KR gerði sér lítið fyrir og sendi Exile heim Bjarni Bjarnason skrifar 15. október 2020 20:47 Fjórtánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn nýliðum deildarinnar í Exile. Liðsmenn Exile mættu öflugir til leiks og leiddu leikinn framan af. KR-ingar fundu þó taktinn er leið á og sigruðu að lokum 16 – 7. KR-ingar á heimavelli í kortinu Inferno hófu leikinn af krafti og skilaði það þeim fyrstu þremur lotunum. En fljótt kom í ljós hversu vel undirbúnir Exile menn voru. Með þaulæfðum leikfléttum tóku þeir vel á pressu vörninni [counter-terrorist] sem KR voru að spila. Skilaði þétt spilamennskan þeim fimm lotum í röð og tóku þeir forustuna. Voru KR-ingar þá þvingaðir til að þétta vörnina og var það sem til þurfti til að koma mulningsvélinni í gang. En mulningsvélin komst fljótt á fullan snúning og boðaði það slæmt fyrir Exile. KR gekk vel til að sækja upplýsingar og taka bitið úr sóknum Exile með vel tímasettum fellum. Bitlaus sókn Exile var auðveld máltíð fyrir mulningsvélina sem tók þær lotur sem eftir voru. Staðan í hálfleik var KR 10 – 5 Exile. Seinni hálfleikur hófst og hefði sigur á fyrstu lotunni gert mikið fyrir Exile. En Midgard [Heiðar Flóvent Friðriksson] brá fyrir þá fæti með lúmskri leikfléttu sem skilaði honum þremur fellum og KR lotunni. Voru Exile komnir á hælana og héldu KR-ingar þeim þar með þéttum sóknarleik. Lotu eftir lotu hömruðu þeir á vörn Exile sem ekki náði festu. Lokastaðan KR 16 – 7 Exile. KR-ingar ljúka deildinni í öðru sæti með miða á stórmeistaramótið en Exile eru fallnir úr deildinni. KR Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn
Fjórtánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn nýliðum deildarinnar í Exile. Liðsmenn Exile mættu öflugir til leiks og leiddu leikinn framan af. KR-ingar fundu þó taktinn er leið á og sigruðu að lokum 16 – 7. KR-ingar á heimavelli í kortinu Inferno hófu leikinn af krafti og skilaði það þeim fyrstu þremur lotunum. En fljótt kom í ljós hversu vel undirbúnir Exile menn voru. Með þaulæfðum leikfléttum tóku þeir vel á pressu vörninni [counter-terrorist] sem KR voru að spila. Skilaði þétt spilamennskan þeim fimm lotum í röð og tóku þeir forustuna. Voru KR-ingar þá þvingaðir til að þétta vörnina og var það sem til þurfti til að koma mulningsvélinni í gang. En mulningsvélin komst fljótt á fullan snúning og boðaði það slæmt fyrir Exile. KR gekk vel til að sækja upplýsingar og taka bitið úr sóknum Exile með vel tímasettum fellum. Bitlaus sókn Exile var auðveld máltíð fyrir mulningsvélina sem tók þær lotur sem eftir voru. Staðan í hálfleik var KR 10 – 5 Exile. Seinni hálfleikur hófst og hefði sigur á fyrstu lotunni gert mikið fyrir Exile. En Midgard [Heiðar Flóvent Friðriksson] brá fyrir þá fæti með lúmskri leikfléttu sem skilaði honum þremur fellum og KR lotunni. Voru Exile komnir á hælana og héldu KR-ingar þeim þar með þéttum sóknarleik. Lotu eftir lotu hömruðu þeir á vörn Exile sem ekki náði festu. Lokastaðan KR 16 – 7 Exile. KR-ingar ljúka deildinni í öðru sæti með miða á stórmeistaramótið en Exile eru fallnir úr deildinni.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn