Lífið

Sjáðu við­brögð for­sætis­ráð­herra við skjálftanum

Atli Ísleifsson skrifar
„Well, this is Iceland!“ sagði Katrín Jakobsdóttur við blaðamann Washington Post eftir að skjálftinn hafði riðið yfir.
„Well, this is Iceland!“ sagði Katrín Jakobsdóttur við blaðamann Washington Post eftir að skjálftinn hafði riðið yfir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag.

Katrínu var augljóslega nokkuð brugðið en sagði svo svið blaðamanninn „Þetta er Ísland,“ eftir að skjálftinn var genginn yfir. Sagði hún húsið enn standa og að það væri í lagi með sig.

Í viðtalinu var forsætisráðherra að ræða viðbrögð Íslands í faraldrinum og hvaða lærdóma önnur ríki gætu dregið af þeim. Hún var stödd á skrifstofu sinni í Stjórnarráðshúsinu.

Skálftinn varð varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum. Endanleg stærð liggur ekki fyrir en fyrsta mat Veðurstofu benti til þess að hann hafi mælst 5,5. Stærð skjálftans er nú komin niður í 4,9, samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofu.

Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá hafa fjölmargar tilkynningar borist Veðurstofu vegna hans.

Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan, en skjálftinn ríður yfir þegar um 13:35 er liðin af viðtalinu.


Tengdar fréttir

Hljóp úr pontu Alþingis við skjálftann

Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×