Albert í tapliði á Spáni, sigur hjá Sverri og Rangers kastaði frá sér tveggja marka forystu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert með boltann á Spáni í kvöld.
Albert með boltann á Spáni í kvöld. Ed van de Pol/Soccrates/Getty Images

Albert Guðmundsson spilaði í rúman klukkutíma er AZ Alkmaar tapaði 1-0 fyrir Real Sociedad á útivelli. Albert nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleiknum.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 58. mínútu er Christan Portu skoraði sigurmarkið en Sociedad átti átján skot gegn þremur skotum AZ. Alkmar, Napoli og Sociedad eru nú öll með sex stig í F-riðlinum.

Roma niðurlægði CFR Cluj á heimavelli í kvöld en Rómverjar skoruðu fimm mörk gegn engu frá Cluj. Borja Mayoral gerðu tvö mörk og þeir Pedro Rodriguez, Roger Ibanez og Henrikh Mkhitaryan gerðu eitt mark hver.

Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á bekknum er PAOK rúllaði yfir PSV. Lokatölur urðu 4-1 en PAOK er með fimm stig í E-riðlinum. Granada er á toppnum með sjö stig eftir sigur á Omonia sem er á botninum með eitt stig.

Benfica og Rangers gerðu 3-3 jafntefli í frábærum leik í Portúgal. Rangers var 3-1 yfir er fimmtán mínútur voru eftir af leiknum og þeir voru einnig einum manni færri. Þrátt fyrir það náðu þeir að kasta forystunni frá sér en Rangesr og Benfica leiða riðilinn með sjö stig.

Úrslit dagsins:

A-riðill:

Roma - Cluj 5-0

B-riðill:

Rapid Vín - Dundalk 4-3

C-riðill:

Hapoel Beer Sheva - Bayer Leverkusen 2-4

Slavia Prague - Nice 3-2

D-riðill:

Benfica - Rangers 3-3

Lech Poznan - Standard Liege 3-1

E-riðill:

Omonia - Granada 0-2

PAOK - PSV 4-1

F-riðill:

Real Sociedad - AZ Alkmaar

1-0 Rijeka - Napoli 1-2

I-riðill:

Sivasspor - Qarabag 2-0

J-riðill:

Ludogorets - Tottenham 1-3

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira