Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni með Breiðabliki í sumar. vísir/bára Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira