Sport

Dag­skráin í dag: Evrópu­deildar­leikir, golf og auka­þáttur af Stúkunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson í Pepsi Max Stúkunni fyrr í sumar.
Guðmundur Benediktsson, Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson í Pepsi Max Stúkunni fyrr í sumar. STÖÐ2SPORT

Átta beinar útsendingar má finna á Stöð 2 Sport í dag en þær eru frá golfi, Evrópudeildinni og úr fótboltanum.

Útsending frá Italian Open hefst klukkan 10.30 á Stöð 2 Golf. Það er ekki eina golfmótið sem er í beinni í dag því klukkan 21.00 hefst útsending frá The Zozo Championship.

Það má svo finna fjóra Evrópudeildarleiki í beinni í dag. Klukkan 16.45 mætast Napoli og AZ Alkmaar annars vegar og hins vegar Rapíd Vín og Arsenal.

Klukkan 19.00 mætast svo Tottenham og Lask á meðan Zlatan Ibrahimovic eru í Skotlandi þar sem þeir mæta skosku meisturunum í Celtic.

Þrátt fyrir að það sé enginn fótbolti hér á landi er Stúkan á dagskránni í kvöld þar sem Guðmundur Benediktsson og spekingar hans fara yfir stöðuna í boltanum hér heima.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×