Mason Mount skaut Englendingum á toppinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. október 2020 17:55 Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty Enska landsliðið hirti toppsætið af Belgum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar en Ísland er eitt liðanna fjögurra í riðlinum. Belgar voru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina þar sem þeir lögðu Ísland örugglega 5-1 og unnu einnig öruggan 0-2 sigur á Dönum. Englendingar hins vegar mörðu strákana okkar 0-1 og gerðu svo markalaust jafntefli við Dani. Romelu Lukaku kom Belgum yfir á Wembley í dag með marki af vítapunktinum en Marcus Rashford svaraði í sömu mynt þegar hann fékk tækifæri af vítapunktinum. Mason Mount, leikmaður Chelsea, skoraði svo það sem reyndist sigurmark leiksins og tryggði Englendingum stigin þrjú. Lokatölur 2-1. Þjóðadeild UEFA
Enska landsliðið hirti toppsætið af Belgum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar en Ísland er eitt liðanna fjögurra í riðlinum. Belgar voru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina þar sem þeir lögðu Ísland örugglega 5-1 og unnu einnig öruggan 0-2 sigur á Dönum. Englendingar hins vegar mörðu strákana okkar 0-1 og gerðu svo markalaust jafntefli við Dani. Romelu Lukaku kom Belgum yfir á Wembley í dag með marki af vítapunktinum en Marcus Rashford svaraði í sömu mynt þegar hann fékk tækifæri af vítapunktinum. Mason Mount, leikmaður Chelsea, skoraði svo það sem reyndist sigurmark leiksins og tryggði Englendingum stigin þrjú. Lokatölur 2-1.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti