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Ekki hægt annað en að hrífast með þeim „Þú gast ekki annað en hrifist með þeim. Anna María er búin að stimpla sig inn sem goðsögn í íslenskum körfubolta. Ef þú hittir Önnu Maríu út í búð þá geislar af henni enn í dag. Það er einhver karismi sem hún hefur. Svo var hún með Björgu Hafsteinsdóttur sem var fyrir mér bara stórkostlegur leikmaður, leikstjórnandi og frábær þriggja stiga skytta. Hún féll svolítið í skuggann á Önnu Maríu og það gerðu þær allar,“ sagði Jón Halldór. Björg Hafsteinsdóttir setti skóna upp á hillu næstum því áratug á undan Önnu Maríu en hún hafði fram að því átt magnaðan feril. „Hún var þvílík skytta og stýrði þessu bara. Þetta var bara yfirburðarlið á sínum tíma. Allir þessir titlar á þessum átján árum. Það er ekki bara ein kynslóð sem vinnur þetta allt saman. Leikmenn komu bara á færibandi og svona er þetta búið að vera í Keflavík frá því að ég man eftir mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var líka í þættinum og hefur eins og Jón Halldór einnig gert kvennalið að Íslandsmeisturum. Endalaus framleiðsla „Í upphafi komu einhverjir leikmenn saman og þetta smellur. Svo í kjölfarið þá verður bara hefð fyrir kvennakörfubolta í Keflavík og það er bara endalaus framleiðsla. Konan mín yrði brjáluð ef ég myndi ekki nefna hana á nafn (Marín Rós Karlsdóttir) en hún kom inn í þetta fimmtán ára gömul og spilaði sautján ára í bikarúrslitaleik. Þú ert með Erlu Reynis og þú ert með Erlu Þorsteins. Þú ert með Kristínu Blöndal. Reyndar hún var alltaf rangstæð og var eini körfuboltamaðurinn á Íslandi sem var alltaf rangstæður. Ef VAR hefði verið upp á þessum tíma þá hefði hún verið alltaf rangstæð,“ sagði Jón Halldór í léttum tón. Það má finna alla umfjöllunina og umræðuna um kvennalið Keflavíkur í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi litu til baka og skoðuðu gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni frá árunum 1988 til 2005. Á þessum árum lögðu Keflavíkurkonur grunninn að því stórveldi sem Keflavík er í kvennakörfunni. Keflavíkurkonur kom fyrst upp í efstu deild með kornungt lið tímabilið 1985-86 og aðeins tveimur árum síðar þá var fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í húsi. Keflavíkurkonur unnu síðan tólf Íslandsmeistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla á árunum 1988 til 2005 eða þar til að goðsögnin Anna María Sveinsdóttir lagði skóna á hilluna. Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir voru leiðtogar þessa unga Keflavíkurliðs sem braut ísinn í lok níunda áratugarins en með liðinu spiluðu einnig fleiri frábærir leikmenn eins og Kristín Blöndal, Erla Reynisdóttir, Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Eina konan til að verða körfuboltamaður ársins Anna María Sveinsdóttir var fyrsta konan til að skora fimm þúsund stig í efstu deild og átti flest met þegar hún lagði skóna á hilluna árið 2006. Anna María var meðal annars eina konan til að vera kosinn körfuboltamaður ársins á Íslandi þegar verðlaunin voru ekki kynjaskipt. Anna María var sex sinnum kosin leikmaður ársins í deildinni, komst tíu sinnum í lið ársins og vann alls 22 Íslands- og bikarmeistaratitla með liðinu. Jón Halldór Eðvaldsson var í þættinum en hann þekkir vel til kvennakörfunnar í Keflavíkur enda bæði núverandi og fyrrverandi þjálfari liðsins. „Það gerist eitthvað í upphafi sem gerir það að verkum að þær vinna. Það var þá engin hefð fyrir íslenskum kvennakörfubolta. Sjáið bara íþróttahúsið í Keflavík á þessum myndum. Það er verið að tala um það kvennaíþróttir á Íslandi fái ekki mikla athygli. Það var stútfullt hús þarna og allt að gerast,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Ekki hægt annað en að hrífast með þeim „Þú gast ekki annað en hrifist með þeim. Anna María er búin að stimpla sig inn sem goðsögn í íslenskum körfubolta. Ef þú hittir Önnu Maríu út í búð þá geislar af henni enn í dag. Það er einhver karismi sem hún hefur. Svo var hún með Björgu Hafsteinsdóttur sem var fyrir mér bara stórkostlegur leikmaður, leikstjórnandi og frábær þriggja stiga skytta. Hún féll svolítið í skuggann á Önnu Maríu og það gerðu þær allar,“ sagði Jón Halldór. Björg Hafsteinsdóttir setti skóna upp á hillu næstum því áratug á undan Önnu Maríu en hún hafði fram að því átt magnaðan feril. „Hún var þvílík skytta og stýrði þessu bara. Þetta var bara yfirburðarlið á sínum tíma. Allir þessir titlar á þessum átján árum. Það er ekki bara ein kynslóð sem vinnur þetta allt saman. Leikmenn komu bara á færibandi og svona er þetta búið að vera í Keflavík frá því að ég man eftir mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var líka í þættinum og hefur eins og Jón Halldór einnig gert kvennalið að Íslandsmeisturum. Endalaus framleiðsla „Í upphafi komu einhverjir leikmenn saman og þetta smellur. Svo í kjölfarið þá verður bara hefð fyrir kvennakörfubolta í Keflavík og það er bara endalaus framleiðsla. Konan mín yrði brjáluð ef ég myndi ekki nefna hana á nafn (Marín Rós Karlsdóttir) en hún kom inn í þetta fimmtán ára gömul og spilaði sautján ára í bikarúrslitaleik. Þú ert með Erlu Reynis og þú ert með Erlu Þorsteins. Þú ert með Kristínu Blöndal. Reyndar hún var alltaf rangstæð og var eini körfuboltamaðurinn á Íslandi sem var alltaf rangstæður. Ef VAR hefði verið upp á þessum tíma þá hefði hún verið alltaf rangstæð,“ sagði Jón Halldór í léttum tón. Það má finna alla umfjöllunina og umræðuna um kvennalið Keflavíkur í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Gullaldarlið Keflavíkur í kvennakörfunni
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum