Æfingar leyfðar en húsin lokuð Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 12:25 Valsmenn geta æft í sínum íþróttahúsnæði en þurfa að uppfylla afar ströng skilyrði. Meðal annars að fylgja tveggja metra reglu og deila ekki bolta. vísir/Hulda Margrét Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57
Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08