Daði býst við því að heyra í RÚV á næstu dögum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 15:41 Daði Freyr var talinn mjög sigurstranglegur í Eurovision fyrr á þessu ári. RÚV Daði Freyr virðist vera klár í slaginn að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam næsta vor. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram í Rotterdam síðasta vor en Eurovision-keppninni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Laginu Think About Things var spáð virkilega góðu gengi samkvæmt veðbönkum og talið eitt sigurstranglegasta lagið. Á næsta ári má aftur á móti ekki mæta til leiks með sama lag. Daði ræddi málið við þýska blaðið Berliner Zeitung og hefur bloggsíðan virta WIWI-bloggs gert sér mat úr viðtalinu. „Eini möguleikinn á því að við tökum þátt í keppninni er að RÚV sendi okkur beint í lokakeppnina. Mig langar að taka þátt en það er bara svo mikil vinna að taka þátt í forkeppninni á Íslandi og mér finnst skrýtið að þurfa fara í gegnum það ferli allt saman aftur,“ segir Daði Freyr við miðilinn þýska. „Ef við fáum að fara beint í Eurovision getum við einbeitt okkur alfarið að því, í stað þess að einbeita okkur að tveimur mismunandi keppnum.“ Daði segist nú þegar vera kominn með hugmynd fyrir atriði Íslands í Eurovision sem gæti skilað þjóðinni langt í keppninni. „Ég mun reyna að vinna þessa keppni og þá verð ég að semja lag sem hefur góða möguleika. Ef við getum farið saman nokkrir vinir í lokakeppnina og komið til baka með bikar þá væri það góða saga,“ segir Daði og bætir við að hann búist við að heyra frá RÚV á allra næstu dögum. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Daði Freyr virðist vera klár í slaginn að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam næsta vor. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram í Rotterdam síðasta vor en Eurovision-keppninni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Laginu Think About Things var spáð virkilega góðu gengi samkvæmt veðbönkum og talið eitt sigurstranglegasta lagið. Á næsta ári má aftur á móti ekki mæta til leiks með sama lag. Daði ræddi málið við þýska blaðið Berliner Zeitung og hefur bloggsíðan virta WIWI-bloggs gert sér mat úr viðtalinu. „Eini möguleikinn á því að við tökum þátt í keppninni er að RÚV sendi okkur beint í lokakeppnina. Mig langar að taka þátt en það er bara svo mikil vinna að taka þátt í forkeppninni á Íslandi og mér finnst skrýtið að þurfa fara í gegnum það ferli allt saman aftur,“ segir Daði Freyr við miðilinn þýska. „Ef við fáum að fara beint í Eurovision getum við einbeitt okkur alfarið að því, í stað þess að einbeita okkur að tveimur mismunandi keppnum.“ Daði segist nú þegar vera kominn með hugmynd fyrir atriði Íslands í Eurovision sem gæti skilað þjóðinni langt í keppninni. „Ég mun reyna að vinna þessa keppni og þá verð ég að semja lag sem hefur góða möguleika. Ef við getum farið saman nokkrir vinir í lokakeppnina og komið til baka með bikar þá væri það góða saga,“ segir Daði og bætir við að hann búist við að heyra frá RÚV á allra næstu dögum.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira