„Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 10:12 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. skjáskot KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. Eitt þeirra liða er gamla stórveldið Fram, en liðið var í góðri stöðu til að koma sér aftur upp í efstu deild eftir sex ár fjarveru. Fram var í 3. sæti með jafnmörg stig og Leiknir R. sem endaði í öðru sæti og fer beint upp í Pepsi Max deildina. „Maður er auðvitað súr og svekktur að hafa ekki fengið tækifæri á að klára þetta sjálfir, en þetta er búið að vera skrýtið og krefjandi tímabil og utanaðkomandi ástand sem hefur haft mikil áhrif á okkur, en á endanum þurfti að taka einhverja ákvörðun sem var þessi, því miður,“ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram. Fram var eins og áður segir með jafnmörg stig og Leiknir en verri markatölu þegar tvær umferðir voru eftir áður en mótið var flautað af. Aðspurður hvort KSÍ hefði getað tekið annarskonar ákvörðun og látið úrslitaleik útkljá hvaða lið færu upp segir Jón að færa megi rök fyrir því. „Það er alveg ljóst miðað við leikjaprógramið sem var eftir að ekkert lið var búið að tryggja sig upp og það hefði allteins getað endað þannig að Keflavík hefði setið eftir eins og við eða Leiknir. Þannig auðvitað hefði verið hægt að útkljá þetta með úrslitaleik, auðvitað erum við í sárum og finnst kannski miðað við að allir leikir klárist ekki, þá eru ákveðin rök fyrir því að spila frekar úrslitaleik um sæti heldur en að láta markatölu gilda. Þetta er erfið ákvörðun og auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið, það var erfitt að taka einhverja ákvörðun sem hefði komið til móts við öll sjónarmið í þessu, á endanum hefði þetta aldrei verið sanngjörn niðurstaða fyrir alla, það gekk aldrei upp,“ sagði Jón. Þá hefði einnig verið hægt að fara þá leið að fjölga liðum í deildinni í ljósi aðstæðna, en fyrr á árinu var Knattspyrnufélagið ÍA búið að leggja fram þá tillögu á ársþingi KSÍ að fjölga liðum úr tólf í fjórtán. „Það er nefnd að störfum að fjalla um tillögur Skagans á síðasta þingi um að þrjú lið færu upp og eitt niður. Burtséð frá þessu held ég að það sé tímabært og nauðsynlegt að fjölga leikjum. Við sjáum miðað við árið í ár, þrátt fyrir stopp og að byrja seint að það er tækifæri til að spila fleiri leiki í knattspyrnu á Íslandi. Auðvitað hefði maður verið rosalega sáttur við það, það hefði þýtt að við hefðum farið upp, ef maður horfir á þetta út frá eigin hagsmunum. Maður finnur að það er vilji margra að fjölga leikjum og ein leiðin er að fjölga í deildinni, hin er að útfæra mótið á einhvern annan hátt.“ Jón sagðist að lokum vera sáttur með tímabilið í heild sinni og að liðið ætli að gera betur á næsta ári og fara alla leið upp í efstu deild. „Við erum bara sáttir með tímabilið þrátt fyrir sérstakar aðstæður. Það var ljóst um mitt mót að þetta yrði hörð barátta um að fara upp og við vorum í þeirri baráttu til enda mótsins. Auðvitað er svekkjandi að fá ekki tækifæri til að klára mótið en við ætlum bara að gera betur á næsta ári og fara upp þá. Við erum með breiðan hóp og reynum að halda í sama kjarna en það kemur betur í ljós á næstu mánuðum, eflaust eru einhverjir sem munu leita annað og Unnar Steinn er auðvitað að ganga til liðs við Fylki núna í nóvember, sem er mikill missir fyrir okkur,“ sagði Jón að lokum um framhaldið hjá liðinu. Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. Eitt þeirra liða er gamla stórveldið Fram, en liðið var í góðri stöðu til að koma sér aftur upp í efstu deild eftir sex ár fjarveru. Fram var í 3. sæti með jafnmörg stig og Leiknir R. sem endaði í öðru sæti og fer beint upp í Pepsi Max deildina. „Maður er auðvitað súr og svekktur að hafa ekki fengið tækifæri á að klára þetta sjálfir, en þetta er búið að vera skrýtið og krefjandi tímabil og utanaðkomandi ástand sem hefur haft mikil áhrif á okkur, en á endanum þurfti að taka einhverja ákvörðun sem var þessi, því miður,“ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram. Fram var eins og áður segir með jafnmörg stig og Leiknir en verri markatölu þegar tvær umferðir voru eftir áður en mótið var flautað af. Aðspurður hvort KSÍ hefði getað tekið annarskonar ákvörðun og látið úrslitaleik útkljá hvaða lið færu upp segir Jón að færa megi rök fyrir því. „Það er alveg ljóst miðað við leikjaprógramið sem var eftir að ekkert lið var búið að tryggja sig upp og það hefði allteins getað endað þannig að Keflavík hefði setið eftir eins og við eða Leiknir. Þannig auðvitað hefði verið hægt að útkljá þetta með úrslitaleik, auðvitað erum við í sárum og finnst kannski miðað við að allir leikir klárist ekki, þá eru ákveðin rök fyrir því að spila frekar úrslitaleik um sæti heldur en að láta markatölu gilda. Þetta er erfið ákvörðun og auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið, það var erfitt að taka einhverja ákvörðun sem hefði komið til móts við öll sjónarmið í þessu, á endanum hefði þetta aldrei verið sanngjörn niðurstaða fyrir alla, það gekk aldrei upp,“ sagði Jón. Þá hefði einnig verið hægt að fara þá leið að fjölga liðum í deildinni í ljósi aðstæðna, en fyrr á árinu var Knattspyrnufélagið ÍA búið að leggja fram þá tillögu á ársþingi KSÍ að fjölga liðum úr tólf í fjórtán. „Það er nefnd að störfum að fjalla um tillögur Skagans á síðasta þingi um að þrjú lið færu upp og eitt niður. Burtséð frá þessu held ég að það sé tímabært og nauðsynlegt að fjölga leikjum. Við sjáum miðað við árið í ár, þrátt fyrir stopp og að byrja seint að það er tækifæri til að spila fleiri leiki í knattspyrnu á Íslandi. Auðvitað hefði maður verið rosalega sáttur við það, það hefði þýtt að við hefðum farið upp, ef maður horfir á þetta út frá eigin hagsmunum. Maður finnur að það er vilji margra að fjölga leikjum og ein leiðin er að fjölga í deildinni, hin er að útfæra mótið á einhvern annan hátt.“ Jón sagðist að lokum vera sáttur með tímabilið í heild sinni og að liðið ætli að gera betur á næsta ári og fara alla leið upp í efstu deild. „Við erum bara sáttir með tímabilið þrátt fyrir sérstakar aðstæður. Það var ljóst um mitt mót að þetta yrði hörð barátta um að fara upp og við vorum í þeirri baráttu til enda mótsins. Auðvitað er svekkjandi að fá ekki tækifæri til að klára mótið en við ætlum bara að gera betur á næsta ári og fara upp þá. Við erum með breiðan hóp og reynum að halda í sama kjarna en það kemur betur í ljós á næstu mánuðum, eflaust eru einhverjir sem munu leita annað og Unnar Steinn er auðvitað að ganga til liðs við Fylki núna í nóvember, sem er mikill missir fyrir okkur,“ sagði Jón að lokum um framhaldið hjá liðinu.
Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55