Jólaleikir ársins 2020 Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 11:48 Tölvuleikir munu líklega njóta sérstaklega mikillar athygli þessi jólin og þá að miklu leyti vegna útgáfu nýrrar kynslóðar leikjatölva frá Sony og Microsoft. Auðvitað spilar faraldur nýju kórónuveirunnar einnig inn í þar sem fólk er að hanga mun meira heima en áður. Það er meðal ástæðna þess að það þykir við hæfi að taka saman lista yfir eftirsóknarverðustu leikina fyrir jólin í ár. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir leiki sem eru tiltölulega nýkomnir út og leiki sem eiga eftir að koma út fyrir jól. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Spider-Man: Miles Morales Byrjum á Spider-Man: Miles Morales. Sá leikur fylgir Playstation 5 og er í raun viðbót við Spider-Man leikinn frá 2018 sem gerð var sérstaklega með PS5 í huga. Niðurstaðan er þrusugóð. Sjá einnig: Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Leikurinn verður þó einnig gefinn út fyrir PS4. Útgáfudagur er 12. nóvember. FIFA 21 FIFA leikirnir hafa um árabil verið hornsteinn margra vinahópa íslenskra stráka, þar sem þeir koma saman og spila sín á milli. Á þessu ári hefur það aðeins breyst og nú er FIFA lang mest spilaður í gegnum netið. FUT hefur líka verið að vaxa ásmegin. Sjá einnig: Þetta er alltaf gaman þótt gott geti orðið betra Það er erfitt að verða fyrir vonbrigðum með FIFA, nema þegar maður tapar. Þá er auðvelt að hata þennan leik. FIFA kom út þann 5. október. Assassin's Creed Valhalla Enn bætist við Assassin's Creed seríuna frá Ubisoft. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor víkinga sem herja á Bretlandseyjar á víkingaöldinni svokölluðu. Söguhetjan Eivör þarf að byggja upp byggð norrænna manna á Bretlandi og herja á íbúa eyjanna. Útgáfudagur er 10. nóvember. Hyrule Warriors: Age of Calamity Nintendo ætlar að fylla upp í biðina eftir Breath of the Wild 2 með Hyrule Warriors: Age of Calamity. Þessi leikur er svokallaður hack and slash leikur og gerist hann á undan upprunalega Breath of the Wild. Útgáfudagur er 20. nóvember. Godfall Enn ríkir töluverð leynd yfir söguþræði leiksins Godfall, sem var fyrsti PS5 leikurinn sem var opinberaður. Hann gerist í ævintýraheimi þar sem bardagar svipa til Souls leikjanna og munu spilarar geta byggt upp söguhetju leiksins í samræmi við spilunarstíl þeirra. Leikurinn gerist í ævintýraheiminum Aperion, sem skipt er niður í mismunandi ríki; Jörð, Vatn, Loft, Eldur og Andi. Söguhetja leiksins er einn af síðustu meðlimum fornrar reglur riddara sem ætlað er að koma í veg fyrir heimsendi. Útgáfudagur er 12. nóvember. Cyberpunk 2077 Útgáfu Cyberpunk 2077 hefur ítrekað verið frestað á þessu ári en leikurinn átti fyrst að koma út í apríl, svo í september, svo í nóvember og nú í desember. Vonandi. CD Projekt Red, sem gerði Witcher leikina, fékk Keanu Reeves til að leika í Cyberpunk og vakti það mikla athygli þegar hann var kynntur til leiks á E3 í fyrra. Um er að ræða samblöndu af hlutverkaleik og skotleik sem gerist í Night City í heimi þar sem mannkynið hefur fundið leiðir til að betrumbæta líkama fólks með alls konar tækni og tólum. Nýjasti útgáfudagur er 10. desember. Mario Kart Live: Home Circuit Nintendo gaf nýverið út Mario Kart Live: Home Circuit. Þar er um að ræða fjarstýrðan bíl sem spilarar geta notið til að búa til kappakstursbraut heima hjá sér. Þegar leikurinn er spilaður keyrir bíllinn raunverulega um heimilið og fylgjast spilarar með í gegnum myndavél í bílnum. Það er best að leyfa starfsmönnum Nintendo að útskýra en Mario Kart Live: Home Circuit var gefið út í október. World of Warcraft: Shadowlands Næsta skref verður tekið í þróun fjölspilunarleiksins World of Warcraft í lok nóvember, með útgáfu Shadowlands. Shadowlands, áttundi aukapakkinn fyrir WOW var kynntur í nóvember síðastliðnum. Í aukapakkanum fá spilarar að kynna sér eftirlífið, finna fjársjóð og drepa skrímsli og aðra óvini eins og hefð er fyrir. Útgáfudagur er 23. nóvember. Call of Duty: Black ops - Cold War Nýjasti leikurinn í Call of Duty seríunni gerist á fyrri hluta níunda áratugarins, þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Leikurinn er framhald Call of Duty: Black ops sem kom út árið 2010 og fjallar, eins og fyrri leikurinn, um Russell Adler, starfsmann CIA, og baráttu hans gegn útsendurum Sovétríkjanna. Útgáfudagur er 13. nóvember. Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Tölvuleikir munu líklega njóta sérstaklega mikillar athygli þessi jólin og þá að miklu leyti vegna útgáfu nýrrar kynslóðar leikjatölva frá Sony og Microsoft. Auðvitað spilar faraldur nýju kórónuveirunnar einnig inn í þar sem fólk er að hanga mun meira heima en áður. Það er meðal ástæðna þess að það þykir við hæfi að taka saman lista yfir eftirsóknarverðustu leikina fyrir jólin í ár. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir leiki sem eru tiltölulega nýkomnir út og leiki sem eiga eftir að koma út fyrir jól. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Spider-Man: Miles Morales Byrjum á Spider-Man: Miles Morales. Sá leikur fylgir Playstation 5 og er í raun viðbót við Spider-Man leikinn frá 2018 sem gerð var sérstaklega með PS5 í huga. Niðurstaðan er þrusugóð. Sjá einnig: Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Leikurinn verður þó einnig gefinn út fyrir PS4. Útgáfudagur er 12. nóvember. FIFA 21 FIFA leikirnir hafa um árabil verið hornsteinn margra vinahópa íslenskra stráka, þar sem þeir koma saman og spila sín á milli. Á þessu ári hefur það aðeins breyst og nú er FIFA lang mest spilaður í gegnum netið. FUT hefur líka verið að vaxa ásmegin. Sjá einnig: Þetta er alltaf gaman þótt gott geti orðið betra Það er erfitt að verða fyrir vonbrigðum með FIFA, nema þegar maður tapar. Þá er auðvelt að hata þennan leik. FIFA kom út þann 5. október. Assassin's Creed Valhalla Enn bætist við Assassin's Creed seríuna frá Ubisoft. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor víkinga sem herja á Bretlandseyjar á víkingaöldinni svokölluðu. Söguhetjan Eivör þarf að byggja upp byggð norrænna manna á Bretlandi og herja á íbúa eyjanna. Útgáfudagur er 10. nóvember. Hyrule Warriors: Age of Calamity Nintendo ætlar að fylla upp í biðina eftir Breath of the Wild 2 með Hyrule Warriors: Age of Calamity. Þessi leikur er svokallaður hack and slash leikur og gerist hann á undan upprunalega Breath of the Wild. Útgáfudagur er 20. nóvember. Godfall Enn ríkir töluverð leynd yfir söguþræði leiksins Godfall, sem var fyrsti PS5 leikurinn sem var opinberaður. Hann gerist í ævintýraheimi þar sem bardagar svipa til Souls leikjanna og munu spilarar geta byggt upp söguhetju leiksins í samræmi við spilunarstíl þeirra. Leikurinn gerist í ævintýraheiminum Aperion, sem skipt er niður í mismunandi ríki; Jörð, Vatn, Loft, Eldur og Andi. Söguhetja leiksins er einn af síðustu meðlimum fornrar reglur riddara sem ætlað er að koma í veg fyrir heimsendi. Útgáfudagur er 12. nóvember. Cyberpunk 2077 Útgáfu Cyberpunk 2077 hefur ítrekað verið frestað á þessu ári en leikurinn átti fyrst að koma út í apríl, svo í september, svo í nóvember og nú í desember. Vonandi. CD Projekt Red, sem gerði Witcher leikina, fékk Keanu Reeves til að leika í Cyberpunk og vakti það mikla athygli þegar hann var kynntur til leiks á E3 í fyrra. Um er að ræða samblöndu af hlutverkaleik og skotleik sem gerist í Night City í heimi þar sem mannkynið hefur fundið leiðir til að betrumbæta líkama fólks með alls konar tækni og tólum. Nýjasti útgáfudagur er 10. desember. Mario Kart Live: Home Circuit Nintendo gaf nýverið út Mario Kart Live: Home Circuit. Þar er um að ræða fjarstýrðan bíl sem spilarar geta notið til að búa til kappakstursbraut heima hjá sér. Þegar leikurinn er spilaður keyrir bíllinn raunverulega um heimilið og fylgjast spilarar með í gegnum myndavél í bílnum. Það er best að leyfa starfsmönnum Nintendo að útskýra en Mario Kart Live: Home Circuit var gefið út í október. World of Warcraft: Shadowlands Næsta skref verður tekið í þróun fjölspilunarleiksins World of Warcraft í lok nóvember, með útgáfu Shadowlands. Shadowlands, áttundi aukapakkinn fyrir WOW var kynntur í nóvember síðastliðnum. Í aukapakkanum fá spilarar að kynna sér eftirlífið, finna fjársjóð og drepa skrímsli og aðra óvini eins og hefð er fyrir. Útgáfudagur er 23. nóvember. Call of Duty: Black ops - Cold War Nýjasti leikurinn í Call of Duty seríunni gerist á fyrri hluta níunda áratugarins, þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Leikurinn er framhald Call of Duty: Black ops sem kom út árið 2010 og fjallar, eins og fyrri leikurinn, um Russell Adler, starfsmann CIA, og baráttu hans gegn útsendurum Sovétríkjanna. Útgáfudagur er 13. nóvember.
Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira