Íslenski boltinn

Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum

Sindri Sverrisson skrifar
Valur og Breiðablik lönduðu Íslandsmeistaratitlunum 2020.
Valur og Breiðablik lönduðu Íslandsmeistaratitlunum 2020. vísir/Vilhelm og Bára

Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku.

Breiðablik vann 14 af 15 leikjum sínum í Pepsi Max-deild kvenna, skoraði 66 mörk og fékk aðeins 3 á sig. Tímabilið í deildinni var gert upp með pompi og prakt í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport síðasta fimmtudag og þar var meðal annars að sjá glæsilega Íslandsmeistarasyrpu sem lýsir vel gengi Blika í sumar. Syrpuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Meistarasyrpa Breiðabliks

Valsmenn urðu svo Íslandsmeistarar karla en þeir voru með átta stiga forskot á næsta lið, FH, þegar fjórar umferðir voru óleiknar. Valsmenn unnu 14 af 18 leikjum sínum, töpuðu aðeins tveimur og skoruðu heil 50 mörk en fengu aðeins á sig 17.

Tímabilið var gert upp með afar myndarlegum hætti í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld. Hér að neðan er svo Íslandsmeistarasyrpa sem líkt og sú hér að ofan ætti að kalla fram gæsahúð hjá leikmönnum, þjálfurum, stuðningsmönnum og fleirum.

Klippa: Meistarasyrpa Vals



Fleiri fréttir

Sjá meira


×