Spilaði varla hjá Lakers en var kominn úr að ofan áður en leikurinn kláraðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 16:31 LeBron James faðmar liðsfélaga sína í leikslok og þarna má sjá J.R. Smith beran að ofan. AP/Mark J. Terrill J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira