Lífið

„Ég byrjaði að syngja ein inni í herbergi, helst þegar enginn var heima“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sjáðu Siggu Beinteins syngja Bítlalagið Something af mikilli innlifun í öðrum þætti af Í kvöld er gigg.
Sjáðu Siggu Beinteins syngja Bítlalagið Something af mikilli innlifun í öðrum þætti af Í kvöld er gigg. Skjáskot

„Þegar ég var að byrja minn feril keypti ég mér kassagítar, svona þrettán ára og byrjaði að rugla í því að syngja,“ segir Sigga Beinteins þegar hún segir frá því hvernig hún byrjaði í tónlist. 

Sigga og Páll Óskar heilluðu áhorfendur með líflegri og einlægri framkomu í öðrum þætti af Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 

„Ég byrjaði að syngja ein inni í herbergi, helst þegar enginn var heima,“ segir Sigga og bætir því við að hún hafi verið mjög feimin þegar hún byrjaði að prófa sig áfram í tónlistinni og ekki haft hugmynd um það að hún gæti sungið. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu af því þegar Sigga flytur eitt af sínum uppáhaldslögum, Bítlalagið Something

Klippa: Something - Sigga Beinteins

Tengdar fréttir

Sjáðu magnaðan flutning Páls Óskars á laginu My Way

„Ég hef eiginlega aldrei verið í aðstöðu til að syngja þetta lag. Ég hef einu inni sungið þetta á æfingu og einu sinni í jarðarför,“ segir Páll Óskar áður en hann syngur lokalagið í öðrum þætti af Í kvöld er gigg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.