Vandræðalaust hjá Tottenham og Kane skoraði 200. markið Anton Ingi Leifsson skrifar 5. nóvember 2020 19:50 Bale, Kane og Sissoko fagna í kvöld. Alex Nicodim/MB Media/Getty Images Tottenham lenti ekki í miklum vandræðum með Ludogorets Razgrad er liðin mættust í Búlgaríu í kvöld. Lokatölur 3-1. Harry Kane kom Tottenham yfir á 13. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en þetta var 200. mark Kane fyrir Tottenham. Á 33. mínútu tvöfaldaði Lucas Moura forystuna með laglegu spili og voru heimamenn heillum horfnir. Ef miðað var við fyrri hálfleikinn bjuggust flestir við stórsigri Tottenham. Harry Kane has reached 200 goals for @SpursOfficial in his 300th appearance for the club in all competitionsHe s the third player to score 200+ goals for Spurs after Jimmy Greaves (266 in 379 apps) & Bobby Smith (208 in 317 apps) #UEL pic.twitter.com/A2rSBaDwqT— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) November 5, 2020 Heimamenn minnkuðu þó muninn á 50. mínútu með marki frá Claudio Keseru en Giovani Lo Celso kom Tottenham aftur í þægilega forystu á 62. mínútu. Heung Min Son lagði upp markið eftir að hafa verið á vellinum í fimmtán sekúndur. Antwerp og Tottenham eru með sex stig, LASK þrjú og Ludogorets núll stig. FTBack to winning ways in the #UEL for Spurs!Ludogorets 1-3 TottenhamReaction: https://t.co/vMFsHZRh2w pic.twitter.com/QV1Z8G5wf6— BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2020 Evrópudeild UEFA
Tottenham lenti ekki í miklum vandræðum með Ludogorets Razgrad er liðin mættust í Búlgaríu í kvöld. Lokatölur 3-1. Harry Kane kom Tottenham yfir á 13. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en þetta var 200. mark Kane fyrir Tottenham. Á 33. mínútu tvöfaldaði Lucas Moura forystuna með laglegu spili og voru heimamenn heillum horfnir. Ef miðað var við fyrri hálfleikinn bjuggust flestir við stórsigri Tottenham. Harry Kane has reached 200 goals for @SpursOfficial in his 300th appearance for the club in all competitionsHe s the third player to score 200+ goals for Spurs after Jimmy Greaves (266 in 379 apps) & Bobby Smith (208 in 317 apps) #UEL pic.twitter.com/A2rSBaDwqT— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) November 5, 2020 Heimamenn minnkuðu þó muninn á 50. mínútu með marki frá Claudio Keseru en Giovani Lo Celso kom Tottenham aftur í þægilega forystu á 62. mínútu. Heung Min Son lagði upp markið eftir að hafa verið á vellinum í fimmtán sekúndur. Antwerp og Tottenham eru með sex stig, LASK þrjú og Ludogorets núll stig. FTBack to winning ways in the #UEL for Spurs!Ludogorets 1-3 TottenhamReaction: https://t.co/vMFsHZRh2w pic.twitter.com/QV1Z8G5wf6— BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2020