Stórmeistarajafntefli í París 11. október 2020 20:38 Rólegt í Frakklandi í kvöld. vísir/Getty Ekki var boðið upp á mikið fjör þegar tvö af bestu landsliðum heims leiddu saman hesta sína í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar í París þar sem Heimsmeistarar Frakklands tóku á móti Evrópumeisturum Portúgals. Helstu ofurstjörnur beggja liða voru með í leiknum en þrátt fyrir það var ekki mikið ris yfir leiknum. Var ekkert mark skorað og úr varð stórmeistarajafntefli, 0-0. Bæði lið taplaus eftir þrjá leiki en Portúgal er á toppi riðilsins með betri markatölu en Frakkar og hafa bæði lið 7 stig. Markalaust jafntefli varð sömuleiðis niðurstaðan í Póllandi þar sem heimamenn tóku á móti Ítölum í riðli 1. Þjóðadeild UEFA
Ekki var boðið upp á mikið fjör þegar tvö af bestu landsliðum heims leiddu saman hesta sína í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar í París þar sem Heimsmeistarar Frakklands tóku á móti Evrópumeisturum Portúgals. Helstu ofurstjörnur beggja liða voru með í leiknum en þrátt fyrir það var ekki mikið ris yfir leiknum. Var ekkert mark skorað og úr varð stórmeistarajafntefli, 0-0. Bæði lið taplaus eftir þrjá leiki en Portúgal er á toppi riðilsins með betri markatölu en Frakkar og hafa bæði lið 7 stig. Markalaust jafntefli varð sömuleiðis niðurstaðan í Póllandi þar sem heimamenn tóku á móti Ítölum í riðli 1.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti