Erfiðara fyrir konur að fjármagna nýsköpunarverkefni FKA 6. október 2020 09:42 Nýsköpunarfyrirtæki sem stofnuð eru af konum eiga erfiðara með að fjármagna sig en fyrirtæki sem stofnuð eru af körlum. Í Evrópu fer aðeins um 2,5% þess fjármagns sem varið er í fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtæki til fyrirtækja sem stofnuð eru af konum. Aftur á móti er um fimmtungur allra nýsköpunarfyrirtækja, um 21%, stofnuð af konum. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt tímaritsins Sifted. Um þetta og fleira til verður fjallað á fundi Nýsköpunarnefndar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fram fer í dag, þriðjudag, og verður streymt hér beint á visir.is kl 16. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA, segir að tölur frá Norðurlöndunum sýnir sambærilega þróun. Nýlegar tölur varðandi fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki sýni að einungis 1,4% af fjármögnun fjárfestingarsjóða renni til fyrirtækja sem stofnuð eru eingöngu af konum og um 10% til fyrirtækja hvar stofnendur eru blanda af konum og körlum. Aftur á móti rennur um 88% fjármagnsins til nýsköpunarfyrirtækja sem eingöngu eru stofnuð af körlum. Þá segir Huld jafnframt að tölur frá Bandaríkjunum séu jafnframt sambærilegar. „Um 27% fyrirtækjaeigenda á Íslandi eru konur og við höfum á síðustu árum séð mörg góð og spennandi nýsköpunarfyrirtæki koma fram sem stofnuð eru af konum,“ segir Huld. „Næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar en þær eiga erfiðara með að fjármagna þau verkefni sem þær ráðast í. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, til dæmis að þær eru meira hikandi við að sækja sér fjármögnun og hafa í einhverjum tilvikum ekki sama tengslanet og karlar.“ Þurfum á frumkvöðlum að halda Huld segir mikilvægt að skapa góðar aðstæður fyrir nýsköpunarfyrirtæki enda sé það forsenda fyrir auknum framförum bæði hér á landi og annars staðar. „Ísland þarf á frumkvöðlum að halda eins og önnur lönd,“ segir Huld. „Við þurfum á frumkvöðlum að halda sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og auka hagsæld hér á landi. Það á ekki síst við í aðstæðum eins og þeim sem nú eru í hagkerfinu. Það fagnar enginn samdrætti í hagkerfinu en í svona kringumstæðum verða oft til nýjar hugmyndir, lausnir sem enginn hafði séð fyrir áður og ný tækifæri til að láta gamla drauma rætast. Sköpunargleði kvenna er vannýtt uppspretta sem við þurfum að sinna betur og þróa frekar. Við sem samfélag viljum ekki missa þessa þekkingu frá okkur og því þurfum við að tryggja þátttöku kvenna í nýsköpunarverkefnum. Þetta er því ekki einkamál kvenna, heldur samfélagsins í heild.“ Huld segir að almennt sé mikilvægt að miðla af reynslu bæði karla og kvenna af stofnun og rekstri nýsköpunarfyrirtækja. Öll fyrirtæki eigi sér misjafnan bakgrunn og þróast með fjölbreyttum hætti. „Það er mikilvægt að heyra frásagnir þeirra sem hafa stofnað fyrirtæki og náð árangri,“ segir Huld. „Rétt eins og við heyrum um árangurinn er líka mikilvægt að heyra frá mistökum sem gerð hafa verið, þær áskoranir sem frumkvöðlar standa frammi fyrir og þá þröskulda sem þarf að yfirstíga. Tilgangur fundarins er að miðla af reynslu annarra og um leið hvetja fleiri til þátttöku í nýsköpunarverkefnum. Samfélagið í heild sinni nýtur þess þegar góðar hugmyndir, menntun, reynsla og framtak frumkvöðla rennur saman. Markmið okkar er að hvetja fólk áfram til að nýta þekkingu sína og hæfileika.“ Frumkvöðlar miðla af reynslu sinni Með fundinum vill Nýsköpunarnefnd FKA vekja athygli á hlutverki kvenna í nýsköpun og þeim árangri sem þær hafa náð. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. PayAnalytics var árið 2018 valið Best Social Impact Startup og Best Newcomer á Íslandi í Nordic Startup Awards og árið 2019 besta sprotafyrirtækið á Wharton People Analytics Conference, sem er ein virtasta ráðstefna sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þá mun Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Fundurinn fer fram í dag 6. október kl. 16-18 og verður sem fyrr segir streymt hér á visir.is. Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtæki sem stofnuð eru af konum eiga erfiðara með að fjármagna sig en fyrirtæki sem stofnuð eru af körlum. Í Evrópu fer aðeins um 2,5% þess fjármagns sem varið er í fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtæki til fyrirtækja sem stofnuð eru af konum. Aftur á móti er um fimmtungur allra nýsköpunarfyrirtækja, um 21%, stofnuð af konum. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt tímaritsins Sifted. Um þetta og fleira til verður fjallað á fundi Nýsköpunarnefndar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fram fer í dag, þriðjudag, og verður streymt hér beint á visir.is kl 16. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA, segir að tölur frá Norðurlöndunum sýnir sambærilega þróun. Nýlegar tölur varðandi fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki sýni að einungis 1,4% af fjármögnun fjárfestingarsjóða renni til fyrirtækja sem stofnuð eru eingöngu af konum og um 10% til fyrirtækja hvar stofnendur eru blanda af konum og körlum. Aftur á móti rennur um 88% fjármagnsins til nýsköpunarfyrirtækja sem eingöngu eru stofnuð af körlum. Þá segir Huld jafnframt að tölur frá Bandaríkjunum séu jafnframt sambærilegar. „Um 27% fyrirtækjaeigenda á Íslandi eru konur og við höfum á síðustu árum séð mörg góð og spennandi nýsköpunarfyrirtæki koma fram sem stofnuð eru af konum,“ segir Huld. „Næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar en þær eiga erfiðara með að fjármagna þau verkefni sem þær ráðast í. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, til dæmis að þær eru meira hikandi við að sækja sér fjármögnun og hafa í einhverjum tilvikum ekki sama tengslanet og karlar.“ Þurfum á frumkvöðlum að halda Huld segir mikilvægt að skapa góðar aðstæður fyrir nýsköpunarfyrirtæki enda sé það forsenda fyrir auknum framförum bæði hér á landi og annars staðar. „Ísland þarf á frumkvöðlum að halda eins og önnur lönd,“ segir Huld. „Við þurfum á frumkvöðlum að halda sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og auka hagsæld hér á landi. Það á ekki síst við í aðstæðum eins og þeim sem nú eru í hagkerfinu. Það fagnar enginn samdrætti í hagkerfinu en í svona kringumstæðum verða oft til nýjar hugmyndir, lausnir sem enginn hafði séð fyrir áður og ný tækifæri til að láta gamla drauma rætast. Sköpunargleði kvenna er vannýtt uppspretta sem við þurfum að sinna betur og þróa frekar. Við sem samfélag viljum ekki missa þessa þekkingu frá okkur og því þurfum við að tryggja þátttöku kvenna í nýsköpunarverkefnum. Þetta er því ekki einkamál kvenna, heldur samfélagsins í heild.“ Huld segir að almennt sé mikilvægt að miðla af reynslu bæði karla og kvenna af stofnun og rekstri nýsköpunarfyrirtækja. Öll fyrirtæki eigi sér misjafnan bakgrunn og þróast með fjölbreyttum hætti. „Það er mikilvægt að heyra frásagnir þeirra sem hafa stofnað fyrirtæki og náð árangri,“ segir Huld. „Rétt eins og við heyrum um árangurinn er líka mikilvægt að heyra frá mistökum sem gerð hafa verið, þær áskoranir sem frumkvöðlar standa frammi fyrir og þá þröskulda sem þarf að yfirstíga. Tilgangur fundarins er að miðla af reynslu annarra og um leið hvetja fleiri til þátttöku í nýsköpunarverkefnum. Samfélagið í heild sinni nýtur þess þegar góðar hugmyndir, menntun, reynsla og framtak frumkvöðla rennur saman. Markmið okkar er að hvetja fólk áfram til að nýta þekkingu sína og hæfileika.“ Frumkvöðlar miðla af reynslu sinni Með fundinum vill Nýsköpunarnefnd FKA vekja athygli á hlutverki kvenna í nýsköpun og þeim árangri sem þær hafa náð. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. PayAnalytics var árið 2018 valið Best Social Impact Startup og Best Newcomer á Íslandi í Nordic Startup Awards og árið 2019 besta sprotafyrirtækið á Wharton People Analytics Conference, sem er ein virtasta ráðstefna sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þá mun Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Fundurinn fer fram í dag 6. október kl. 16-18 og verður sem fyrr segir streymt hér á visir.is.
Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira