Mjög jákvæð niðurstaða miðannarrýni DAC á þróunarsamvinnu Íslands Heimsljós 16. október 2020 14:01 „Þessi stöðutaka sýnir að við erum á réttri leið og hún er okkur mikil hvatning. Þróunarsamvinna hefur fengið aukið vægi í ráðuneytinu á undanförnum árum og umtalsvert umbótastarf hefur orðið á því sviði. Endurskipulagning ráðuneytisins um síðustu áramót var liður í því starfi og rík áhersla er lögð á nánari útfærslu á þeirri stefnu sem samþykkt var af Alþingi á síðasta ári,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni af niðurstöðum miðannarrýni á þróunarsamvinnu Íslands, af hálfu Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC). Miðannarrýnin var birt í vikunni en í henni var metin staðan á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands með tilliti til jafningjarýni DAC frá árinu 2017. Heildarniðurstöður miðannarrýninnar eru mjög jákvæðar. DAC kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi nú þegar komið til móts við níu af þrettán tillögum sem settar voru fram í jafningjarýninni fyrir þremur árum. Sérstaklega er tekið fram að jákvætt sé að Íslendingar leggi áherslu á að vinna á málefnasviðum þar sem þjóðin hafi margt fram að færa umfram önnur framlagsríki og haldi þeirri grundvallaráherslu sinni að styðja við þá fátækustu í veröldinni. Jafnframt er því fagnað að Ísland skuli hafa sett fram skuldbindingar um að auka framlög til þróunarsamvinnu á allra næstu árum. Fulltrúar DAC áttu einnig fundi með fulltrúum þróunarsamvinnunefndar, en þar sitja fulltrúar þingflokka á Alþingi, frjálsra félagasamtaka, háskólasamfélagsins og vinnumarkaðarins. „Virkt samráð, aukin samvinna við bæði atvinnulíf og félagasamtök og nýjar leiðir í upplýsingagjöf til að tryggja gagnsæi og ábyrgð, er forgangsmál í þróunarsamvinnunni. Í ljósi þeirra víðtæku áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft er samstarf okkar við önnur framlagsríki og samstarfsaðila jafnvel enn mikilvægara svo að hámarka megi afraksturinn af allri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
„Þessi stöðutaka sýnir að við erum á réttri leið og hún er okkur mikil hvatning. Þróunarsamvinna hefur fengið aukið vægi í ráðuneytinu á undanförnum árum og umtalsvert umbótastarf hefur orðið á því sviði. Endurskipulagning ráðuneytisins um síðustu áramót var liður í því starfi og rík áhersla er lögð á nánari útfærslu á þeirri stefnu sem samþykkt var af Alþingi á síðasta ári,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni af niðurstöðum miðannarrýni á þróunarsamvinnu Íslands, af hálfu Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC). Miðannarrýnin var birt í vikunni en í henni var metin staðan á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands með tilliti til jafningjarýni DAC frá árinu 2017. Heildarniðurstöður miðannarrýninnar eru mjög jákvæðar. DAC kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi nú þegar komið til móts við níu af þrettán tillögum sem settar voru fram í jafningjarýninni fyrir þremur árum. Sérstaklega er tekið fram að jákvætt sé að Íslendingar leggi áherslu á að vinna á málefnasviðum þar sem þjóðin hafi margt fram að færa umfram önnur framlagsríki og haldi þeirri grundvallaráherslu sinni að styðja við þá fátækustu í veröldinni. Jafnframt er því fagnað að Ísland skuli hafa sett fram skuldbindingar um að auka framlög til þróunarsamvinnu á allra næstu árum. Fulltrúar DAC áttu einnig fundi með fulltrúum þróunarsamvinnunefndar, en þar sitja fulltrúar þingflokka á Alþingi, frjálsra félagasamtaka, háskólasamfélagsins og vinnumarkaðarins. „Virkt samráð, aukin samvinna við bæði atvinnulíf og félagasamtök og nýjar leiðir í upplýsingagjöf til að tryggja gagnsæi og ábyrgð, er forgangsmál í þróunarsamvinnunni. Í ljósi þeirra víðtæku áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft er samstarf okkar við önnur framlagsríki og samstarfsaðila jafnvel enn mikilvægara svo að hámarka megi afraksturinn af allri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent