„Var í þrjú ár að keppa við þá bestu i heimi á öðrum fætinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 13:00 Isaiah Thomas í leik með Boston Celtics þar sem ferill hans náði hæstum hæðum. Getty/Maddie Meyer Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Thomas segist vera búinn að ná sér að fullu eftir mjaðmaraðgerð og hann sé nú tilbúinn að láta aftur af sér kveða í NBA-deildinni. Isaiah Thomas sló í gegn með Boston Celtics fyrir nokkrum árum. Hann skoraði meðal annars 22,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar í leik á fyrsta heila tímabilinu og meðaltöl hans á 2016-17 tímabilinu með Boston voru 28,9 stig og 5,9 stoðsendingar í leik. Meiðsli settu aftur á móti mikinn svip á síðustu ár sem endaði með því að Los Angeles Clippers sendi hann til Washington Wizards sem svo losuðu sig við hann. Áður hafði hann spilað hjá Cleveland, Los Angeles Lakers og Denver. Three years removed from an MVP-caliber season, @isaiahthomas is finally feeling like his old self (via @wojespn) pic.twitter.com/jOttclLdFq— ESPN (@espn) October 6, 2020 Síðustu ár hafa verið sársaukafull og svekkjandi fyrir Isaiah Thomas sem var nánast gleymdur og grafinn þrátt fyrir að vera nýbúinn að halda upp á 31 árs afmælið sitt. Nú er aftur á móti breyttir tímar fyrir þennan skemmtilega bakvörð og Isaiah Thomas vill komast aftur í NBA-deildina. „Þetta er eins og dagur og nótt fyrir mig,“ sagði Isaiah Thomas í viðtali við ESPN en hann fór í aðgerðina fyrir fimm mánuðum síðan. From the last pick on the draft and through personal tragedy Isaiah Thomas finished 5th in MVP voting. What a story. pic.twitter.com/RWAOsDPC62— Celtics SZN (@celtsSZN) October 1, 2020 „Ég er laus við sársaukann og hef nú aftur fulla hreyfigetu. Í þrjú ár þá var ég að keppa við þá bestu í heimi á öðrum fætinum. Krakkarnir mínir þurftu þá að hjálpa mér að komast í sokkana á morgnanna,“ sagði Thomas. „Núna get ég lyft og ég fer alveg niður í hnébeygjunni. Ég get æft tvisvar á dag. Mér líður eins og ég sé aftur 31 árs gamall,“ sagði Isaiah Thomas. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað NBA lið sé nú tilbúið að veðja á hann. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Thomas segist vera búinn að ná sér að fullu eftir mjaðmaraðgerð og hann sé nú tilbúinn að láta aftur af sér kveða í NBA-deildinni. Isaiah Thomas sló í gegn með Boston Celtics fyrir nokkrum árum. Hann skoraði meðal annars 22,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar í leik á fyrsta heila tímabilinu og meðaltöl hans á 2016-17 tímabilinu með Boston voru 28,9 stig og 5,9 stoðsendingar í leik. Meiðsli settu aftur á móti mikinn svip á síðustu ár sem endaði með því að Los Angeles Clippers sendi hann til Washington Wizards sem svo losuðu sig við hann. Áður hafði hann spilað hjá Cleveland, Los Angeles Lakers og Denver. Three years removed from an MVP-caliber season, @isaiahthomas is finally feeling like his old self (via @wojespn) pic.twitter.com/jOttclLdFq— ESPN (@espn) October 6, 2020 Síðustu ár hafa verið sársaukafull og svekkjandi fyrir Isaiah Thomas sem var nánast gleymdur og grafinn þrátt fyrir að vera nýbúinn að halda upp á 31 árs afmælið sitt. Nú er aftur á móti breyttir tímar fyrir þennan skemmtilega bakvörð og Isaiah Thomas vill komast aftur í NBA-deildina. „Þetta er eins og dagur og nótt fyrir mig,“ sagði Isaiah Thomas í viðtali við ESPN en hann fór í aðgerðina fyrir fimm mánuðum síðan. From the last pick on the draft and through personal tragedy Isaiah Thomas finished 5th in MVP voting. What a story. pic.twitter.com/RWAOsDPC62— Celtics SZN (@celtsSZN) October 1, 2020 „Ég er laus við sársaukann og hef nú aftur fulla hreyfigetu. Í þrjú ár þá var ég að keppa við þá bestu í heimi á öðrum fætinum. Krakkarnir mínir þurftu þá að hjálpa mér að komast í sokkana á morgnanna,“ sagði Thomas. „Núna get ég lyft og ég fer alveg niður í hnébeygjunni. Ég get æft tvisvar á dag. Mér líður eins og ég sé aftur 31 árs gamall,“ sagði Isaiah Thomas. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað NBA lið sé nú tilbúið að veðja á hann.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira