Lífið

Grímur, engir áhorfendur og tveir metrar á milli þegar Miss Universe Iceland verður krýnd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Topp fimm hópurinn. Kolfinna Austfjörð, Hugrún Birta Egilsdóttir, Birta Abiba Þórhallsdóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísabet Hulda Snorradóttir á Miss Universe Iceland á síðasta ári.
Topp fimm hópurinn. Kolfinna Austfjörð, Hugrún Birta Egilsdóttir, Birta Abiba Þórhallsdóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísabet Hulda Snorradóttir á Miss Universe Iceland á síðasta ári.

Miss Univerce Iceland verður krýnd í Gamla Bíói í kvöld. Þar taka þátt fimmtán keppendur og að þessu sinni verða aðeins þrír íslenskir dómarar. Vanalega hafa erlendir sérfræðingar mætt og dæmt keppnina en vegna ástandsins í heiminum var það ekki mögulegt í ár.

Í dómnefnd verða þær Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ungfrú Ísland 1995, Hildur María Leifsdóttir Miss Universe Iceland 2016 og Aníta Ísey Jónsdóttir dansari og sviðshöfundur.

Tveir metrar á milli dómarana í morgun þegar dómaraviðtölin fóru fram. 

Farið verður eftir öllum sóttvarnarreglum í öllu ferlinu og munu keppendur til að mynda bera grímur og ávallt tveir metrar á milli allra sem koma að keppninni.

Fjöldatakmarkanir verða virtar í hvívetna og verða engir áhorfendur í salnum. Þær konur sem taka þátt í keppninni að þessu sinni gistu á Hótel Natura í nótt og fóru dómaraviðtölin fram á hótelinu í dag.

Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland á síðasta ári eins og sjá má hér að neðan.

Birta mætti síðan í kjölfarið í Einkalífið og ræddi þátttöku sína í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.