KR malaði Þór Akureyri Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 20:55 Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór
KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn