„Þá yrðum við að senda Val og Breiðablik úr landi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 15:00 Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru um víðan völl í uppgjörsþætti Pepsi Max markanna. stöð 2 sport „Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
„Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02
Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10
Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti