Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sendir WFP heillaóskir vegna friðarverðlauna Nóbels Heimsljós 9. október 2020 13:04 WFP Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum, og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem sendi WFP formlegt heillaskeyti í morgun, auk þess að óska stofnuninni til hamingju á Twitter. Congratulations to our partners @WFP on winning the 2020 #NobelPeacePrize. The award is a powerful reminder of the linkages between food security and peace. is proud to support the lifesaving food assistance you provide.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2020 Íslensk stjórnvöld veita árleg kjarnaframlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, stærstu mannúðarsamtaka heims í baráttunni gegn hungri, en einnig er brugðist við neyðarköllum frá stofnunni eftir föngum. Framlög Íslands á þessu ári eru þegar 137 milljónir króna. WFP starfar í 88 löndum og aðstoðar tæplega eitt hundrað milljónir manna á ári hverju sem búa við alvarlegt matvælaóöryggi og hungur. „Norska Nóbelsnefndin leggur áherslu á að aðstoð sem eykur fæðuöryggi dregur ekki aðeins úr hungri heldur stuðlar einnig að því að auka horfur á stöðugleika og friði. Matvælaáætlunin hefur tekið forystuhlutverk í samþættingu mannúðarstarfs og friðarumleitana með frumkvöðlaverkefnum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu,“ sagði í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni í Osló í morgun. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til fjölgunar jarðarbúa sem hafa vart til hnífs og skeiðar. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði fyrir nokkru á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Höfuðstöðvar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna eru í Róm. Friðarverðlaunin verða formlega afhent 10. desember næstkomandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Nóbelsverðlaun Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum, og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem sendi WFP formlegt heillaskeyti í morgun, auk þess að óska stofnuninni til hamingju á Twitter. Congratulations to our partners @WFP on winning the 2020 #NobelPeacePrize. The award is a powerful reminder of the linkages between food security and peace. is proud to support the lifesaving food assistance you provide.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2020 Íslensk stjórnvöld veita árleg kjarnaframlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, stærstu mannúðarsamtaka heims í baráttunni gegn hungri, en einnig er brugðist við neyðarköllum frá stofnunni eftir föngum. Framlög Íslands á þessu ári eru þegar 137 milljónir króna. WFP starfar í 88 löndum og aðstoðar tæplega eitt hundrað milljónir manna á ári hverju sem búa við alvarlegt matvælaóöryggi og hungur. „Norska Nóbelsnefndin leggur áherslu á að aðstoð sem eykur fæðuöryggi dregur ekki aðeins úr hungri heldur stuðlar einnig að því að auka horfur á stöðugleika og friði. Matvælaáætlunin hefur tekið forystuhlutverk í samþættingu mannúðarstarfs og friðarumleitana með frumkvöðlaverkefnum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu,“ sagði í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni í Osló í morgun. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til fjölgunar jarðarbúa sem hafa vart til hnífs og skeiðar. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði fyrir nokkru á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Höfuðstöðvar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna eru í Róm. Friðarverðlaunin verða formlega afhent 10. desember næstkomandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Nóbelsverðlaun Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent