Erlent

Fleiri en hundrað þúsund greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forseta- og þingkosningnarnar í Bandaríkjunum fóru fram í skugga faraldursins. 
Forseta- og þingkosningnarnar í Bandaríkjunum fóru fram í skugga faraldursins.  Deccio Serrano/Getty Images

Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram í Bandaríkjunum eins og annars staðar þrátt fyrir spennu í stjórnmálalífinu og í gær féll enn eitt metið, einmitt í Bandaríkjunum, þar sem hundrað þúsund smitaðir einstaklingar greindust á einum degi.

Þá hefur þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús fjölgað ört síðustu daga, sem bendir til þess að aukningin í fjölda smita sé ekki aðeins tilkomin vegna fleiri skimana í landinu. Rúmlega ellefu hundruð dauðsföll voru skráð í Bandaríkjunum í gær samkvæmt breska ríkisútvarpinu og nú liggja rúmlega fimmtíu þúsund manns inni á sjúkrahúsum landsins með Covid- 19. Þeim hefur fjölgað um sextíu og fjögur prósent frá því í byrjun október.

Dauðsföllum af völdum veirunnar fjölgar einnig þessa dagana, þótt fjöldinn sé ekki kominn í viðlíka hæðir og var í fyrstu bylgju faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×