Citroën keyrir á rafmagnið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. október 2020 07:00 Citroën C5 Aircross PHEV Franski bílaframleiðandinn Citroën keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Nú stígur Citroën mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með nýjum Citroën C5 Aircross PHEV tengiltvinn rafbíl. Citroën C5 Aircross PHEV verður frumsýndur í lok október en forpantanir hefjast á miðnætti í dag, 7. október í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg, segir í fréttatilkynningu frá Brimborg. Háfættur, rúmgóður með hárri sætisstöðu og byltingarkenndri fjöðrun Citroën kynnir rúmgóða tengiltvinn rafbílinn Citroën C5 Aircross PHEV, langdrægan á rafmagni og einstaklega sparneytinn á bensíni sem hentar vel í langkeyrslur með alla fjölskylduna og fullt af farangri. Citroën C5 Aircross PHEV er háfættur, svífur hann 23 sentimetrum yfir ójöfnur íslenskra vega á byltingarkenndri fjöðrun. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða skapa þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum, mjúkum framsætum og þremur, stökum, jafnbreiðum aftursætum. Aftursætin eru á sleða og rúma auðveldlega þrjá barnastóla. Farangursrýmið er 460-600l, það stærsta í þessum flokki bíla og rúmar auðveldlega golfsettið eða barnavagn auk annars farangurs. Fjöðrun Citroën C5 Aircross PHEV er afar einföld en snjöll og áhrifarík og virkar sérlega vel á ójöfnur í vegum en einnig á hvassar íslenskar holur þar sem högg geta verið mikil. Hefðbundinn fjöðrunarbúnaður er byggður upp af gormi og dempara með gúmmípúða í enda fjöðrunar en Citroën bætir við vökvastoppara að ofan og neðan í demparanum sjálfum. Citroën C5 Aircross PHEV 8 gíra sjálfskipting, kraftmikill með 225 hestöfl, sparneytinn og umhverfisvænn Citroën C5 Aircross PHEV er með þremur akstursstillingum, Electric, Hybrid og Sport, með 8 gíra sjálfskiptingu og kraftmikilli aflrás sem samanlagt er 225 hestöfl sem sækir afl sitt bæði úr 45 hestafla rafmótor og 1,6 lítra, 180 hestafla, bensínvél. Það kostar aðeins um 220 kr. að fylla 13,2 kWh drifrafhlöðuna af íslenskri orku og meðaleyðsla á bensíni er aðeins 1,6 lítrar per 100 km, CO2 losun aðeins 32 gr per km samkvæmt WLTP staðlinum, auk þess sem bifreiðagjöldin eru í lægsta flokki. Allur daglegur akstur eingöngu á rafmagni Það tekur aðeins örskot að hlaða drifrafhlöðu Citroën C5 Aircross PHEV með íslenskri raforku því hann er fáanlegur með öflugri 7,4 kW hleðslustýringu. Stærð rafhlöðunnar er 13,2 kW og drægni hennar í 100% rafmagnsstillingu kemur honum 55 km á hreinu rafmagni sem er vel umfram 40 km daglegan meðal akstur á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum. Einfalt er hafa yfirsýn yfir hleðslustöðu bílsins og virkja, stöðva eða tímasetja hleðslu í MyCitroën®appinu. Innrarými í Citroën C5 Aircross PHEV Staðalbúnaður og fjarstýrður forhitari Citroën C5 Aircross PHEV er vel búinn þar sem m.a. má finna forhitun sem tryggir alltaf heitan og notalegan bíl. Forhitunin er fjarstýrð með MyCitroën appinu og einfalt að tímastilla fyrir alla vikudagana fram í tímann, hvort sem er í appinu eða á skjánum í mælaborðinu. Einnig er Citroën C5 Aircross PHEV með GPS vegaleiðsögn, veglínuskynjun, hraðastilli, bakkmyndavél, nálægðarskynjurum að framan og aftan, lyklalausu aðgengi og þráðlausri símahleðslu svo fátt eitt sé nefnt. Citroën C5 Aircross PHEV er búinn 20 aksturskerfum sem aðstoða ökumann við akstur m.a. ef þreyta gerir vart við sig. Kerfi bílsins greina hugsanlegar hættur og lágmarka þannig hættu á árekstri. Verð og græn fjármögnun Fyrstu Citroën C5 Aircross PHEV bílarnir eru nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann frá 5.490.000 kr. Brimborg býður bílaskipti úr eldri bíl upp í nýjan Citroën C5 Aircross PHEV sem gildir sem útborgun og með hagstæðri grænni fjármögnun er mánaðargreiðslan aðeins 49.977 kr. á mánuði. Með bílaskiptum úr eldri bíl í nýjan þá sparast mikið í eldsneytiskaupum og lægri bifreiðagjöldum sem léttir mánaðargreiðsluna enn frekar. Mánaðargreiðslan í þessu dæmi miðast við uppítöku á eldri bíl á 2.000.000 kr. og 8 ára lán og er hlutfallstala kostnaðar í dæminu 5,66%. Hleðslustöð er auðvelt að fjármagna með bílakaupunum og virðisaukaskattur er endurgreiddur bæði af hleðslustöðinni og uppsetningu hennar. Citroën C5 Aircross PHEV Örugg gæði Citroën með lengri ábyrgð hjá Brimborg Örugg gæði Citroën C5 Aircross PHEV eru staðfest með víðtækri 5 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir. Forpantanir hefjast í dag, 7. október á verði frá 5.490.000 kr. Brimborg mun byrja að taka við forpöntunum á Citroën C5 Aircross PHEV á miðnætti í dag, 7. október í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg og frumsýning verður síðar í mánuðinum. Verðið er frá 5.490.000 kr. með ríkulegum staðalbúnaði. Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Franski bílaframleiðandinn Citroën keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Nú stígur Citroën mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með nýjum Citroën C5 Aircross PHEV tengiltvinn rafbíl. Citroën C5 Aircross PHEV verður frumsýndur í lok október en forpantanir hefjast á miðnætti í dag, 7. október í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg, segir í fréttatilkynningu frá Brimborg. Háfættur, rúmgóður með hárri sætisstöðu og byltingarkenndri fjöðrun Citroën kynnir rúmgóða tengiltvinn rafbílinn Citroën C5 Aircross PHEV, langdrægan á rafmagni og einstaklega sparneytinn á bensíni sem hentar vel í langkeyrslur með alla fjölskylduna og fullt af farangri. Citroën C5 Aircross PHEV er háfættur, svífur hann 23 sentimetrum yfir ójöfnur íslenskra vega á byltingarkenndri fjöðrun. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða skapa þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum, mjúkum framsætum og þremur, stökum, jafnbreiðum aftursætum. Aftursætin eru á sleða og rúma auðveldlega þrjá barnastóla. Farangursrýmið er 460-600l, það stærsta í þessum flokki bíla og rúmar auðveldlega golfsettið eða barnavagn auk annars farangurs. Fjöðrun Citroën C5 Aircross PHEV er afar einföld en snjöll og áhrifarík og virkar sérlega vel á ójöfnur í vegum en einnig á hvassar íslenskar holur þar sem högg geta verið mikil. Hefðbundinn fjöðrunarbúnaður er byggður upp af gormi og dempara með gúmmípúða í enda fjöðrunar en Citroën bætir við vökvastoppara að ofan og neðan í demparanum sjálfum. Citroën C5 Aircross PHEV 8 gíra sjálfskipting, kraftmikill með 225 hestöfl, sparneytinn og umhverfisvænn Citroën C5 Aircross PHEV er með þremur akstursstillingum, Electric, Hybrid og Sport, með 8 gíra sjálfskiptingu og kraftmikilli aflrás sem samanlagt er 225 hestöfl sem sækir afl sitt bæði úr 45 hestafla rafmótor og 1,6 lítra, 180 hestafla, bensínvél. Það kostar aðeins um 220 kr. að fylla 13,2 kWh drifrafhlöðuna af íslenskri orku og meðaleyðsla á bensíni er aðeins 1,6 lítrar per 100 km, CO2 losun aðeins 32 gr per km samkvæmt WLTP staðlinum, auk þess sem bifreiðagjöldin eru í lægsta flokki. Allur daglegur akstur eingöngu á rafmagni Það tekur aðeins örskot að hlaða drifrafhlöðu Citroën C5 Aircross PHEV með íslenskri raforku því hann er fáanlegur með öflugri 7,4 kW hleðslustýringu. Stærð rafhlöðunnar er 13,2 kW og drægni hennar í 100% rafmagnsstillingu kemur honum 55 km á hreinu rafmagni sem er vel umfram 40 km daglegan meðal akstur á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum. Einfalt er hafa yfirsýn yfir hleðslustöðu bílsins og virkja, stöðva eða tímasetja hleðslu í MyCitroën®appinu. Innrarými í Citroën C5 Aircross PHEV Staðalbúnaður og fjarstýrður forhitari Citroën C5 Aircross PHEV er vel búinn þar sem m.a. má finna forhitun sem tryggir alltaf heitan og notalegan bíl. Forhitunin er fjarstýrð með MyCitroën appinu og einfalt að tímastilla fyrir alla vikudagana fram í tímann, hvort sem er í appinu eða á skjánum í mælaborðinu. Einnig er Citroën C5 Aircross PHEV með GPS vegaleiðsögn, veglínuskynjun, hraðastilli, bakkmyndavél, nálægðarskynjurum að framan og aftan, lyklalausu aðgengi og þráðlausri símahleðslu svo fátt eitt sé nefnt. Citroën C5 Aircross PHEV er búinn 20 aksturskerfum sem aðstoða ökumann við akstur m.a. ef þreyta gerir vart við sig. Kerfi bílsins greina hugsanlegar hættur og lágmarka þannig hættu á árekstri. Verð og græn fjármögnun Fyrstu Citroën C5 Aircross PHEV bílarnir eru nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann frá 5.490.000 kr. Brimborg býður bílaskipti úr eldri bíl upp í nýjan Citroën C5 Aircross PHEV sem gildir sem útborgun og með hagstæðri grænni fjármögnun er mánaðargreiðslan aðeins 49.977 kr. á mánuði. Með bílaskiptum úr eldri bíl í nýjan þá sparast mikið í eldsneytiskaupum og lægri bifreiðagjöldum sem léttir mánaðargreiðsluna enn frekar. Mánaðargreiðslan í þessu dæmi miðast við uppítöku á eldri bíl á 2.000.000 kr. og 8 ára lán og er hlutfallstala kostnaðar í dæminu 5,66%. Hleðslustöð er auðvelt að fjármagna með bílakaupunum og virðisaukaskattur er endurgreiddur bæði af hleðslustöðinni og uppsetningu hennar. Citroën C5 Aircross PHEV Örugg gæði Citroën með lengri ábyrgð hjá Brimborg Örugg gæði Citroën C5 Aircross PHEV eru staðfest með víðtækri 5 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir. Forpantanir hefjast í dag, 7. október á verði frá 5.490.000 kr. Brimborg mun byrja að taka við forpöntunum á Citroën C5 Aircross PHEV á miðnætti í dag, 7. október í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg og frumsýning verður síðar í mánuðinum. Verðið er frá 5.490.000 kr. með ríkulegum staðalbúnaði.
Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent