Öskureið á blaðamannafundi eftir að mótherji hennar fór af velli í hjólastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 10:00 Kiki Bertens var sárþjáð eftir leikinn eða var hún að leika þetta? Getty/Tim Clayton Ítalska tenniskonan Sara Errani sakaði mótherjann sinn um leikaraskap eftir að hafa tapað fyrir henni á opna franska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir á Stade Roland Garros tennisvöllunum í París. Sara Errani frá Ítalíu og Kiki Bertens frá Hollandi mættust í svakaleik í annarri umferð opna franska meistaramótinu í tennis. Kiki Bertens yfirgaf völlinn í hjólastól eftir sigurinn en Sara Errani sakaði hana um leikaraskap. Bertens féll í jörðina eftir sigurstigið og virtist þá vera með krampa í öllum skrokknum. Kiki Bertens er fimmta á styrkleikalista mótsins en Sara Errani fékk ekki röðun. Kiki Bertens vann á endanum 7-6, 7-6 (5), 3-6 og 9-7 í leik sem tók þrjá klukkutíma og ellefu mínútur. Sara Errani accuses Kiki Bertens of FAKING injury at French Open after she left court in a wheelchair https://t.co/cDyG9lDUd6— MailOnline Sport (@MailSport) September 30, 2020 Kiki Bertens virtist vera að glíma við meiðsli aftan í læri í leiknum. Það leit þannig út að hún væri að sýna mikla þrautseigju við að klára leikinn en það voru þó ekki allir á því að hún hafi verið meidd. Ítalinn var þannig allt annað en sátt á blaðamannafundi eftir leikinn og hraunaði yfir andstæðinginn sinn. Í leiknum sjálfum hafði Sara Errani gert grín að Bertens fyrir að haltra og hún neitaði síðan að þakka henni fyrir leikinn. Kiki Bertens féll í jörðina eftir sigurinn og lá þarf í átta mínútur áður en starfsmenn mótsins sóttu hjólastól og hjálpuðu henni til búningsklefa. Wheelchair out on court to assist Kiki Bertens back to the locker room. Has been able to share some laughs with the trainers, showing them her hands stuck in cramp. Taking some pills from the doctor. #RG20 pic.twitter.com/JwlTED5KKO— WTA Insider (@WTA_insider) September 30, 2020 „Ég er ekki hrifinn af því þegar einhver er að plata mig. Hún fór af velli í hjólastól og þegar ég sá hana borðandi á veitingastaðnum þá var allt í lagi með hana,“ sagði Sara Errani á blaðamannafundi eftir leikinn. Kiki Bertens neitaði þessum ásökunum og sagði að hún væri fyrir löngu búin að reyna fyrir sér sem leikari ef hún gæti leikið svona meiðsli. „Ég skil pirringinn hennar. Hún fékk sín tækifæri en nýtti þau ekki,“ sagði Kiki Bertens. Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Ítalska tenniskonan Sara Errani sakaði mótherjann sinn um leikaraskap eftir að hafa tapað fyrir henni á opna franska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir á Stade Roland Garros tennisvöllunum í París. Sara Errani frá Ítalíu og Kiki Bertens frá Hollandi mættust í svakaleik í annarri umferð opna franska meistaramótinu í tennis. Kiki Bertens yfirgaf völlinn í hjólastól eftir sigurinn en Sara Errani sakaði hana um leikaraskap. Bertens féll í jörðina eftir sigurstigið og virtist þá vera með krampa í öllum skrokknum. Kiki Bertens er fimmta á styrkleikalista mótsins en Sara Errani fékk ekki röðun. Kiki Bertens vann á endanum 7-6, 7-6 (5), 3-6 og 9-7 í leik sem tók þrjá klukkutíma og ellefu mínútur. Sara Errani accuses Kiki Bertens of FAKING injury at French Open after she left court in a wheelchair https://t.co/cDyG9lDUd6— MailOnline Sport (@MailSport) September 30, 2020 Kiki Bertens virtist vera að glíma við meiðsli aftan í læri í leiknum. Það leit þannig út að hún væri að sýna mikla þrautseigju við að klára leikinn en það voru þó ekki allir á því að hún hafi verið meidd. Ítalinn var þannig allt annað en sátt á blaðamannafundi eftir leikinn og hraunaði yfir andstæðinginn sinn. Í leiknum sjálfum hafði Sara Errani gert grín að Bertens fyrir að haltra og hún neitaði síðan að þakka henni fyrir leikinn. Kiki Bertens féll í jörðina eftir sigurinn og lá þarf í átta mínútur áður en starfsmenn mótsins sóttu hjólastól og hjálpuðu henni til búningsklefa. Wheelchair out on court to assist Kiki Bertens back to the locker room. Has been able to share some laughs with the trainers, showing them her hands stuck in cramp. Taking some pills from the doctor. #RG20 pic.twitter.com/JwlTED5KKO— WTA Insider (@WTA_insider) September 30, 2020 „Ég er ekki hrifinn af því þegar einhver er að plata mig. Hún fór af velli í hjólastól og þegar ég sá hana borðandi á veitingastaðnum þá var allt í lagi með hana,“ sagði Sara Errani á blaðamannafundi eftir leikinn. Kiki Bertens neitaði þessum ásökunum og sagði að hún væri fyrir löngu búin að reyna fyrir sér sem leikari ef hún gæti leikið svona meiðsli. „Ég skil pirringinn hennar. Hún fékk sín tækifæri en nýtti þau ekki,“ sagði Kiki Bertens.
Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira