Toyota var með flestar nýskráningar í október Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. nóvember 2020 07:00 Toyota RAV4 var mest nýskráða Toyota undirtegundin í október. Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin. Kia var í þriðja sæti með 79 nýskráningar, Hyundai með 70 í fjórða og Volkswagen í fimmta með 67. Samtals voru nýskráð 962 ný ökutæki í október. Þar af voru 740 fólksbifreiðar, 92 sendibifreiðar og eftirvagnar í flokki II 44. Tesla sem var með 313 nýskráningar í september var með 13 nýskráningar í október. Árið hefur verið afar sveiflukennt hjá Tesla og ráðast sveiflurnar af sendingum sem umboðið fær. Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn.mynd/getty Orkugjafar Flestir nýskráðra fólksbíla voru hreinir bensínbílar eða 213, rafbílar voru næstflestir, 151 og bensín tengil-tvinn bílar voru 143. Hreinir dísil bílar voru 120 og bensín-tvinn bílar voru 97. Bílar sem ganga fyrir vistvænni kostum, rafmagni að einhverju leyti eða öllu auk vetnis voru 407 í október. Hinir hefðbundnu jarðefnaeldsneytis orkugjafar voru hins vegar samtals 333 (hreinir bensín og dísil bílar). Þróun nýskráninga Nýskráningum fækkar á milli mánaða. Í september voru 1443 ökutæki nýskráð í september en í október voru þau 962. Þeim fækkar því um þriðjung, 33,3%. Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent
Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin. Kia var í þriðja sæti með 79 nýskráningar, Hyundai með 70 í fjórða og Volkswagen í fimmta með 67. Samtals voru nýskráð 962 ný ökutæki í október. Þar af voru 740 fólksbifreiðar, 92 sendibifreiðar og eftirvagnar í flokki II 44. Tesla sem var með 313 nýskráningar í september var með 13 nýskráningar í október. Árið hefur verið afar sveiflukennt hjá Tesla og ráðast sveiflurnar af sendingum sem umboðið fær. Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn.mynd/getty Orkugjafar Flestir nýskráðra fólksbíla voru hreinir bensínbílar eða 213, rafbílar voru næstflestir, 151 og bensín tengil-tvinn bílar voru 143. Hreinir dísil bílar voru 120 og bensín-tvinn bílar voru 97. Bílar sem ganga fyrir vistvænni kostum, rafmagni að einhverju leyti eða öllu auk vetnis voru 407 í október. Hinir hefðbundnu jarðefnaeldsneytis orkugjafar voru hins vegar samtals 333 (hreinir bensín og dísil bílar). Þróun nýskráninga Nýskráningum fækkar á milli mánaða. Í september voru 1443 ökutæki nýskráð í september en í október voru þau 962. Þeim fækkar því um þriðjung, 33,3%.
Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent