Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Karl Lúðvíksson skrifar 1. október 2020 08:24 Veiðisumarið í náttúrulegu laxveiðiánum er búið Mynd: Nils Folmer Laxveiðitímabilinu í sjálfbæru ánum er nú lokið og lokatölur úr flestum ánum eru komnar inn á vef Landssambands Veiðifélaga. Þetta sumar fer ekki í bækurnar sem metsumar nema í í Eystri Rangá þar sem metið í ánni var slegið og gott betur en það. Áinn er komin í 8.328 laxa og það er ennþá að veiðast vel í henni enda bestu veiðistaðirnir ennþá fullir af laxi. Ytri Rangá er í öðru sæti listans með 2.519 laxa sem er töluvert betra en í fyrra þegar heildarveiðin var ekki nema 1.675 laxar. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og með hæstu veiðitölu sjálfbæru ánna en þar veiddust 1.725 laxar. En við skulum heldur ekki gleyma þegar talað er um met að Jökla fór í 870 laxa og hefði klárlega farið hærra ef hún hefði ekki farið á yfirfall en veiðin þar í sumar hefur verið frábær. Nokkrar árnar áttu virkilega fína endaspretti og má þar nefna Laxá í Kjós, Langá, Laxá í Dölum og Stóra Laxá en síðast nefnda áinn átti líklega einn flottasta lokadag allra tíma. Þetta er búið að vera ótrúlega skrítið sumar í Covid faraldri með þeirri óvissu sem var við líði hvort erlendur veiðimenn kæmust eða yfirhöfuð kæmu til landsins. Sumir dagar í bestu ánum voru ekki veiddir því það var búið að selja dagana en veiðimenn erlendis frá komu ekki. Þetta hefur auðvitað áhrif á veiðitölur en kannksi ekki á þann veg að það sé eitthvað úrslita atkvæði. Þetta sumar var ekkert met, það er ljóst en það er heldur ekki einhver afhroð. Það hafa alveg sést verri sumur og það þarf ekki að líta lengra aftur en til ársins 2014. Eftir það sumar var talað um útrýmingu laxsins, árnar væru dauðar og svo framvegis. Veiðisumarið 2015 þaggaði niður í mörgum af þessum röddum en þó ekki öllum. Óvissan sem ríkir í lífmunstri laxsins er slík að það er bara hægt að giska á hvernig næsta sumar verður, í besta falli halda í einhverja von en að ætla að fullyrða að það verði svo frábært að annað eins hafi ekki sést er ekki hægt. Veiðileyfasalar selja aðgang að væntingum og þú sem veiðimaður þarft að gera þér grein fyrir því að þú ert að kaupa þér aðgang að væntingum en ekki loforði. Sum ár eru góð, einhver ágæt og svo detta inn á milli þessu lélegu. Svona hefur þetta verið og ef þú vilt skoða þetta betur, sjá hvernig veiðitölur þróast skoðaður þá ítarlega tölurnar inná vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga, þær segja sitt. Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Laxveiðitímabilinu í sjálfbæru ánum er nú lokið og lokatölur úr flestum ánum eru komnar inn á vef Landssambands Veiðifélaga. Þetta sumar fer ekki í bækurnar sem metsumar nema í í Eystri Rangá þar sem metið í ánni var slegið og gott betur en það. Áinn er komin í 8.328 laxa og það er ennþá að veiðast vel í henni enda bestu veiðistaðirnir ennþá fullir af laxi. Ytri Rangá er í öðru sæti listans með 2.519 laxa sem er töluvert betra en í fyrra þegar heildarveiðin var ekki nema 1.675 laxar. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og með hæstu veiðitölu sjálfbæru ánna en þar veiddust 1.725 laxar. En við skulum heldur ekki gleyma þegar talað er um met að Jökla fór í 870 laxa og hefði klárlega farið hærra ef hún hefði ekki farið á yfirfall en veiðin þar í sumar hefur verið frábær. Nokkrar árnar áttu virkilega fína endaspretti og má þar nefna Laxá í Kjós, Langá, Laxá í Dölum og Stóra Laxá en síðast nefnda áinn átti líklega einn flottasta lokadag allra tíma. Þetta er búið að vera ótrúlega skrítið sumar í Covid faraldri með þeirri óvissu sem var við líði hvort erlendur veiðimenn kæmust eða yfirhöfuð kæmu til landsins. Sumir dagar í bestu ánum voru ekki veiddir því það var búið að selja dagana en veiðimenn erlendis frá komu ekki. Þetta hefur auðvitað áhrif á veiðitölur en kannksi ekki á þann veg að það sé eitthvað úrslita atkvæði. Þetta sumar var ekkert met, það er ljóst en það er heldur ekki einhver afhroð. Það hafa alveg sést verri sumur og það þarf ekki að líta lengra aftur en til ársins 2014. Eftir það sumar var talað um útrýmingu laxsins, árnar væru dauðar og svo framvegis. Veiðisumarið 2015 þaggaði niður í mörgum af þessum röddum en þó ekki öllum. Óvissan sem ríkir í lífmunstri laxsins er slík að það er bara hægt að giska á hvernig næsta sumar verður, í besta falli halda í einhverja von en að ætla að fullyrða að það verði svo frábært að annað eins hafi ekki sést er ekki hægt. Veiðileyfasalar selja aðgang að væntingum og þú sem veiðimaður þarft að gera þér grein fyrir því að þú ert að kaupa þér aðgang að væntingum en ekki loforði. Sum ár eru góð, einhver ágæt og svo detta inn á milli þessu lélegu. Svona hefur þetta verið og ef þú vilt skoða þetta betur, sjá hvernig veiðitölur þróast skoðaður þá ítarlega tölurnar inná vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga, þær segja sitt.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði