Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum Heimsljós 9. nóvember 2020 11:04 Ljósmynd frá Lagos WFP/Damilola Onafuwa Í fjórum heimshlutum vofir hungursneyð yfir, að mati mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna. Um er ræða ákveðin svæði í Búrkina Fasó, norðausturhéruð Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Skjót viðbrögð við sultinum er nauðsynleg til þess að forða hungursneyð, segir í sameiginlegri tilkynningu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). „Við óttumst að íbúar þessara svæða geti staðið frammi fyrir hungursneyð ef ástandið versnar enn á næstu mánuðum,“ segir Claudia Ah Poe ráðgjafi WFP í matvælaöryggi. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur á því að veita mannúðarsamtökum aðgang að samfélögum í neyð skýra fyrst og fremst þetta alvarlega ástand. „Það er eitruð blanda,“ segir í tilkynningunni. Að mati stofnananna er ástandið einnig grafalvarlegt í öðrum sextán ríkjum þar alvarlegur matarskortur getur leitt til neyðarástands á næstu sex mánuðum. Þau ríki eru meðal annars Afganistan, Miðafríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópía, Haítí og Venesúela. Hungursneyð er alvarlegasta stig matarskorts. Síðast var lýst yfir hungursneyð í Sómalíu árið 2011. Þá létust 260 þúsund manns úr hungri. „Við erum á skelfilegum tímamótum, stöndum enn og aftur frammi fyrir yfirvofandi hungursneyð í fjórum ólíkum heimshlutum samtímis. Gleymum því ekki að þegar lýst er yfir hungursneyð hafa þegar margir látist. Þegar hungursneyð var lýst yfir í Sómalíu í júlí 2011 voru þau sem voru í mestri hættu þegar látin,“ segir Margot van der Velden hjá WFP. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur um langt árabil verið samstarfsaðili Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fastafulltrúi Íslands í Róm gagnvart þessum stofnunum er Stefán Jón Hafstein sendiherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Súdan Nígería Jemen Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent
Í fjórum heimshlutum vofir hungursneyð yfir, að mati mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna. Um er ræða ákveðin svæði í Búrkina Fasó, norðausturhéruð Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Skjót viðbrögð við sultinum er nauðsynleg til þess að forða hungursneyð, segir í sameiginlegri tilkynningu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). „Við óttumst að íbúar þessara svæða geti staðið frammi fyrir hungursneyð ef ástandið versnar enn á næstu mánuðum,“ segir Claudia Ah Poe ráðgjafi WFP í matvælaöryggi. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur á því að veita mannúðarsamtökum aðgang að samfélögum í neyð skýra fyrst og fremst þetta alvarlega ástand. „Það er eitruð blanda,“ segir í tilkynningunni. Að mati stofnananna er ástandið einnig grafalvarlegt í öðrum sextán ríkjum þar alvarlegur matarskortur getur leitt til neyðarástands á næstu sex mánuðum. Þau ríki eru meðal annars Afganistan, Miðafríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópía, Haítí og Venesúela. Hungursneyð er alvarlegasta stig matarskorts. Síðast var lýst yfir hungursneyð í Sómalíu árið 2011. Þá létust 260 þúsund manns úr hungri. „Við erum á skelfilegum tímamótum, stöndum enn og aftur frammi fyrir yfirvofandi hungursneyð í fjórum ólíkum heimshlutum samtímis. Gleymum því ekki að þegar lýst er yfir hungursneyð hafa þegar margir látist. Þegar hungursneyð var lýst yfir í Sómalíu í júlí 2011 voru þau sem voru í mestri hættu þegar látin,“ segir Margot van der Velden hjá WFP. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur um langt árabil verið samstarfsaðili Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fastafulltrúi Íslands í Róm gagnvart þessum stofnunum er Stefán Jón Hafstein sendiherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Súdan Nígería Jemen Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent