Kristín Sesselja gefur út nýja plötu um ástarsorg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2020 20:01 Kristín Sesselja er aðeins tvítug en sendi í dag frá sér sína aðra plötu. Aðsend mynd Söngkonan Kristín Sesselja sendi í dag frá sér plötuna Breakup Blues og er hún sjálf höfundur allra laga og texta. Hinn efnilegi Baldvin Hlynsson útsetti öll lögin á plötunni nema tvö sem þau útsettu saman. Kristín Sesselja er tvítug söngkona og lagahöfundur og hefur samið eigin lög og persónulega lagatexta frá 12 ára aldri. „Við erum búin að vera vinna saman í rúmt ár að þessu verkefni en við höfum verið að vinna það á milli þriggja landa,“ segir Kristín Sesselja í samtali við Vísi. Hún var búsett í Noregi síðustu tvö ár og er nýkomin heim en Baldvin er búsettur í Svíþjóð þar sem hann stundar nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Baldvin er pródúsent, lagahöfundur og jazz píanóleikari en Auður, Sturla Atlas, Unnsteinn og Clubdub eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem hann hefur einnig starfað með. Baldvin Snær HlynssonAðsend mynd „Baldvin sagði mér að senda einhver lög á hann ef ég vildi vinna saman og ég sendi einmitt fyrst lagið Please don’t kiss me with your eyes open á hann sem er eitt af lögunum á plötunni. Það breyttist reyndar mikið en það var allaveganna lagið sem “startaði” okkar vinnusambandi.“ Persónulegir textar Kristín Sesselja og Baldvin kynntust á LungA á síðasta ári, þar sem þau voru bæði í lagasmíðasmiðju að læra að útsetja á Ableton. Breakup Blues er önnur EP plata Kristínar Sesselju og fjallar um allar þær mismunandi tilfinningar sem koma upp í ástarsorg. „Hún er persónuleg og poppuð. Hún segir í raun sögu frá byrjun sambands sem endar svo mjög illa en platan endar á því að finna hamingjuna á ný og að kunna að meta það góða fólk í kringum sig. Lögin eru mismunandi en oft eru það þungir textar blandaðir með léttum laglínum og útsetningum. Ég skrifa öll lögin mín frá persónulegri reynslu þannig það er oftast ástin, vináttan, ástarsorg og allskonar aðrar tilfinningar sem ég geng í gegnum sem ég skrifa svo lögin um. Oftast koma laglínurnar og textinn á sama tíma en ég veit ekki alltaf hvaðan laglínurnar koma. Stundum hugsa ég að þær búi innra með mér og þegar ég fer út að labba eða ég er að keyra eða að fara að sofa þá koma þær fram. Ég pæli ekki mikið í þeim, þær koma bara eiginlega út með textanum.“ Kristín Sesselja skrifaði nýlega undir samning við AWAL um dreifingu á plötunni en fyrirtækið sér meðal annars um dreifingu á tónlist fyrir listamenn eins og Die Antwood, Tom Yhorke og Finneas. „Það skiptir mig miklu máli og var rosa kúl þegar það kom til. Við erum í mjög góðum félagsskap þarna þannig það er ekki slæmt heldur.“ Skjáskot úr myndbandinu við lagið FuckboysYoutube Erfitt að kveðja Noreg Mikið af plötunni vann Kristín Sesselja í heimavistarskóla í Noregi. „Það var rosalega mikið tækifæri að fara á fullum styrk á vegum menntamálaráðuneytisins í alþjóðlegan heimavistaskóla. Það var IB nám sem er alþjóðlegt stúdents próf sem er frekar erfitt og mikil vinna. Námið var því mjög krefjandi en skemmtilegt. Reynslan mín í skólanum var rosalega þroskandi og mótaði mig mikið sem manneskju, einnig skrifaði ég mikið af tónlist úti. Ég kynntist bestu vinum mínum úti og er ótrúlega heppin með þau en það er erfitt þar sem þau búa öll í sitthvoru landinu. Sérstaklega út af Covid þá get ég ekki heimsótt þau neitt.“ Vegna heimsfaraldursins var skólaslitunum flýtt og þurftu nemendur því að snúa aftur heim með skömmum fyrirvara. Söngkonan er því flutt aftur heim til Íslands. „Ég útskrifaðist snögglega og með stuttum fyrirvara og þurfti þess vegna að flytja heim fyrr en ég vildi. Það tók langan tíma að komast í sátt við það og að syrgja að þetta tímabil í mínu lífi væri búið en núna er ég á mjög góðum stað. Það er auðvitað erfitt að að komast ekki mikið, geta ekki haldið útgáfu tónleika eða neitt svoleiðis en maður lifir og lærir af þessu og svo verður þetta vonandi búið bráðum.“ Jarðskjálftar og rómantík Nokkur lög af plötunni eru þegar komin í spilun og hefur tónlistarmyndbandið fyrir lagið FUCKBOYS einnig vakið mikla athygli. Lagið má finna á nýju plötunni en það var Erlendur Sveinsson em leikstýrði myndbandinu. Myndbandið við FUCKBOYS má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Á plötunni má meðal annars finna nýtt lag sem kallast Earthquake, sem hún segir að fjalli um hið „fullkomna“ ástarsamband. „Textinn talar um að fá rósir, París, að hitta fjölskyldunna og fleiri vitnanir í rómantískar bandarískar bíómyndir, sem sagt standardinn fyrir hinu fullkomna sambandi. Þegar ég samdi lagið Earthquake var ég í ástarsorg að skrifa um hvernig ég vildi að sambandið hefði endað. Það er því súrsætt fyrir mig að hlusta á þetta rómantíska lag þegar ég hugsa um hvað ég var að ganga í gegnum en ég er ótrúlega hrifin af laginu í heild og mjög stolt af því. Ég er líka hrifin af titlinum því hann tjáir þessa tvöföldu meiningu, jarðskjálfti hristir líf manns en það eru líka náttúruhamfarir og geta haft mjög slæm áhrif. Ég held að alheimurinn hafi verið að senda mér skilaboð um daginn þegar skjálftinn kom,“ segir Kristín Sesselja og hlær. Hægt er að hlusta á plötuna Breakup Blues á Spotify. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan Kristín Sesselja sendi í dag frá sér plötuna Breakup Blues og er hún sjálf höfundur allra laga og texta. Hinn efnilegi Baldvin Hlynsson útsetti öll lögin á plötunni nema tvö sem þau útsettu saman. Kristín Sesselja er tvítug söngkona og lagahöfundur og hefur samið eigin lög og persónulega lagatexta frá 12 ára aldri. „Við erum búin að vera vinna saman í rúmt ár að þessu verkefni en við höfum verið að vinna það á milli þriggja landa,“ segir Kristín Sesselja í samtali við Vísi. Hún var búsett í Noregi síðustu tvö ár og er nýkomin heim en Baldvin er búsettur í Svíþjóð þar sem hann stundar nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Baldvin er pródúsent, lagahöfundur og jazz píanóleikari en Auður, Sturla Atlas, Unnsteinn og Clubdub eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem hann hefur einnig starfað með. Baldvin Snær HlynssonAðsend mynd „Baldvin sagði mér að senda einhver lög á hann ef ég vildi vinna saman og ég sendi einmitt fyrst lagið Please don’t kiss me with your eyes open á hann sem er eitt af lögunum á plötunni. Það breyttist reyndar mikið en það var allaveganna lagið sem “startaði” okkar vinnusambandi.“ Persónulegir textar Kristín Sesselja og Baldvin kynntust á LungA á síðasta ári, þar sem þau voru bæði í lagasmíðasmiðju að læra að útsetja á Ableton. Breakup Blues er önnur EP plata Kristínar Sesselju og fjallar um allar þær mismunandi tilfinningar sem koma upp í ástarsorg. „Hún er persónuleg og poppuð. Hún segir í raun sögu frá byrjun sambands sem endar svo mjög illa en platan endar á því að finna hamingjuna á ný og að kunna að meta það góða fólk í kringum sig. Lögin eru mismunandi en oft eru það þungir textar blandaðir með léttum laglínum og útsetningum. Ég skrifa öll lögin mín frá persónulegri reynslu þannig það er oftast ástin, vináttan, ástarsorg og allskonar aðrar tilfinningar sem ég geng í gegnum sem ég skrifa svo lögin um. Oftast koma laglínurnar og textinn á sama tíma en ég veit ekki alltaf hvaðan laglínurnar koma. Stundum hugsa ég að þær búi innra með mér og þegar ég fer út að labba eða ég er að keyra eða að fara að sofa þá koma þær fram. Ég pæli ekki mikið í þeim, þær koma bara eiginlega út með textanum.“ Kristín Sesselja skrifaði nýlega undir samning við AWAL um dreifingu á plötunni en fyrirtækið sér meðal annars um dreifingu á tónlist fyrir listamenn eins og Die Antwood, Tom Yhorke og Finneas. „Það skiptir mig miklu máli og var rosa kúl þegar það kom til. Við erum í mjög góðum félagsskap þarna þannig það er ekki slæmt heldur.“ Skjáskot úr myndbandinu við lagið FuckboysYoutube Erfitt að kveðja Noreg Mikið af plötunni vann Kristín Sesselja í heimavistarskóla í Noregi. „Það var rosalega mikið tækifæri að fara á fullum styrk á vegum menntamálaráðuneytisins í alþjóðlegan heimavistaskóla. Það var IB nám sem er alþjóðlegt stúdents próf sem er frekar erfitt og mikil vinna. Námið var því mjög krefjandi en skemmtilegt. Reynslan mín í skólanum var rosalega þroskandi og mótaði mig mikið sem manneskju, einnig skrifaði ég mikið af tónlist úti. Ég kynntist bestu vinum mínum úti og er ótrúlega heppin með þau en það er erfitt þar sem þau búa öll í sitthvoru landinu. Sérstaklega út af Covid þá get ég ekki heimsótt þau neitt.“ Vegna heimsfaraldursins var skólaslitunum flýtt og þurftu nemendur því að snúa aftur heim með skömmum fyrirvara. Söngkonan er því flutt aftur heim til Íslands. „Ég útskrifaðist snögglega og með stuttum fyrirvara og þurfti þess vegna að flytja heim fyrr en ég vildi. Það tók langan tíma að komast í sátt við það og að syrgja að þetta tímabil í mínu lífi væri búið en núna er ég á mjög góðum stað. Það er auðvitað erfitt að að komast ekki mikið, geta ekki haldið útgáfu tónleika eða neitt svoleiðis en maður lifir og lærir af þessu og svo verður þetta vonandi búið bráðum.“ Jarðskjálftar og rómantík Nokkur lög af plötunni eru þegar komin í spilun og hefur tónlistarmyndbandið fyrir lagið FUCKBOYS einnig vakið mikla athygli. Lagið má finna á nýju plötunni en það var Erlendur Sveinsson em leikstýrði myndbandinu. Myndbandið við FUCKBOYS má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Á plötunni má meðal annars finna nýtt lag sem kallast Earthquake, sem hún segir að fjalli um hið „fullkomna“ ástarsamband. „Textinn talar um að fá rósir, París, að hitta fjölskyldunna og fleiri vitnanir í rómantískar bandarískar bíómyndir, sem sagt standardinn fyrir hinu fullkomna sambandi. Þegar ég samdi lagið Earthquake var ég í ástarsorg að skrifa um hvernig ég vildi að sambandið hefði endað. Það er því súrsætt fyrir mig að hlusta á þetta rómantíska lag þegar ég hugsa um hvað ég var að ganga í gegnum en ég er ótrúlega hrifin af laginu í heild og mjög stolt af því. Ég er líka hrifin af titlinum því hann tjáir þessa tvöföldu meiningu, jarðskjálfti hristir líf manns en það eru líka náttúruhamfarir og geta haft mjög slæm áhrif. Ég held að alheimurinn hafi verið að senda mér skilaboð um daginn þegar skjálftinn kom,“ segir Kristín Sesselja og hlær. Hægt er að hlusta á plötuna Breakup Blues á Spotify.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira