Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. Þó nokkrir aðrir hafa boðið sig fram og þar á meðal tónlistarmaðurinn Kanye West en enginn þeirra á raunhæfan möguleika á því að verða forseti. Afstaða þeirra til hinna ýmsu mála eru mjög mismunandi og er hér að neðan stiklað á stóru yfir helstu málefnin í Bandaríkjunum og heiminum í dag og hvar þeir Trump og Biden standa þegar að þeim kemur. Greinin er unnin upp úr sambærilegum greinum CBS News, Washington Post, New York Times og BBC, síðum framboða Trump og Biden og eldri fréttum Vísis. Eðli málsins samkvæmt, þar sem Trump er að berjast um að ná endurkjöri, tekur samantektin að mestu mið af því sem hann hefur gert á fjórum árum í embætti, og því sem Biden hefur sagt að hann vilji gera. Kosningarnar eru þegar hafnar víða, eins og í Ohio þar sem þessi mynd er tekin.EPA/David Maxwell Covid-19 Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið sérstaklega mikið niður á Bandaríkjunum og hafa um 230 þúsund manns dáið þar vegna Covid-19. Þá hafa um níu milljónir smitast af veirunni og fer þeim hratt fjölgandi. Í rauninni hefur fjölgun smitaðra ekki verið hraðari í Bandaríkjunum en um þessar mundir. Trump hefur frá upphafi talað niður hættuna vegna faraldursins og gert lítið úr grímunotkun og annars konar sóttvörnum. Hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð hans og ríkisstjórnar hans. Þar á meðal af Biden. Þó dró Trump Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Helstu áherslur Trump þessi misserin snúa að því að reyna að draga úr félagsforðun og alls konar takmörkunum og að flýta þróun bóluefnis. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði til að mynda í vikunni að stjórnvöld myndu ekki ná stjórn á faraldrinum. Þess í stað verði lögð áhersla á hvernig bregðast megi við smitum með lyfjum og seinna bóluefni. Hvíta húsið virtist lýsa því yfir í vikunni að Trump hefði bundið enda á faraldurinn í Bandaríkjunum, þó hann væri í raun í hæstu hæðum frá upphafi. Það að hafa bundið enda á faraldurinn var skráð sem eitt af afrekum forsetans í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Biden hefur lagt áherslu á að hann muni auka skimun verulega og bæta smitrakningu. Hann hefur sagt mikilvægt að fylgja ráðleggingum vísindamanna og að mögulega myndi hann setja á grímuskyldu ef hann verður forseti. Það færi þó eftir aðstæðum. Hann vill einnig gera Bandaríkin aftur aðila að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni og segir að það yrði eitt af hans fyrstu verkum. Loftslagsbreytingar/Umhverfismál Donald Trump hefur verið margsaga þegar kemur að loftslagsbreytingum. Aðgerðir hans hafa þó allar verið á eina leiðina. Hann hefur margsinnis lýst því yfir að hann telji loftslagsbreytingar vera gabb sem runnið sé undan rifjum Kínverja. Markmiðið sé að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna. Forsetinn hefur sömuleiðis sagt að vísindamenn viti ekki hvað þeir séu að tala um en hann hefur sömuleiðis sagst trúa því að losun mengunarefna hafi komið að hækkandi hita. Hann hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem ætlað var að vernda umhverfið og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda auk þess að hafa ýtt undir notkun jarðeldsneytis. Trump hefur gert breytingar svo fyrirtæki séu ekki sektuð fyrir að menga og fellt niður skilyrði á eldri kolaver til að draga úr losun kvikasilfurs svo eitthvað sé nefnt. Trump dró Bandaríkin einnig úr Parísarsamkomulaginu en sú ákvörðun tekur þó ekki formlega gildi fyrr en í lok ársins. Engar upplýsingar um mögulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum er að finna á síðu framboðs Trumps. Trump skrifaði nýverið undir forsetatilskipanir sem snúa að því að auka gróðursetningu trjáa, að auka fjárveitingar til þjóðgarða og stuðla að hreinsun sjávar. Joe Biden hefur lagt fram umfangsmikla áætlun sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2035. Hann hefur þar að auki lagt til að banna nýja samninga um olíu og jarðgasvinnslu á landi í eigu hins opinbera og lagt til að veita verulegum fjármunum til þróunar grænnar orku. Samkvæmt áætlun hans ættu Bandaríkin að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2050. Efnahagsmál Donald Trump hefur heitið því að skapa tíu milljónir nýrra starfa á tíu mánuðum. Það vill hann gera með því að lækka skatta, veita fyrirtækjum skattaafslætti fyrir það að flytja framleiðslustörf aftur til Bandaríkjanna og fjölga smærri fyrirtækjum. Hann hefur sömuleiðis lagt til að engir opinberir samningar verði gerðir við fyrirtæki sem hafi flutt störf til Kína. Frá því hann tók við embætti hefur Trump lækkað skatta, sem komu sér betur fyrir ríka Bandaríkjamenn en millistéttina og hækkað viðmið varðandi erfðaskatt svo mun færri þurfi yfir höfuð að greiða hann. Biden vill hækka skatta á auðuga Bandaríkjamenn og fyrirtæki og hækka lágmarkstekjur í Bandaríkjunum. Hann vill einnig fjölga störfum í Bandaríkjunum og hefur heitið því að skapa milljón störf í bílaframleiðslu. Joe Biden eftir ræðu hans í Georgíu.AP/Andrew Harnik Löggæsla í Bandaríkjunum Miklar deilur hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum um vegna löggæslu. Dauði George Floyd auk dauða Breonnu Taylor og annarra hafa leitt til mikilla mótmæla og jafnvel óeirða. Áköll eftir umbótum á löggæslu í Bandaríkjunum hafa aukist til muna. Donald Trump hefur ekki tekið undir þau áköll. Hann hefur þvertekið fyrir að kerfisbundinn rasismi sé vandamál innan löggæsluembætta Bandaríkjanna. Hann vill auka fjárveitingar til löggæsluembætta og fjölga lögregluþjónum. Hann vill veita þeim aukin völd og þyngja dóma gegn fólki sem réðst á lögregluþjóna. Trump hefur sömuleiðis fellt niður stefnu sem sett var á í forsetatíð Barack Obama og var ætlað að fækka einkareknum fangelsum í Bandaríkjunum. Biden hefur dregið lappirnar í að taka undir áköll um mjög umfangsmiklar breytingar á löggæsluembættum en hefur þó lagt til breytingar á löggæslu í Bandaríkjunum og þá sérstaklega sem snúa að kerfisbundnum rasisma. Hann hefur lagt til að styrkir verði veittir til ríkja sem fækki fólki í fangelsum og að dauðarefsing verði felld niður. Hann vill sömuleiðis binda enda á einangrunarvistun fanga og draga úr lágmarksrefsingum í alríkisglæpum. Þá vill Biden afglæpavæða neyslu maríjúana og afmá slík brot af sakaskrám fólks. Hann vill sömuleiðis að fólk sem hlýtur dóm sé fyrir fíkniefnaneyslu sé ekki sent í fangelsi heldur í meðferð. Biden vill þar að auki leggja niður einkarekin fangelsi á alríkisstiginu og hvetja ríki til að gera slíkt hið sama. Þá vill hann gera umbætur á því hvernig réttað er yfir ungmennum í Bandaríkjunum. Utanríkisstefna Frá því Trump tók við embætti í janúar 2017 hefur hann verið mjög gagnrýninn á hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna, eins og þá í Atlantshafsbandalaginu. Hann hefur krafist þess að aðildarríki verji meira til varnarmála og sakað þessar þjóðir um að ræna Bandaríkin í gegnum fríverslunarsamninga. Hann hefur sömuleiðis slitið Bandaríkin frá alþjóðasáttmálum og stofnunum. Trump vill fækka bandarískum hermönnum verulega á erlendri grundu en þrátt fyrir það hefur hermönnum Bandaríkjanna í Afganistan, Írak og Sýrlandi einungis fækkað lítillega. Aðgerðum eins og drónaárásum hefur fjölgað. Þá hefur Trump gengið hart fram gegn Kína að undanförnu og meðal annars beitt tollum gegn ríkinu. Trump nýtur mikillar hylli meðal stuðningsmanna sinna.EPA/Peter Foley Biden hefur heitið því að laga samband Bandaríkjanna og bandaríkja þeirra. Hann segist einnig vilja gera Bandaríkin aftur aðila að mörgu samkomulagi sem Trump hefur slitið Bandaríkin frá. Þar á meðal má nefna Parísarsamkomulagið og samninginn um kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Hann hefur gefið í skyn að hann muni starfa með Kína en hefur þó gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir aðgerðir þeirra gegn Úígúrum og aðgerðir þeirra í Hong Kong. Þá hefur hann sagst vilja sameina bandamenn Bandaríkjanna í því að fá Kínverja til að fylgja alþjóðareglum. Málefni innflytjenda Innflytjendastefna ríkisstjórnar Donalds Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum árum. Hann hefur viljað byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og látið ráða þúsundir landamæravarða. Þá greip hann til þess ráðs að ákæra alla þá sem ferðuðust ólöglega til Bandaríkjanna. Það leiddi til þess að börn voru tekin frá foreldrum þeirra og geymd í búrum. Af þeim er ekki enn búið að finna foreldra 545 barna. Mörgum þeirra hefur þegar verið vísað frá Bandaríkjunum. Trump sagði í fyrra að þessi stefna hefði ekki verið mistök og í kappræðum nýverið sagði hann að það hefði farið mjög vel um börnin í búrunum. Auk þess að hafa gengið hart fram gegn ólöglegum innflytjendum hefur ríkisstjórn Trump einnig dregið verulega úr fjölda löglegra innflytjenda. Nýverið var til að mynda tilkynnt að Bandaríkin myndu taka við fimmtán þúsund flóttamönnum á næsta ári. Sá fjöldi hefur aldrei verið minni. Trump hefur sömuleiðis gert tilraunir til að fella niður þá vernd sem börn ólöglegra innflytjenda hafa fengið. Þetta kallast Deferred Action for Childhood Arrivals eða DACA. Biden hefur lýst innflytjendastefnu Trump sem „illri“ og sagt að hann muni bjarga DACA, stöðva brottvísun innflytjenda í hundrað daga, setja á óháð eftirlit með landamæravörðum, hætta að byggja múr, veita þjóðum Mið-Ameríku aðstoð og jafnvel auðvelda innflytjendum að setjast að í Bandaríkjunum. Skotvopn Skotárásir eru einstaklega algengar í Bandaríkjunum og hafa áköll eftir umbótum á reglum í kringum skotvopnaeign orðið háværari á undanförnum árum. Kannanir sýna að meirihluti Bandaríkjamanna eru hlynntir því að gera breytingar þar á. Donald Trump hefur sagst hlynntur því Bandaríkjamenn megi eiga þau vopn sem þeir vilji og það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Hann hefur sagt að ekki eigi að banna svokallaða árásarriffla og að ekki eigi að gera slíkar byssur upptækar. Trump hefur sagt að hann styðji að Bandaríkjamönnum verði gert að skrá allar byssur sínar en dró það til baka. Hann hefur gert það sama varðandi ítarlegri bakgrunnsskoðanir við byssukaup. Gefið í skyn að hann myndi styðja slíkt en hætt svo við. Þá felldi hann úr gildi reglu um að geðræn vandamál ættu að koma fram í bakgrunnsskoðunum vegna byssukaupa. Trump hefur einnig staðið í vegi reglubreytinga um að bakgrunnsskoðanir verði framkvæmdar í svokölluðum einkasölum skotvopna og sömuleiðis kom hann í veg fyrir að frumvarp sem ætlað var að veita yfirvöldum lengri tíma til bakgrunnsskoðanna yrði að lögum. Donald Trump með stuðningsmönnum sínum í Tampa í Flórída.EPA/Peter Foley Hann takmarkaði sömuleiðis það hverjir væru skilgreindir sem á flótta undan lögum svo færri gætu ekki keypt byssur vegna þeirrar skilgreiningar. Þá bannaði Trump svokölluð Bump-stocks í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas árið 2017. Slík byssuskefti gera eigendum árásarriffla mögulegt að skjóta mjög hratt úr þeim. Forsetinn hefur lagt til að kennarar verði vopnaðir í skólum og þeir eigi að verjast skotárásum. Joe Biden hefur aftur á móti lagt til að banna sölu árásarriffla og stórra magasína. Ríkið kaupi slík vopn af þeim sem vilja en taki ekki vopnin af þeim sem vilji halda þeim. Hann hefur sömuleiðis lagt til að bakgrunnsskoðanir fari fram við nánast öll skotvopnakaup og að sala vopna og skotfæra á netinu verði stöðvuð. Biden hefur einnig lagt til að ríki breyti lögum á þann veg að löggæsluembætti geti tekið skotvopn tímabundið af einstaklingum sem taldir eru vera ógn gegn sjálfum sér og öðrum. Hann hefur einnig lagt til að ríkjum verði meinað að nota fé frá alríkinu til að vopna og þjálfa kennara í því að bregðast við skotárásum í skólum. Þá hefur hann lagt til að stofna sérstakan sjóð sem nota eigi til að sporna gegn morðum í þeim tuttugu borgum Bandaríkjanna þar sem morðtíðnin er hæst. Heilbrigðismál Donald Trump og Repúblikanar hafa lengi reynt að fella núverandi heilbrigðislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali kallast Obamacare, úr gildi. Þegar er búið að fella margar hliðar löggjafarinnar úr gildi en ekki allar og mun Hæstiréttur Bandaríkjanna taka mál þar að lútandi fyrir á næstunni. Forsetinn hefur verið margsaga varðandi það hvað tæki við. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hann sé tilbúinn með áætlun en aldrei sýnt hana eða sýnt fram á tilvist hennar. Hann hefur sömuleiðis margsinnis sagt að hún yrði opinberuð fljótt, en það hefur aldrei gerst. Hann hefur sagt að hann styðji ekki að hið opinbera komi að sjúkratryggingum í Bandaríkjunum. Trump hefur einnig sagst vilja varðveita sjúkratryggingar fólks með undirliggjandi sjúkdóma en á sama tíma er ríkisstjórn hans að reyna að fella slík ákvæði úr lögum fyrir dómstólum. Það sem Trump segist vilja gera er að lækka lyfjaverð, lækka kostnað sjúkratrygginga, verja alla með undirliggjandi sjúkdóma, verja sjúkratryggingar eldri borgara og að bæta heilbrigðisþjónustu uppgjafahermanna. Margt af því sem hann hefur gert er hins vegar í þversögn við þessar áherslur. Þar á meðal er það að hann hafur lagt til að dregið verði úr opinberum fjárveitingum til sjúkratrygginga eldri borgara og barna. Hann hefur þó gripið til aðgerða til að draga úr lyfjaverði, meðal annars með því að flytja inn ódýrari lyf erlendis frá. Þar að auki lýsti hann yfir neyðarástandi vegna ópíóíðafaraldursins í Bandaríkjunum og stofnaði starfshóp til að bæta ástandið. Stuðningsmenn Biden hlusta á ræðu hans í Atlanta.AP/Andrew Harnik Joe Biden hefur lagt til sjúkratryggingakerfi sem hann kallar Bidencare og byggir á Obamacare. Þar er um að ræða kerfi sem myndi veita almenningi aðgang að sjúkratryggingum á vegum hins opinbera. Að aldur þeirra sem geti nýtt sér sjúkratryggingar eldri borgara verði lækkaður úr 65 í 60. Hann vill sömuleiðis að fólki verði leyft að kaupa lyfseðilsskyld lyf erlendis frá og að stofnuð verði sérstök nefnd sem eigi að ákveða verð nýrra lyfja sem eru ekki í samkeppni við önnur lyf. Þá vill hann refsa fyrirtækjum sem hækka lyfjaverð umfram verðbólgu. Biden vill einnig auka fjárveitingar til heilsugæslustöðva. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. Þó nokkrir aðrir hafa boðið sig fram og þar á meðal tónlistarmaðurinn Kanye West en enginn þeirra á raunhæfan möguleika á því að verða forseti. Afstaða þeirra til hinna ýmsu mála eru mjög mismunandi og er hér að neðan stiklað á stóru yfir helstu málefnin í Bandaríkjunum og heiminum í dag og hvar þeir Trump og Biden standa þegar að þeim kemur. Greinin er unnin upp úr sambærilegum greinum CBS News, Washington Post, New York Times og BBC, síðum framboða Trump og Biden og eldri fréttum Vísis. Eðli málsins samkvæmt, þar sem Trump er að berjast um að ná endurkjöri, tekur samantektin að mestu mið af því sem hann hefur gert á fjórum árum í embætti, og því sem Biden hefur sagt að hann vilji gera. Kosningarnar eru þegar hafnar víða, eins og í Ohio þar sem þessi mynd er tekin.EPA/David Maxwell Covid-19 Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið sérstaklega mikið niður á Bandaríkjunum og hafa um 230 þúsund manns dáið þar vegna Covid-19. Þá hafa um níu milljónir smitast af veirunni og fer þeim hratt fjölgandi. Í rauninni hefur fjölgun smitaðra ekki verið hraðari í Bandaríkjunum en um þessar mundir. Trump hefur frá upphafi talað niður hættuna vegna faraldursins og gert lítið úr grímunotkun og annars konar sóttvörnum. Hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð hans og ríkisstjórnar hans. Þar á meðal af Biden. Þó dró Trump Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Helstu áherslur Trump þessi misserin snúa að því að reyna að draga úr félagsforðun og alls konar takmörkunum og að flýta þróun bóluefnis. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði til að mynda í vikunni að stjórnvöld myndu ekki ná stjórn á faraldrinum. Þess í stað verði lögð áhersla á hvernig bregðast megi við smitum með lyfjum og seinna bóluefni. Hvíta húsið virtist lýsa því yfir í vikunni að Trump hefði bundið enda á faraldurinn í Bandaríkjunum, þó hann væri í raun í hæstu hæðum frá upphafi. Það að hafa bundið enda á faraldurinn var skráð sem eitt af afrekum forsetans í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Biden hefur lagt áherslu á að hann muni auka skimun verulega og bæta smitrakningu. Hann hefur sagt mikilvægt að fylgja ráðleggingum vísindamanna og að mögulega myndi hann setja á grímuskyldu ef hann verður forseti. Það færi þó eftir aðstæðum. Hann vill einnig gera Bandaríkin aftur aðila að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni og segir að það yrði eitt af hans fyrstu verkum. Loftslagsbreytingar/Umhverfismál Donald Trump hefur verið margsaga þegar kemur að loftslagsbreytingum. Aðgerðir hans hafa þó allar verið á eina leiðina. Hann hefur margsinnis lýst því yfir að hann telji loftslagsbreytingar vera gabb sem runnið sé undan rifjum Kínverja. Markmiðið sé að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna. Forsetinn hefur sömuleiðis sagt að vísindamenn viti ekki hvað þeir séu að tala um en hann hefur sömuleiðis sagst trúa því að losun mengunarefna hafi komið að hækkandi hita. Hann hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem ætlað var að vernda umhverfið og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda auk þess að hafa ýtt undir notkun jarðeldsneytis. Trump hefur gert breytingar svo fyrirtæki séu ekki sektuð fyrir að menga og fellt niður skilyrði á eldri kolaver til að draga úr losun kvikasilfurs svo eitthvað sé nefnt. Trump dró Bandaríkin einnig úr Parísarsamkomulaginu en sú ákvörðun tekur þó ekki formlega gildi fyrr en í lok ársins. Engar upplýsingar um mögulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum er að finna á síðu framboðs Trumps. Trump skrifaði nýverið undir forsetatilskipanir sem snúa að því að auka gróðursetningu trjáa, að auka fjárveitingar til þjóðgarða og stuðla að hreinsun sjávar. Joe Biden hefur lagt fram umfangsmikla áætlun sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2035. Hann hefur þar að auki lagt til að banna nýja samninga um olíu og jarðgasvinnslu á landi í eigu hins opinbera og lagt til að veita verulegum fjármunum til þróunar grænnar orku. Samkvæmt áætlun hans ættu Bandaríkin að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2050. Efnahagsmál Donald Trump hefur heitið því að skapa tíu milljónir nýrra starfa á tíu mánuðum. Það vill hann gera með því að lækka skatta, veita fyrirtækjum skattaafslætti fyrir það að flytja framleiðslustörf aftur til Bandaríkjanna og fjölga smærri fyrirtækjum. Hann hefur sömuleiðis lagt til að engir opinberir samningar verði gerðir við fyrirtæki sem hafi flutt störf til Kína. Frá því hann tók við embætti hefur Trump lækkað skatta, sem komu sér betur fyrir ríka Bandaríkjamenn en millistéttina og hækkað viðmið varðandi erfðaskatt svo mun færri þurfi yfir höfuð að greiða hann. Biden vill hækka skatta á auðuga Bandaríkjamenn og fyrirtæki og hækka lágmarkstekjur í Bandaríkjunum. Hann vill einnig fjölga störfum í Bandaríkjunum og hefur heitið því að skapa milljón störf í bílaframleiðslu. Joe Biden eftir ræðu hans í Georgíu.AP/Andrew Harnik Löggæsla í Bandaríkjunum Miklar deilur hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum um vegna löggæslu. Dauði George Floyd auk dauða Breonnu Taylor og annarra hafa leitt til mikilla mótmæla og jafnvel óeirða. Áköll eftir umbótum á löggæslu í Bandaríkjunum hafa aukist til muna. Donald Trump hefur ekki tekið undir þau áköll. Hann hefur þvertekið fyrir að kerfisbundinn rasismi sé vandamál innan löggæsluembætta Bandaríkjanna. Hann vill auka fjárveitingar til löggæsluembætta og fjölga lögregluþjónum. Hann vill veita þeim aukin völd og þyngja dóma gegn fólki sem réðst á lögregluþjóna. Trump hefur sömuleiðis fellt niður stefnu sem sett var á í forsetatíð Barack Obama og var ætlað að fækka einkareknum fangelsum í Bandaríkjunum. Biden hefur dregið lappirnar í að taka undir áköll um mjög umfangsmiklar breytingar á löggæsluembættum en hefur þó lagt til breytingar á löggæslu í Bandaríkjunum og þá sérstaklega sem snúa að kerfisbundnum rasisma. Hann hefur lagt til að styrkir verði veittir til ríkja sem fækki fólki í fangelsum og að dauðarefsing verði felld niður. Hann vill sömuleiðis binda enda á einangrunarvistun fanga og draga úr lágmarksrefsingum í alríkisglæpum. Þá vill Biden afglæpavæða neyslu maríjúana og afmá slík brot af sakaskrám fólks. Hann vill sömuleiðis að fólk sem hlýtur dóm sé fyrir fíkniefnaneyslu sé ekki sent í fangelsi heldur í meðferð. Biden vill þar að auki leggja niður einkarekin fangelsi á alríkisstiginu og hvetja ríki til að gera slíkt hið sama. Þá vill hann gera umbætur á því hvernig réttað er yfir ungmennum í Bandaríkjunum. Utanríkisstefna Frá því Trump tók við embætti í janúar 2017 hefur hann verið mjög gagnrýninn á hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna, eins og þá í Atlantshafsbandalaginu. Hann hefur krafist þess að aðildarríki verji meira til varnarmála og sakað þessar þjóðir um að ræna Bandaríkin í gegnum fríverslunarsamninga. Hann hefur sömuleiðis slitið Bandaríkin frá alþjóðasáttmálum og stofnunum. Trump vill fækka bandarískum hermönnum verulega á erlendri grundu en þrátt fyrir það hefur hermönnum Bandaríkjanna í Afganistan, Írak og Sýrlandi einungis fækkað lítillega. Aðgerðum eins og drónaárásum hefur fjölgað. Þá hefur Trump gengið hart fram gegn Kína að undanförnu og meðal annars beitt tollum gegn ríkinu. Trump nýtur mikillar hylli meðal stuðningsmanna sinna.EPA/Peter Foley Biden hefur heitið því að laga samband Bandaríkjanna og bandaríkja þeirra. Hann segist einnig vilja gera Bandaríkin aftur aðila að mörgu samkomulagi sem Trump hefur slitið Bandaríkin frá. Þar á meðal má nefna Parísarsamkomulagið og samninginn um kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Hann hefur gefið í skyn að hann muni starfa með Kína en hefur þó gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir aðgerðir þeirra gegn Úígúrum og aðgerðir þeirra í Hong Kong. Þá hefur hann sagst vilja sameina bandamenn Bandaríkjanna í því að fá Kínverja til að fylgja alþjóðareglum. Málefni innflytjenda Innflytjendastefna ríkisstjórnar Donalds Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum árum. Hann hefur viljað byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og látið ráða þúsundir landamæravarða. Þá greip hann til þess ráðs að ákæra alla þá sem ferðuðust ólöglega til Bandaríkjanna. Það leiddi til þess að börn voru tekin frá foreldrum þeirra og geymd í búrum. Af þeim er ekki enn búið að finna foreldra 545 barna. Mörgum þeirra hefur þegar verið vísað frá Bandaríkjunum. Trump sagði í fyrra að þessi stefna hefði ekki verið mistök og í kappræðum nýverið sagði hann að það hefði farið mjög vel um börnin í búrunum. Auk þess að hafa gengið hart fram gegn ólöglegum innflytjendum hefur ríkisstjórn Trump einnig dregið verulega úr fjölda löglegra innflytjenda. Nýverið var til að mynda tilkynnt að Bandaríkin myndu taka við fimmtán þúsund flóttamönnum á næsta ári. Sá fjöldi hefur aldrei verið minni. Trump hefur sömuleiðis gert tilraunir til að fella niður þá vernd sem börn ólöglegra innflytjenda hafa fengið. Þetta kallast Deferred Action for Childhood Arrivals eða DACA. Biden hefur lýst innflytjendastefnu Trump sem „illri“ og sagt að hann muni bjarga DACA, stöðva brottvísun innflytjenda í hundrað daga, setja á óháð eftirlit með landamæravörðum, hætta að byggja múr, veita þjóðum Mið-Ameríku aðstoð og jafnvel auðvelda innflytjendum að setjast að í Bandaríkjunum. Skotvopn Skotárásir eru einstaklega algengar í Bandaríkjunum og hafa áköll eftir umbótum á reglum í kringum skotvopnaeign orðið háværari á undanförnum árum. Kannanir sýna að meirihluti Bandaríkjamanna eru hlynntir því að gera breytingar þar á. Donald Trump hefur sagst hlynntur því Bandaríkjamenn megi eiga þau vopn sem þeir vilji og það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Hann hefur sagt að ekki eigi að banna svokallaða árásarriffla og að ekki eigi að gera slíkar byssur upptækar. Trump hefur sagt að hann styðji að Bandaríkjamönnum verði gert að skrá allar byssur sínar en dró það til baka. Hann hefur gert það sama varðandi ítarlegri bakgrunnsskoðanir við byssukaup. Gefið í skyn að hann myndi styðja slíkt en hætt svo við. Þá felldi hann úr gildi reglu um að geðræn vandamál ættu að koma fram í bakgrunnsskoðunum vegna byssukaupa. Trump hefur einnig staðið í vegi reglubreytinga um að bakgrunnsskoðanir verði framkvæmdar í svokölluðum einkasölum skotvopna og sömuleiðis kom hann í veg fyrir að frumvarp sem ætlað var að veita yfirvöldum lengri tíma til bakgrunnsskoðanna yrði að lögum. Donald Trump með stuðningsmönnum sínum í Tampa í Flórída.EPA/Peter Foley Hann takmarkaði sömuleiðis það hverjir væru skilgreindir sem á flótta undan lögum svo færri gætu ekki keypt byssur vegna þeirrar skilgreiningar. Þá bannaði Trump svokölluð Bump-stocks í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas árið 2017. Slík byssuskefti gera eigendum árásarriffla mögulegt að skjóta mjög hratt úr þeim. Forsetinn hefur lagt til að kennarar verði vopnaðir í skólum og þeir eigi að verjast skotárásum. Joe Biden hefur aftur á móti lagt til að banna sölu árásarriffla og stórra magasína. Ríkið kaupi slík vopn af þeim sem vilja en taki ekki vopnin af þeim sem vilji halda þeim. Hann hefur sömuleiðis lagt til að bakgrunnsskoðanir fari fram við nánast öll skotvopnakaup og að sala vopna og skotfæra á netinu verði stöðvuð. Biden hefur einnig lagt til að ríki breyti lögum á þann veg að löggæsluembætti geti tekið skotvopn tímabundið af einstaklingum sem taldir eru vera ógn gegn sjálfum sér og öðrum. Hann hefur einnig lagt til að ríkjum verði meinað að nota fé frá alríkinu til að vopna og þjálfa kennara í því að bregðast við skotárásum í skólum. Þá hefur hann lagt til að stofna sérstakan sjóð sem nota eigi til að sporna gegn morðum í þeim tuttugu borgum Bandaríkjanna þar sem morðtíðnin er hæst. Heilbrigðismál Donald Trump og Repúblikanar hafa lengi reynt að fella núverandi heilbrigðislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali kallast Obamacare, úr gildi. Þegar er búið að fella margar hliðar löggjafarinnar úr gildi en ekki allar og mun Hæstiréttur Bandaríkjanna taka mál þar að lútandi fyrir á næstunni. Forsetinn hefur verið margsaga varðandi það hvað tæki við. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hann sé tilbúinn með áætlun en aldrei sýnt hana eða sýnt fram á tilvist hennar. Hann hefur sömuleiðis margsinnis sagt að hún yrði opinberuð fljótt, en það hefur aldrei gerst. Hann hefur sagt að hann styðji ekki að hið opinbera komi að sjúkratryggingum í Bandaríkjunum. Trump hefur einnig sagst vilja varðveita sjúkratryggingar fólks með undirliggjandi sjúkdóma en á sama tíma er ríkisstjórn hans að reyna að fella slík ákvæði úr lögum fyrir dómstólum. Það sem Trump segist vilja gera er að lækka lyfjaverð, lækka kostnað sjúkratrygginga, verja alla með undirliggjandi sjúkdóma, verja sjúkratryggingar eldri borgara og að bæta heilbrigðisþjónustu uppgjafahermanna. Margt af því sem hann hefur gert er hins vegar í þversögn við þessar áherslur. Þar á meðal er það að hann hafur lagt til að dregið verði úr opinberum fjárveitingum til sjúkratrygginga eldri borgara og barna. Hann hefur þó gripið til aðgerða til að draga úr lyfjaverði, meðal annars með því að flytja inn ódýrari lyf erlendis frá. Þar að auki lýsti hann yfir neyðarástandi vegna ópíóíðafaraldursins í Bandaríkjunum og stofnaði starfshóp til að bæta ástandið. Stuðningsmenn Biden hlusta á ræðu hans í Atlanta.AP/Andrew Harnik Joe Biden hefur lagt til sjúkratryggingakerfi sem hann kallar Bidencare og byggir á Obamacare. Þar er um að ræða kerfi sem myndi veita almenningi aðgang að sjúkratryggingum á vegum hins opinbera. Að aldur þeirra sem geti nýtt sér sjúkratryggingar eldri borgara verði lækkaður úr 65 í 60. Hann vill sömuleiðis að fólki verði leyft að kaupa lyfseðilsskyld lyf erlendis frá og að stofnuð verði sérstök nefnd sem eigi að ákveða verð nýrra lyfja sem eru ekki í samkeppni við önnur lyf. Þá vill hann refsa fyrirtækjum sem hækka lyfjaverð umfram verðbólgu. Biden vill einnig auka fjárveitingar til heilsugæslustöðva.