Geir búinn að taka til upp á Skaga: Deildin skuldar lítið sem ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 11:31 Geir Þorsteinsson er að gera góða hluti upp á Skaga. Vísir/Daníel Þór Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira