Lífið

„Lína“ úr Emil í Kattholti er látin

Samúel Karl Ólason skrifar
Maud Hansson Fissoun í hlutverki Línu og Lena Wisborg í hlutverki Ídu.
Maud Hansson Fissoun í hlutverki Línu og Lena Wisborg í hlutverki Ídu. Svenska Filminstitutet

Leikkonan Maud Hansson Fissoun, sem er hvað þekktust hér á landi fyrir að leika vinnukonuna Línu í myndunum um Emil í Kattholti er látin. Hún var 82 ára gömul en eiginmaður hennar dó árið 2016. Hún dó þann 1. október en dauði hennar var þó ekki opinberaður fyrr en nú.

Maud Hansson Fissoun var sömuleiðis þekkt á heimsvísu fyrir að leika í myndinni Sjunde inseglet, eða The Seventh Seal eftir Ingmar Bergman.

Auk þess að leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum lék hún einnig á sviði en hún tók síðast að sér hlutverk í kvikmyndinni Basaren sem kom út árið 1991.

Jan Göransson, upplýsingafulltrúi Kvikmyndastofnunar Svíþjóðar, opinberaði dauðsfall hennar í kvöld og lofaði hana í bak og fyrir. Í tilkynningu sem Aftonbladet vísar í segir hann að hún hafi búið yfir ljóma sem kvikmyndatökuvélar hafi fangað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×