„Ég óttaðist það að tjá mig fyrir framan fólk eða að tala við ókunnuga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2020 19:01 Pálmar Ragnarsson hefur síðustu ár haldið 590 fyrirlestra. Hann var sjálfur feiminn og óttaðist að tala fyrir framan fólk og leið óþægilega í atvinnuviðtölum og samskiptum við hitt kynið. Í dag finnst honum eins og hann geti gert allt og segir að færni í samskiptum sé það mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur. Vísir/Vilhelm „Algeng mistök sem fólk gerir er að hlusta ekki nægilega á fólkið sem það á í samskiptum við. Annað hvort með því að gefa öðrum ekki færi á því að tala en þó frekar með því að hlusta ekki á það sem aðrir segja því fólk er svo mikið að hugsa um hvað það sjálft ætlar að segja næst,“ segir Pálmar Ragnarsson fyrirlesari. „Annað sem fólk gerir stundum er að hrapa að ályktunum í stað þess að biðja fólk um að útskýra mál sitt betur. Þannig verða stundum óþarfa ágreiningar til vegna þess að fólk misskildi eða rangtúlkaði eitthvað sem einhver annar sagði og í stað þess að biðja fólk um að staðfesta skilning sinn er það orðið upphafið að ágreining sem hefði ekki þurft að vera. Einnig myndi ég segja að það væru mistök þegar að fólk leitast í að leysa ágreining með rifrildum frekar en yfirveguðum samræðum. Í bókinni minni kemur skýrt fram að nánast allir telja yfirvegaðar samræður betri aðferð til þess að leysa rifrildi en ágreining. Sumt af þessu sama fólki endar þrátt fyrir það oftar í rifrildum en yfirveguðum samræðum vegna ágreininga þrátt fyrir það.“ Pálmar var að gefa út bókina Samskipti og segir hann að Íslendingar séu almennt góðir í samskiptum. Hann lét gera stóra rannsókn við gerð bókarinnar og nýtti svo niðurstöðurnar og eigin reynslu við skrifin. Síðustu ár hefur Pálmar verið einn vinsælasti fyrirlesari landsins og haldið fyrirlestra fyrir fólk á öllum aldri. Hann segir að það sé ýmislegt sem einkenni einstaklinga sem eru góðir í mannlegum samskiptum. Pálmar á ferðalagi á Grænlandi síðasta sumar.Mynd úr einkasafni Ástríðan lykilatriði „Þetta er oft fólk sem hefur átt góðar fyrirmyndir í samskiptum, hvort sem það eru foreldrar, kennarar, frændfólk eða aðrir. Þetta er fólk sem hefur æft sig hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, með því að eiga í samræðum við mikið af fólki í fjölbreyttum aðstæðum. Oft er þetta fólk með mikla tilfinninganæmni eða tilfinningagreind og fólk sem hefur kannski þorað að kafa dýpra í samskiptum en gengur og gerist. Annars er fólk sem er flinkt í samskiptum mjög fjölbreytt og oft ólíkt hvort öðru og ekki hægt að móta þau í einhverja ákveðna mynd eða ákveðið form.“ Að hans mati er lykillinn að velgengni að leggja sig allan fram við það sem maður tekur fyrir hendur. „Að nýta sér þá reynslu sem maður hefur öðlast fram að þessari stundu. Að gefast ekki upp við mótlæti heldur nýta þá reynslu sem maður öðlast af mistökum og hliðarskrefum. En fyrst og fremst að taka sér það fyrir hendur sem maður hefur ástríðu fyrir. Ef við veljum okkur verkefni og starfsferil sem við höfum ástríðu og áhuga fyrir er margfalt líklegra að við munum njóta velgengni en ef við fetum braut sem við höfum lítinn raunverulegan áhuga á. Ég hef ástríðu fyrir því að pæla í mannlegum samskiptum, halda fyrirlestra og þjálfa börn í íþróttum og því gengur mér vel í því sem ég geri,“ segir Pálmar. „Færni í mannlegum samskiptum er það mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur. Samskipti eru það sem kemur okkur áfram í lífinu. Við þurfum færni í samskiptum til þess að komast á þann stað sem okkur langar til. Og sérstaklega þurfum við færni í samskiptum til þess að geta tekist á við allt það sem kemur upp í daglegu lífi okkar með fjölskyldu okkar, maka, börn og vini. Með færni í samskiptum getum við einfaldað líf okkar, fækkað árekstrum, skilið hvort annað betur og svo margt fleira.“ Gerir lífið skemmtilegra Hann segir að fólk ætti að leggja sig fram við að æfa sig í samskiptum alveg jafn mikið og það reynir að þjálfa líkamlegt form og alls kyns aðra hæfileika. „Ég hef trú á því að allir geti bætt sig og tekið framförum í samskiptum. Við fáum ekki öll sama uppeldi, við upplifum mismunandi aðstæður og fáum misjafnan stuðning frá umhverfi okkar í gegnum æskuna. Það er því alveg skýrt að við byrjum ekki öll á sama stað þegar kemur að samskiptafærni þegar við komumst á fullorðinsaldur. En það er á hreinu að við höfum öll getuna til að bæta okkur í samskiptum, og eftir því hvað viljinn og metnaðurinn er mikill hef ég trú á því að allir geti orðið flinkir í samskiptum.“ Pálmar segir að samskipti séu leiðarvísir að jákvæðum samskiptum á mörgum sviðum, hvort sem er í einkalífinu, á vinnustað eða í félagslífinu. Í bókinni er farið ítarlega yfir alls kyns samskipti milli einstaklinga, samskipti í hópum, hagnýtar aðferðir í samskiptum við börn, samskipti við ókunnuga og samskipti á netinu. „Samskipti er skemmtileg bók, stútfull af æfingum og dæmum. Hún fjallar um það hvernig við getum bætt samskipti okkar og brugðist við alls kyns aðstæðum sem eru líklegar til þess að koma upp í okkar daglega lífi. Þannig verðum við betur undirbúin til að bregðast við erfiðum og óþægilegum aðstæðum, meðvitaðri um það hvernig við getum haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur og gert líf okkar sjálfra skemmtilegra.“ Fyrirlestra sína hefur Pálmar haldið í flestum af stærstu fyrirtækjum landsins, fjölda ráðuneyta og stofnana, fyrir starfsfólk og nemendur skóla á öllum stigum, fjölda íþróttaliða og fleiri.Vísir/Vilhelm Bullandi áhugi Íslendinga Í bókinni kemur meðal annars fram að 83 prósent þátttakanda taldi sig vera frekar góðir eða mjög góðir í samskiptum þegar þeir mátu sig sjálfa. Pálmar var sjálfur feiminn í grunnskóla en hefur frá unglingsaldri haft brennandi áhuga á samskiptum. „Mér hefur alltaf þótt svo ótrúlega gaman að sjá hvað maður getur gert lífið sitt skemmtilegt og haft góð áhrif á svo marga einfaldlega með því að æfa sig í samskiptum. Eftir að hafa haldið hvern fyrirlesturinn á fætur öðrum um samskipti síðustu árin fannst mér vera kominn tími á að gefa út bók. Þegar snillingarnir Anna og Dögg hjá bókaútgáfunni Sölku höfðu svo samband við mig í þeim tilgangi að gefa út bók um samskipti fannst mér tímasetningin bara fullkomin og sló til og hingað erum við komin.“ Hann segir að bókin sé fyrir alla sem hafa gaman af mannlegum samskiptum. „Bókin er full af góðum boðskap bæði fyrir fólk sem er nú þegar flinkt í samskiptum og fólk sem langar til þess að bæta sig. Það er einfaldlega þannig að Íslendingar hafa bullandi áhuga á samskiptum og þessi bók er því fyrir okkur öll. Bókin er skrifuð með fullorðið fólk í huga en ég er búinn að fá skilaboð frá mikið af fólki sem á unglinga á aldrinum 14-18 ára og vilja gefa þeim í gjöf. Ég er fullviss um að þessi skilaboð eigi ekkert síður við fyrir unglinga og undirbúi þau bara enn frekar fyrir lífið og það sem koma skal. Eins er mjög líklegt að hún gæti komið til góða á vinnustöðum hvort sem hugmyndin er að viðhalda góðum samskiptum og jákvæðu andrúmslofti eða ef eitthvað þarf að bæta en margoft hefur verið sýnt fram á jákvæð áhrif þess að starfsfólki líði vel á vinnustað sínum.“ Hvað virkar og hvað virkar ekki? Pálmar er með BS gráðu í sálfræði og MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á samskipti á vinnustöðum. Pálmar lagði mikinn metnað í undirbúninginn fyrir útgáfu bókarinnar áður en hann hófst handa við skrifin. „Bókin byggir á áralangri reynslu og vangaveltum um samskipti auk rannsókna sem ég hef framkvæmt á samskiptum. Að skrifa bókina tók um eitt og hálft ár og á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, heimsfaraldur og fleira sem hefur tekið á en við létum sko ekkert stoppa okkur. Ég vildi alls ekki að bókin væri eingöngu mínar hugmyndir um samskipti og vildi hafa eitthvað fast í höndunum til að styðja mál mitt. Ég kem úr háskólanum og þar dugar ekki að einfaldlega halda einhverju fram án frekari rökstuðnings. Við létum því einfaldlega vaða og gerðum stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á samskiptum Íslendinga, sérstaklega fyrir bókina.“ Með rannsókninni vildi hann skoða samskipti Íslendinga á eins fjölbreyttan hátt og hann gæti. „Hvað er það sem virkar í samskiptum og hvað er það sem virkar ekki. Hvað hefur góð áhrif á okkur og hvað hefur slæm áhrif. Hvaða samskiptamynstur líkar okkur við og hvaða samskiptamynstur sjáum við í gegn um. Ég vildi einfaldlega fá eitthvað í hendurnar svo ég geti sagt fólki hvað það er sem virkar í samskiptum okkar Íslendinga og hvað ekki.“ Hvernig áhrif hefur það á okkur þegar fólk notar hvíta lygi? Hvaða áhrif hefur það þegar við byrgjum inni tilfinningar? Hvernig upplifum við slúður og baktal annarra? Hvaða áhrif hafa símar á fjölskyldulíf okkar? Hvernig finnst okkur að slíta samræður sem við festumst í? Hvað gerist þegar annað fólk sýnir hroka? Hvaða áhrif hefur það á okkur þegar aðrir láta okkur fá samviskubit? Salka/Íris Dögg Einarsdóttir Óþægileg tilfinning í samskiptum við hitt kynið Yfir 1.300 Íslendingar tóku þátt og svöruðu 216 spurningum um samskipti sín. „Spurningalisti var gerður aðgengilegur á samfélagsmiðlum og var dreift víða. Hanna María sálfræðingur aðstoðaði við gerð spurningalistans og Sigrún Helga Lund tölfræðingur aðstoðaði síðan við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöðurnar eru ótrúlega áhugaverðar og má finna á víð og dreif í bókinni. Það var í raun ótrúlega áhugavert fyrir mig sem pæli svona mikið í samskiptum að sjá hvað sumt var ótrúlega skýrt í niðurstöðunum. Fólk ætti að nýta sér þessar niðurstöður til þess að láta af slæmum siðum í samskiptum og taka upp nýja og betri siði þegar það kemur svona skýrt fram hvaða áhrif þeir hafa á fólkið í kringum okkur.“ Niðurstöðurnar gáfu til kynna ýmislegt áhugavert tengt samskiptum og einnig tengt hamingju. „Mér þótti sérstaklega áhugavert að sjá hvað það við tilheyrum mörgum hópum hefur rosalega sterk tengsl við hamingju okkar og sjálfstraust. Þannig er fólk sem tilheyrir mörgum hópum mun líklegra til þess að vera hamingjusamt en fólk sem telur sig tilheyra fáum hópum. Svo virðist því vera að eitt það besta sem við getum gert til að auka hamingju okkar og sjálfstraust sé að reyna að tilheyra fleiri hópum hvort sem það er í gegnum tómstundir, íþróttir, vini, skóla og svo framvegis.“ Pálmar hefur á síðustu árum haldið yfir 500 fyrirlestra hér á landi, þar á meðal fyrir börn. Hann var nefnilega sjálfur ekki góður í samskiptum sem barn og þekkir það vel hvað það getur verið hamlandi. „Ég var feiminn í grunnskóla og hafði mig lítið í frammi. Ég óttaðist það að tjá mig fyrir framan fólk eða að tala við ókunnuga, hlutir eins og að fara í atvinnuviðtal eða tala við hitt kynið ollu mér óþægilegri tilfinningu. Það var ekki fyrr en ég fór að prófa mig áfram í samskiptum á unglingsaldri og í rauninni æfa mig í samskiptum að ég fór að taka framförum og verða flinkari. Því fleiri múra sem mér tókst að brjóta því færri aðstæður voru það sem ollu mér óþægindum eða ótta. Líkt og í íþróttum var það í raun æfingin sem mótaði samskiptahæfileika mína eins og þeir eru í dag. Einnig hef ég átt mjög góðar fyrirmyndir í samskiptum í foreldrum mínum og ættingjum sem ég hef lært ótrúlega mikið af og mótað mín samskipti að miklu leyti.“ Algengustu mistökin sem fólk gerir í mannlegum samskiptum er að hlusta ekki nógu vel.Íris Dögg Einarsdóttir Mikilvægt að dæma sig ekki of hart Það mikilvægasta sem hann hefur sjálfur lært um samskipti er hvað við getum með ótrúlega lítilli fyrirhöfn haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur og fólkið sem við mætum í daglegu lífi. Bara með brosi og skemmtilegu ávarpi getum við vakið góða tilfinningu hjá öðru fólki „Einnig hvað samskipti eru ótrúlega smitandi. Jákvæð samskipti geta breiðst hratt út um heilan vinnustað en á sama tíma geta neikvæð samskipti einnig smitast auðveldlega. Það hvorum megin við erum við línuna getur því haft ótrúlega mikil áhrif á hópinn í heild. Einnig er mikilvægt að muna að samskipti geta einnig verið ótrúlega flókin og stundum er einfaldlega erfitt að átta sig á því hvað er rétt svar, hvað er rangt, hver væru bestu viðbrögð okkar, hvernig á að leysa úr erfiðum aðstæðum og svo framvegis. Við megum því ekki dæma okkur of hart ef okkur tekst ekki alltaf að hafa samskipti okkar upp á tíu.“ Fyrsta fyrirlesturinn hélt Pálmar út frá starfi sínu sem körfuboltaþjálfari stúlkna. „Fyrir rúmlega fjórum árum síðan var beðinn um að halda fyrirlestur á ráðstefnu ÍSÍ um aðferðir í íþróttaþjálfun barna. Þar var ég beðinn um að segja frá þeim aðferðum sem við höfum verið að beita til þess að ná svona skemmtilegum árangri í fjölgun iðkenda í körfuboltanum. Ég ætlaði aldrei að fara að halda fyrirlestra og langaði í raun ekkert að halda þennan fyrirlestur. Mér fannst það óþægileg tilhugsun og fannst bæði einfaldara og þægilegra að vera heima hjá mér að taka því bara rólega. En eftir langa umhugsun ákvað ég að slá til og í rauninni hefur þetta ekki stoppað síðan þá. Í kjölfarið á þessum fyrsta fyrirlestri var ég beðinn um að halda annan og svo þann þriðja og koll af kolli þar til við erum kominn á þann stað sem við erum á nú.“ Í dag hefur hann haldið 590 fyrirlestra fyrir um 30 þúsund einstaklinga. „Þetta fer að nálgast 10 prósent af þjóðinni og þá er bara 90 prósent eftir,“ segir Pálmar. „Ég hef haldið fyrirlestra fyrir ótrúlega fjölbreytta hópa. Allt frá grunnskólabörnum yfir til eldri borgara. Ég tala mest á vinnustöðum og hef heimsótt fjölmarga stóra og þekkta vinnustaði en svo dýrka ég einnig að hitta öðruvísi hópa eins og kvenfélög, björgunarsveitir og svo framvegis. Ég vil fyrst og fremst skapa skemmtilega stund með hópunum sem ég hitti og fá fólk til að hlæja og njóta sín með fólkinu sínu. Að sama skapi vil ég skilja eitthvað eftir mig og hvetja fólk til þess að reyna virkilega að ná því besta út úr fólkinu í kringum sig. Þetta er því góð blanda af góðum boðskap og skemmtilegri stund.“ Þurfti að komast í burtu Pálmar hefur lært ýmislegt af fyrirlestravinnunni, bæði um samskipti Íslendinga og um sjálfan sig. „Ég hef lært að Íslendingum er flestum umhugað um að koma vel fram við fólkið í kringum sig og áhugasamt um það hvernig það getur bætt samskipti sín með einföldum leiðum. Ég fæ almennt ótrúlega góðar viðtökur við mínum boðskap og verð því að segja að ég er mjög ánægður almennt með samskipti Íslendinga. Síðan hef ég lært það um sjálfan mig að mér líður eins og það sé ekkert sem ég geti ekki gert og ekkert fjall sem ég geti ekki klifið. Það að halda fyrirlestra skilar ótrúlega góðri tilfinningu og orku sem eflir sjálfstraust og gefur manni auka kraft til að takast á við eins og mér líður oft, hvað sem er.“ Skömmu eftir að Pálmar fór fyrst af stað með fyrirlestra sína um samskipti, lenti hann á vegg. Í stað þess að halda áfram í sömu hjólförum stökk hann af stað í ævintýri. Síðan þá hefur hann ferðast mikið einn á framandi slóðir. „Eftir mitt fyrsta fulla ár í fyrirlestrum var búið að vera svo bilaðslega mikið álag á mér allan veturinn að mér leið bara eins og ég þyrfti að komast burt. Ég hugsaði mig því ekki mikið um og keypti bara „one-way ticket“ til Mexíkó. Ekkert plan og ekkert Google. Keypti bara miða og var nánast samdægurs farinn út með ekkert nema þrjár fyrstu næturnar bókaðar,“ segir Pálmar um fyrstu ferðina. Mynd úr einkasafni Innbyggt í okkur „Að stíga upp á svið fyrir framan hóp af fólki og reyna að slá í gegn fylgir mikil streita og álag. Og þegar maður gerir það nokkrum sinnum á dag marga mánuði í röð þá safnast það svakalega upp. Mig vantaði einfaldlega að komast burt frá öllu álaginu og fá ferskt upphaf upp á nýtt. Og treystið mér þetta er það besta sem hægt er að gera ef maður upplifir álag og streitu. Standa upp og ganga frá öllu í nokkrar vikur og koma svo ferskur til baka. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru ekki allir í þeirri stöðu að geta staðið svona upp og farið en ef að fólk getur það, eða skipulagt aðeins í kringum það, þá er þetta það besta í heimi til að minnka álag og streitu.“ Það sem stendur upp úr eftir ævintýrin eru allt fólkið sem hann kynntist, öll sólin sem skein á hann og svo náttúran sem hann sá á hverjum stað. „Ég eyddi öllu sumrinu í Mexíkó og ákvað að gera þetta eins lengi og ég gæti eftir að ég kom heim. Sumarið eftir fór ég því til Kína í ævintýri sem var ótrúleg upplifun og þetta sumar fór ég til Grænlands þar sem ég flakkaði á milli í allt sumar. Næsta sumar fer ég svo til Afríku, líklegast Úganda eða Zimbabwe og ég get ekki beðið,“ segir Pálmar. „Það sem hefur komið mér á óvart í þessum ferðalögum mínum er að alls staðar virðist fólk eiga það sameiginlegt að vera almennilegt, gestristið og kurteist. Það virðist eins og það sé innbyggt í okkur flest að koma vel fram við hvort annað sama í hvaða heimsálfu við búum. Einnig þótti mér gaman að sjá hvað fólk er stolt af uppruna sínum hvaðan sem það kemur. Svo til dæmis í Grænlandi er ótrúlegt hvað það er mikil og fjölbreytt náttúrufegurð sem ég held að við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir. Grænland er allt allt öðruvísi en stór hluti Íslendinga virðist halda og ég vildi óska þess að allir gerðu sér að minnsta kosti eina almennilega ferð yfir til Grænlands á sínum lífstíma.“ Pálmar hefur ferðast mikið einn síðustu þrjú ár og segir að stundum sé nauðsynlegt að skipta um umhverfi til að ná tökum á streitu.Mynd úr einkasafni Hugarfarið skiptir öllu máli Þó að það sé venjulega nóg að gera hjá Pálmari við að halda fyrirlestra, er starf hans sem körfuboltaþjálfari hjá Val honum mjög mikilvægt. Í þrettán ár hefur hann þjálfað börn og unglinga og hefur vakið athygli fyrir skemmtilegar og nýstárlegar aðferðir sínar í samskiptum við iðkendur þar sem aðaláherslan er sú að öllum börnum líði vel á æfingum og upplifi að þau séu mikilvægur hluti af hópnum. „Ég elska það að geta haft góð áhrif á ungu kynslóðina. Þetta eru mikilvægustu árin þegar það er verið að móta einstaklingana og hvernig karakterar þau verða í framtíðinni. Í gegnum íþróttirnar viljum við því tileinka þeim góða siði eins og sjálfstraust, leiðtogahæfni, liðsheild, heilbrigt líferni, að passa upp á hvort annað og svo framvegis.“ Pálmar segir að það mikilvægasta við þjálfun ungra íþróttamanna og kvenna sé að vera góðar fyrirmyndir og að kveikja þeirra innri áhuga á því að leggja sig fram og taka framförum. „Rétt hugarfar ungra íþróttamanna mun síðar smita sér yfir í lífið sjálft bæði í námi, starfi og í persónulega lífinu. Þess vegna þykir mér alveg jafn mikilvægt að þjálfa andlegu hliðina og þá líkamlegu. Þjálfa samskipti jafnt á við tækni, þjálfa sjálfstraust jafnt á við líkamlegan styrk.“ Pálmar hefur haldið fyrirlestra og útbúið myndbönd um jafnrétti í íþróttum sem vakið hafa mikla athygli og jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig var myndband hans, Skjóttu eins og stelpa, sýnt með enskum texta á ráðstefnu UN Women um kynjajafnrétti í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York árið 2017 og í kjölfarið dreift á samfélagsmiðlum UN Women. Að hans mati skiptir hugarfar íþróttabarna einfaldlega öllu máli. „Það eru til ótrúlega mörg dæmi um börn sem eru rosalega hæfileikarík en ná ekki að uppfylla möguleika sína vegna þess að andlega hliðin hefur ekki verið jafn sterk.“ Pálmar segir að allir geti bætt sig í mannlegum samskiptum.Íris Dögg Einarsdóttir Láttu vaða Pálmar hefur einnig verið virkur þátttakandi í verkefni ÍSÍ og UMFÍ, Sýnum karakter, sem snýr að þjálfun andlegu hliðarinnar í íþróttum. „Þannig hefur það gerst að börn sem telja sig vera of góð leggja sig ekki jafn mikið fram og önnur börn ná þeim fljótlega í tækni og styrk. Börn sem eru líkamlega sterkari hafa lagt minni áherslu á tækni en þegar að önnur börn ná þeim að líkamlegum styrk sitja þau eftir. Skapið hefur stundum stöðvað sum börn sem eru rosalega hæfileikarík því það hleypur það mikið með þau í gönur að þau hafa slæm áhrif á liðið í heild og frammistöðu þeirra á vellinum. Í öllum þessum dæmum skiptir hugarfar gríðarlega miklu máli og með réttu hugarfari er hægt að snúa þessu öllu við. Þannig hef ég séð börn sem eru ótrúlega flink leggja sig enn meira fram frekar en að slaka á. Börn sem eiga erfitt með skapið leggja sig virkilega mikið fram við að reyna að ná stjórn á sér í hita leiksins í þeim tilgangi að hafa betri áhrif á liðið og sína eigin frammistöðu og svo framvegis.“ Sjálfur hefði hann viljað læra það fyrr í lífinu að vera ófeiminn við að sækjast eftir því sem hann langar til, að kynnast því fólki sem hann hefur langað að kynnast, og að þora að takast á við krefjandi hluti og aðstæður. Aðspurður hvað hann myndi segja við ungan Pálmar ef hann gæti kennt honum eitthvað, svarar hann: „Hugsaðu stórt og láttu vaða á þær hugmyndir sem þú færð. Það gerist ekkert hræðilegt þó að einhverjar hugmyndir klikki og heppnist ekki. Ef þig langar að gera eitthvað ákveðið láttu vaða, gerðu þitt besta og annað kemur í ljós. Ef það tekst þá er það frábært og ef það tekst ekki þá er það frábær reynsla sem mun nýtast síðar.“ Helgarviðtal Tengdar fréttir Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Hildur Jónsdóttir þjáðist í áratugi vegna verkja og vanlíðanar tengdum sjálfsónæmissjúkdómum og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hildur var orðin öryrki og nálægt því að gefast upp, en ákvað að reyna að bæta lífsgæðin með breyttu mataræði og náði þannig ótrúlegum árangri. 11. október 2020 09:03 „Auðvitað er þetta drulluþungt á sál og líkama“ Stefanía Tara Þrastardóttir og Alexander Daniel Ben Guðlaugsson eru nú í frjósemismeðferð og hafa valið að deila öllu ferlinu á samfélagsmiðlum. Hún á erfitt með að verða ófrísk og hann er transmaður og framleiðir því ekki sæði. Þau vona að þeirra reynsla geti verið fróðleg fyrir aðra, hvort sem fólk er í barneignarhugleiðingum eða ekki. 4. október 2020 09:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira
„Algeng mistök sem fólk gerir er að hlusta ekki nægilega á fólkið sem það á í samskiptum við. Annað hvort með því að gefa öðrum ekki færi á því að tala en þó frekar með því að hlusta ekki á það sem aðrir segja því fólk er svo mikið að hugsa um hvað það sjálft ætlar að segja næst,“ segir Pálmar Ragnarsson fyrirlesari. „Annað sem fólk gerir stundum er að hrapa að ályktunum í stað þess að biðja fólk um að útskýra mál sitt betur. Þannig verða stundum óþarfa ágreiningar til vegna þess að fólk misskildi eða rangtúlkaði eitthvað sem einhver annar sagði og í stað þess að biðja fólk um að staðfesta skilning sinn er það orðið upphafið að ágreining sem hefði ekki þurft að vera. Einnig myndi ég segja að það væru mistök þegar að fólk leitast í að leysa ágreining með rifrildum frekar en yfirveguðum samræðum. Í bókinni minni kemur skýrt fram að nánast allir telja yfirvegaðar samræður betri aðferð til þess að leysa rifrildi en ágreining. Sumt af þessu sama fólki endar þrátt fyrir það oftar í rifrildum en yfirveguðum samræðum vegna ágreininga þrátt fyrir það.“ Pálmar var að gefa út bókina Samskipti og segir hann að Íslendingar séu almennt góðir í samskiptum. Hann lét gera stóra rannsókn við gerð bókarinnar og nýtti svo niðurstöðurnar og eigin reynslu við skrifin. Síðustu ár hefur Pálmar verið einn vinsælasti fyrirlesari landsins og haldið fyrirlestra fyrir fólk á öllum aldri. Hann segir að það sé ýmislegt sem einkenni einstaklinga sem eru góðir í mannlegum samskiptum. Pálmar á ferðalagi á Grænlandi síðasta sumar.Mynd úr einkasafni Ástríðan lykilatriði „Þetta er oft fólk sem hefur átt góðar fyrirmyndir í samskiptum, hvort sem það eru foreldrar, kennarar, frændfólk eða aðrir. Þetta er fólk sem hefur æft sig hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, með því að eiga í samræðum við mikið af fólki í fjölbreyttum aðstæðum. Oft er þetta fólk með mikla tilfinninganæmni eða tilfinningagreind og fólk sem hefur kannski þorað að kafa dýpra í samskiptum en gengur og gerist. Annars er fólk sem er flinkt í samskiptum mjög fjölbreytt og oft ólíkt hvort öðru og ekki hægt að móta þau í einhverja ákveðna mynd eða ákveðið form.“ Að hans mati er lykillinn að velgengni að leggja sig allan fram við það sem maður tekur fyrir hendur. „Að nýta sér þá reynslu sem maður hefur öðlast fram að þessari stundu. Að gefast ekki upp við mótlæti heldur nýta þá reynslu sem maður öðlast af mistökum og hliðarskrefum. En fyrst og fremst að taka sér það fyrir hendur sem maður hefur ástríðu fyrir. Ef við veljum okkur verkefni og starfsferil sem við höfum ástríðu og áhuga fyrir er margfalt líklegra að við munum njóta velgengni en ef við fetum braut sem við höfum lítinn raunverulegan áhuga á. Ég hef ástríðu fyrir því að pæla í mannlegum samskiptum, halda fyrirlestra og þjálfa börn í íþróttum og því gengur mér vel í því sem ég geri,“ segir Pálmar. „Færni í mannlegum samskiptum er það mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur. Samskipti eru það sem kemur okkur áfram í lífinu. Við þurfum færni í samskiptum til þess að komast á þann stað sem okkur langar til. Og sérstaklega þurfum við færni í samskiptum til þess að geta tekist á við allt það sem kemur upp í daglegu lífi okkar með fjölskyldu okkar, maka, börn og vini. Með færni í samskiptum getum við einfaldað líf okkar, fækkað árekstrum, skilið hvort annað betur og svo margt fleira.“ Gerir lífið skemmtilegra Hann segir að fólk ætti að leggja sig fram við að æfa sig í samskiptum alveg jafn mikið og það reynir að þjálfa líkamlegt form og alls kyns aðra hæfileika. „Ég hef trú á því að allir geti bætt sig og tekið framförum í samskiptum. Við fáum ekki öll sama uppeldi, við upplifum mismunandi aðstæður og fáum misjafnan stuðning frá umhverfi okkar í gegnum æskuna. Það er því alveg skýrt að við byrjum ekki öll á sama stað þegar kemur að samskiptafærni þegar við komumst á fullorðinsaldur. En það er á hreinu að við höfum öll getuna til að bæta okkur í samskiptum, og eftir því hvað viljinn og metnaðurinn er mikill hef ég trú á því að allir geti orðið flinkir í samskiptum.“ Pálmar segir að samskipti séu leiðarvísir að jákvæðum samskiptum á mörgum sviðum, hvort sem er í einkalífinu, á vinnustað eða í félagslífinu. Í bókinni er farið ítarlega yfir alls kyns samskipti milli einstaklinga, samskipti í hópum, hagnýtar aðferðir í samskiptum við börn, samskipti við ókunnuga og samskipti á netinu. „Samskipti er skemmtileg bók, stútfull af æfingum og dæmum. Hún fjallar um það hvernig við getum bætt samskipti okkar og brugðist við alls kyns aðstæðum sem eru líklegar til þess að koma upp í okkar daglega lífi. Þannig verðum við betur undirbúin til að bregðast við erfiðum og óþægilegum aðstæðum, meðvitaðri um það hvernig við getum haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur og gert líf okkar sjálfra skemmtilegra.“ Fyrirlestra sína hefur Pálmar haldið í flestum af stærstu fyrirtækjum landsins, fjölda ráðuneyta og stofnana, fyrir starfsfólk og nemendur skóla á öllum stigum, fjölda íþróttaliða og fleiri.Vísir/Vilhelm Bullandi áhugi Íslendinga Í bókinni kemur meðal annars fram að 83 prósent þátttakanda taldi sig vera frekar góðir eða mjög góðir í samskiptum þegar þeir mátu sig sjálfa. Pálmar var sjálfur feiminn í grunnskóla en hefur frá unglingsaldri haft brennandi áhuga á samskiptum. „Mér hefur alltaf þótt svo ótrúlega gaman að sjá hvað maður getur gert lífið sitt skemmtilegt og haft góð áhrif á svo marga einfaldlega með því að æfa sig í samskiptum. Eftir að hafa haldið hvern fyrirlesturinn á fætur öðrum um samskipti síðustu árin fannst mér vera kominn tími á að gefa út bók. Þegar snillingarnir Anna og Dögg hjá bókaútgáfunni Sölku höfðu svo samband við mig í þeim tilgangi að gefa út bók um samskipti fannst mér tímasetningin bara fullkomin og sló til og hingað erum við komin.“ Hann segir að bókin sé fyrir alla sem hafa gaman af mannlegum samskiptum. „Bókin er full af góðum boðskap bæði fyrir fólk sem er nú þegar flinkt í samskiptum og fólk sem langar til þess að bæta sig. Það er einfaldlega þannig að Íslendingar hafa bullandi áhuga á samskiptum og þessi bók er því fyrir okkur öll. Bókin er skrifuð með fullorðið fólk í huga en ég er búinn að fá skilaboð frá mikið af fólki sem á unglinga á aldrinum 14-18 ára og vilja gefa þeim í gjöf. Ég er fullviss um að þessi skilaboð eigi ekkert síður við fyrir unglinga og undirbúi þau bara enn frekar fyrir lífið og það sem koma skal. Eins er mjög líklegt að hún gæti komið til góða á vinnustöðum hvort sem hugmyndin er að viðhalda góðum samskiptum og jákvæðu andrúmslofti eða ef eitthvað þarf að bæta en margoft hefur verið sýnt fram á jákvæð áhrif þess að starfsfólki líði vel á vinnustað sínum.“ Hvað virkar og hvað virkar ekki? Pálmar er með BS gráðu í sálfræði og MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á samskipti á vinnustöðum. Pálmar lagði mikinn metnað í undirbúninginn fyrir útgáfu bókarinnar áður en hann hófst handa við skrifin. „Bókin byggir á áralangri reynslu og vangaveltum um samskipti auk rannsókna sem ég hef framkvæmt á samskiptum. Að skrifa bókina tók um eitt og hálft ár og á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, heimsfaraldur og fleira sem hefur tekið á en við létum sko ekkert stoppa okkur. Ég vildi alls ekki að bókin væri eingöngu mínar hugmyndir um samskipti og vildi hafa eitthvað fast í höndunum til að styðja mál mitt. Ég kem úr háskólanum og þar dugar ekki að einfaldlega halda einhverju fram án frekari rökstuðnings. Við létum því einfaldlega vaða og gerðum stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á samskiptum Íslendinga, sérstaklega fyrir bókina.“ Með rannsókninni vildi hann skoða samskipti Íslendinga á eins fjölbreyttan hátt og hann gæti. „Hvað er það sem virkar í samskiptum og hvað er það sem virkar ekki. Hvað hefur góð áhrif á okkur og hvað hefur slæm áhrif. Hvaða samskiptamynstur líkar okkur við og hvaða samskiptamynstur sjáum við í gegn um. Ég vildi einfaldlega fá eitthvað í hendurnar svo ég geti sagt fólki hvað það er sem virkar í samskiptum okkar Íslendinga og hvað ekki.“ Hvernig áhrif hefur það á okkur þegar fólk notar hvíta lygi? Hvaða áhrif hefur það þegar við byrgjum inni tilfinningar? Hvernig upplifum við slúður og baktal annarra? Hvaða áhrif hafa símar á fjölskyldulíf okkar? Hvernig finnst okkur að slíta samræður sem við festumst í? Hvað gerist þegar annað fólk sýnir hroka? Hvaða áhrif hefur það á okkur þegar aðrir láta okkur fá samviskubit? Salka/Íris Dögg Einarsdóttir Óþægileg tilfinning í samskiptum við hitt kynið Yfir 1.300 Íslendingar tóku þátt og svöruðu 216 spurningum um samskipti sín. „Spurningalisti var gerður aðgengilegur á samfélagsmiðlum og var dreift víða. Hanna María sálfræðingur aðstoðaði við gerð spurningalistans og Sigrún Helga Lund tölfræðingur aðstoðaði síðan við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöðurnar eru ótrúlega áhugaverðar og má finna á víð og dreif í bókinni. Það var í raun ótrúlega áhugavert fyrir mig sem pæli svona mikið í samskiptum að sjá hvað sumt var ótrúlega skýrt í niðurstöðunum. Fólk ætti að nýta sér þessar niðurstöður til þess að láta af slæmum siðum í samskiptum og taka upp nýja og betri siði þegar það kemur svona skýrt fram hvaða áhrif þeir hafa á fólkið í kringum okkur.“ Niðurstöðurnar gáfu til kynna ýmislegt áhugavert tengt samskiptum og einnig tengt hamingju. „Mér þótti sérstaklega áhugavert að sjá hvað það við tilheyrum mörgum hópum hefur rosalega sterk tengsl við hamingju okkar og sjálfstraust. Þannig er fólk sem tilheyrir mörgum hópum mun líklegra til þess að vera hamingjusamt en fólk sem telur sig tilheyra fáum hópum. Svo virðist því vera að eitt það besta sem við getum gert til að auka hamingju okkar og sjálfstraust sé að reyna að tilheyra fleiri hópum hvort sem það er í gegnum tómstundir, íþróttir, vini, skóla og svo framvegis.“ Pálmar hefur á síðustu árum haldið yfir 500 fyrirlestra hér á landi, þar á meðal fyrir börn. Hann var nefnilega sjálfur ekki góður í samskiptum sem barn og þekkir það vel hvað það getur verið hamlandi. „Ég var feiminn í grunnskóla og hafði mig lítið í frammi. Ég óttaðist það að tjá mig fyrir framan fólk eða að tala við ókunnuga, hlutir eins og að fara í atvinnuviðtal eða tala við hitt kynið ollu mér óþægilegri tilfinningu. Það var ekki fyrr en ég fór að prófa mig áfram í samskiptum á unglingsaldri og í rauninni æfa mig í samskiptum að ég fór að taka framförum og verða flinkari. Því fleiri múra sem mér tókst að brjóta því færri aðstæður voru það sem ollu mér óþægindum eða ótta. Líkt og í íþróttum var það í raun æfingin sem mótaði samskiptahæfileika mína eins og þeir eru í dag. Einnig hef ég átt mjög góðar fyrirmyndir í samskiptum í foreldrum mínum og ættingjum sem ég hef lært ótrúlega mikið af og mótað mín samskipti að miklu leyti.“ Algengustu mistökin sem fólk gerir í mannlegum samskiptum er að hlusta ekki nógu vel.Íris Dögg Einarsdóttir Mikilvægt að dæma sig ekki of hart Það mikilvægasta sem hann hefur sjálfur lært um samskipti er hvað við getum með ótrúlega lítilli fyrirhöfn haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur og fólkið sem við mætum í daglegu lífi. Bara með brosi og skemmtilegu ávarpi getum við vakið góða tilfinningu hjá öðru fólki „Einnig hvað samskipti eru ótrúlega smitandi. Jákvæð samskipti geta breiðst hratt út um heilan vinnustað en á sama tíma geta neikvæð samskipti einnig smitast auðveldlega. Það hvorum megin við erum við línuna getur því haft ótrúlega mikil áhrif á hópinn í heild. Einnig er mikilvægt að muna að samskipti geta einnig verið ótrúlega flókin og stundum er einfaldlega erfitt að átta sig á því hvað er rétt svar, hvað er rangt, hver væru bestu viðbrögð okkar, hvernig á að leysa úr erfiðum aðstæðum og svo framvegis. Við megum því ekki dæma okkur of hart ef okkur tekst ekki alltaf að hafa samskipti okkar upp á tíu.“ Fyrsta fyrirlesturinn hélt Pálmar út frá starfi sínu sem körfuboltaþjálfari stúlkna. „Fyrir rúmlega fjórum árum síðan var beðinn um að halda fyrirlestur á ráðstefnu ÍSÍ um aðferðir í íþróttaþjálfun barna. Þar var ég beðinn um að segja frá þeim aðferðum sem við höfum verið að beita til þess að ná svona skemmtilegum árangri í fjölgun iðkenda í körfuboltanum. Ég ætlaði aldrei að fara að halda fyrirlestra og langaði í raun ekkert að halda þennan fyrirlestur. Mér fannst það óþægileg tilhugsun og fannst bæði einfaldara og þægilegra að vera heima hjá mér að taka því bara rólega. En eftir langa umhugsun ákvað ég að slá til og í rauninni hefur þetta ekki stoppað síðan þá. Í kjölfarið á þessum fyrsta fyrirlestri var ég beðinn um að halda annan og svo þann þriðja og koll af kolli þar til við erum kominn á þann stað sem við erum á nú.“ Í dag hefur hann haldið 590 fyrirlestra fyrir um 30 þúsund einstaklinga. „Þetta fer að nálgast 10 prósent af þjóðinni og þá er bara 90 prósent eftir,“ segir Pálmar. „Ég hef haldið fyrirlestra fyrir ótrúlega fjölbreytta hópa. Allt frá grunnskólabörnum yfir til eldri borgara. Ég tala mest á vinnustöðum og hef heimsótt fjölmarga stóra og þekkta vinnustaði en svo dýrka ég einnig að hitta öðruvísi hópa eins og kvenfélög, björgunarsveitir og svo framvegis. Ég vil fyrst og fremst skapa skemmtilega stund með hópunum sem ég hitti og fá fólk til að hlæja og njóta sín með fólkinu sínu. Að sama skapi vil ég skilja eitthvað eftir mig og hvetja fólk til þess að reyna virkilega að ná því besta út úr fólkinu í kringum sig. Þetta er því góð blanda af góðum boðskap og skemmtilegri stund.“ Þurfti að komast í burtu Pálmar hefur lært ýmislegt af fyrirlestravinnunni, bæði um samskipti Íslendinga og um sjálfan sig. „Ég hef lært að Íslendingum er flestum umhugað um að koma vel fram við fólkið í kringum sig og áhugasamt um það hvernig það getur bætt samskipti sín með einföldum leiðum. Ég fæ almennt ótrúlega góðar viðtökur við mínum boðskap og verð því að segja að ég er mjög ánægður almennt með samskipti Íslendinga. Síðan hef ég lært það um sjálfan mig að mér líður eins og það sé ekkert sem ég geti ekki gert og ekkert fjall sem ég geti ekki klifið. Það að halda fyrirlestra skilar ótrúlega góðri tilfinningu og orku sem eflir sjálfstraust og gefur manni auka kraft til að takast á við eins og mér líður oft, hvað sem er.“ Skömmu eftir að Pálmar fór fyrst af stað með fyrirlestra sína um samskipti, lenti hann á vegg. Í stað þess að halda áfram í sömu hjólförum stökk hann af stað í ævintýri. Síðan þá hefur hann ferðast mikið einn á framandi slóðir. „Eftir mitt fyrsta fulla ár í fyrirlestrum var búið að vera svo bilaðslega mikið álag á mér allan veturinn að mér leið bara eins og ég þyrfti að komast burt. Ég hugsaði mig því ekki mikið um og keypti bara „one-way ticket“ til Mexíkó. Ekkert plan og ekkert Google. Keypti bara miða og var nánast samdægurs farinn út með ekkert nema þrjár fyrstu næturnar bókaðar,“ segir Pálmar um fyrstu ferðina. Mynd úr einkasafni Innbyggt í okkur „Að stíga upp á svið fyrir framan hóp af fólki og reyna að slá í gegn fylgir mikil streita og álag. Og þegar maður gerir það nokkrum sinnum á dag marga mánuði í röð þá safnast það svakalega upp. Mig vantaði einfaldlega að komast burt frá öllu álaginu og fá ferskt upphaf upp á nýtt. Og treystið mér þetta er það besta sem hægt er að gera ef maður upplifir álag og streitu. Standa upp og ganga frá öllu í nokkrar vikur og koma svo ferskur til baka. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru ekki allir í þeirri stöðu að geta staðið svona upp og farið en ef að fólk getur það, eða skipulagt aðeins í kringum það, þá er þetta það besta í heimi til að minnka álag og streitu.“ Það sem stendur upp úr eftir ævintýrin eru allt fólkið sem hann kynntist, öll sólin sem skein á hann og svo náttúran sem hann sá á hverjum stað. „Ég eyddi öllu sumrinu í Mexíkó og ákvað að gera þetta eins lengi og ég gæti eftir að ég kom heim. Sumarið eftir fór ég því til Kína í ævintýri sem var ótrúleg upplifun og þetta sumar fór ég til Grænlands þar sem ég flakkaði á milli í allt sumar. Næsta sumar fer ég svo til Afríku, líklegast Úganda eða Zimbabwe og ég get ekki beðið,“ segir Pálmar. „Það sem hefur komið mér á óvart í þessum ferðalögum mínum er að alls staðar virðist fólk eiga það sameiginlegt að vera almennilegt, gestristið og kurteist. Það virðist eins og það sé innbyggt í okkur flest að koma vel fram við hvort annað sama í hvaða heimsálfu við búum. Einnig þótti mér gaman að sjá hvað fólk er stolt af uppruna sínum hvaðan sem það kemur. Svo til dæmis í Grænlandi er ótrúlegt hvað það er mikil og fjölbreytt náttúrufegurð sem ég held að við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir. Grænland er allt allt öðruvísi en stór hluti Íslendinga virðist halda og ég vildi óska þess að allir gerðu sér að minnsta kosti eina almennilega ferð yfir til Grænlands á sínum lífstíma.“ Pálmar hefur ferðast mikið einn síðustu þrjú ár og segir að stundum sé nauðsynlegt að skipta um umhverfi til að ná tökum á streitu.Mynd úr einkasafni Hugarfarið skiptir öllu máli Þó að það sé venjulega nóg að gera hjá Pálmari við að halda fyrirlestra, er starf hans sem körfuboltaþjálfari hjá Val honum mjög mikilvægt. Í þrettán ár hefur hann þjálfað börn og unglinga og hefur vakið athygli fyrir skemmtilegar og nýstárlegar aðferðir sínar í samskiptum við iðkendur þar sem aðaláherslan er sú að öllum börnum líði vel á æfingum og upplifi að þau séu mikilvægur hluti af hópnum. „Ég elska það að geta haft góð áhrif á ungu kynslóðina. Þetta eru mikilvægustu árin þegar það er verið að móta einstaklingana og hvernig karakterar þau verða í framtíðinni. Í gegnum íþróttirnar viljum við því tileinka þeim góða siði eins og sjálfstraust, leiðtogahæfni, liðsheild, heilbrigt líferni, að passa upp á hvort annað og svo framvegis.“ Pálmar segir að það mikilvægasta við þjálfun ungra íþróttamanna og kvenna sé að vera góðar fyrirmyndir og að kveikja þeirra innri áhuga á því að leggja sig fram og taka framförum. „Rétt hugarfar ungra íþróttamanna mun síðar smita sér yfir í lífið sjálft bæði í námi, starfi og í persónulega lífinu. Þess vegna þykir mér alveg jafn mikilvægt að þjálfa andlegu hliðina og þá líkamlegu. Þjálfa samskipti jafnt á við tækni, þjálfa sjálfstraust jafnt á við líkamlegan styrk.“ Pálmar hefur haldið fyrirlestra og útbúið myndbönd um jafnrétti í íþróttum sem vakið hafa mikla athygli og jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig var myndband hans, Skjóttu eins og stelpa, sýnt með enskum texta á ráðstefnu UN Women um kynjajafnrétti í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York árið 2017 og í kjölfarið dreift á samfélagsmiðlum UN Women. Að hans mati skiptir hugarfar íþróttabarna einfaldlega öllu máli. „Það eru til ótrúlega mörg dæmi um börn sem eru rosalega hæfileikarík en ná ekki að uppfylla möguleika sína vegna þess að andlega hliðin hefur ekki verið jafn sterk.“ Pálmar segir að allir geti bætt sig í mannlegum samskiptum.Íris Dögg Einarsdóttir Láttu vaða Pálmar hefur einnig verið virkur þátttakandi í verkefni ÍSÍ og UMFÍ, Sýnum karakter, sem snýr að þjálfun andlegu hliðarinnar í íþróttum. „Þannig hefur það gerst að börn sem telja sig vera of góð leggja sig ekki jafn mikið fram og önnur börn ná þeim fljótlega í tækni og styrk. Börn sem eru líkamlega sterkari hafa lagt minni áherslu á tækni en þegar að önnur börn ná þeim að líkamlegum styrk sitja þau eftir. Skapið hefur stundum stöðvað sum börn sem eru rosalega hæfileikarík því það hleypur það mikið með þau í gönur að þau hafa slæm áhrif á liðið í heild og frammistöðu þeirra á vellinum. Í öllum þessum dæmum skiptir hugarfar gríðarlega miklu máli og með réttu hugarfari er hægt að snúa þessu öllu við. Þannig hef ég séð börn sem eru ótrúlega flink leggja sig enn meira fram frekar en að slaka á. Börn sem eiga erfitt með skapið leggja sig virkilega mikið fram við að reyna að ná stjórn á sér í hita leiksins í þeim tilgangi að hafa betri áhrif á liðið og sína eigin frammistöðu og svo framvegis.“ Sjálfur hefði hann viljað læra það fyrr í lífinu að vera ófeiminn við að sækjast eftir því sem hann langar til, að kynnast því fólki sem hann hefur langað að kynnast, og að þora að takast á við krefjandi hluti og aðstæður. Aðspurður hvað hann myndi segja við ungan Pálmar ef hann gæti kennt honum eitthvað, svarar hann: „Hugsaðu stórt og láttu vaða á þær hugmyndir sem þú færð. Það gerist ekkert hræðilegt þó að einhverjar hugmyndir klikki og heppnist ekki. Ef þig langar að gera eitthvað ákveðið láttu vaða, gerðu þitt besta og annað kemur í ljós. Ef það tekst þá er það frábært og ef það tekst ekki þá er það frábær reynsla sem mun nýtast síðar.“
Helgarviðtal Tengdar fréttir Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Hildur Jónsdóttir þjáðist í áratugi vegna verkja og vanlíðanar tengdum sjálfsónæmissjúkdómum og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hildur var orðin öryrki og nálægt því að gefast upp, en ákvað að reyna að bæta lífsgæðin með breyttu mataræði og náði þannig ótrúlegum árangri. 11. október 2020 09:03 „Auðvitað er þetta drulluþungt á sál og líkama“ Stefanía Tara Þrastardóttir og Alexander Daniel Ben Guðlaugsson eru nú í frjósemismeðferð og hafa valið að deila öllu ferlinu á samfélagsmiðlum. Hún á erfitt með að verða ófrísk og hann er transmaður og framleiðir því ekki sæði. Þau vona að þeirra reynsla geti verið fróðleg fyrir aðra, hvort sem fólk er í barneignarhugleiðingum eða ekki. 4. október 2020 09:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira
Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Hildur Jónsdóttir þjáðist í áratugi vegna verkja og vanlíðanar tengdum sjálfsónæmissjúkdómum og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hildur var orðin öryrki og nálægt því að gefast upp, en ákvað að reyna að bæta lífsgæðin með breyttu mataræði og náði þannig ótrúlegum árangri. 11. október 2020 09:03
„Auðvitað er þetta drulluþungt á sál og líkama“ Stefanía Tara Þrastardóttir og Alexander Daniel Ben Guðlaugsson eru nú í frjósemismeðferð og hafa valið að deila öllu ferlinu á samfélagsmiðlum. Hún á erfitt með að verða ófrísk og hann er transmaður og framleiðir því ekki sæði. Þau vona að þeirra reynsla geti verið fróðleg fyrir aðra, hvort sem fólk er í barneignarhugleiðingum eða ekki. 4. október 2020 09:01
„Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00