Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 12:46 Ísland tapaði fyrir Englandi og Belgíu í síðustu landsleikjum, í Þjóðadeildinni, en var þá án margra fastamanna. Getty/Hafliði Breiðfjörð Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira