Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 30. september 2020 21:15 Isabella Ósk Sigurðardóttir er öflugur leikmaður. Vísir/Daníel Þór Nýliðar Fjölnis unnu annan leikinn sinn í röð í kvöld gegn Breiðablik í æsispennandi viðureign á heimavelli Blika í Smáranum. Úrslitin voru ekki ráðin fyrr en á seinustu sekúndunum en Fjölnir vann nauman sigur, 71-74. Fyrir leikinn var ljóst að Fiona O‘Dwyer, erlendur leikmaður Fjölnis, yrði ekki með og því voru gestirnir glaðir að Ariana Moorer, þriðji erlendi leikmaður þeirra, var nýkomin úr sóttkví fyrr um daginn. Það átti eftir að vega þungt því að Ariana endaði á að vera með betri leikmönnum síns liðs. Í upphafi leiks voru hinar hressu Blikastúlkur mjög virkar í vörn og hlupu mikið á Fjölni, sem mættu ekki alveg jafn tilbúnar í fyrri hálfleikinn og heimaliðið. Vörn Breiðabliks var, á köflum, frábær í kvöld. Þær grænklæddu héldu Fjölni í 33 stigum í fyrri hálfleik og voru duglegar að nýta mistök andstæðinga í að keyra í hraðaupphlaup og fá þannig auðveldar körfur. Breiðablik hefur sett saman ágætt varnarlið en þær lentu í vandræðum með að skora á hinum enda vallarins þegar hægðist á leiknum undir lokin. Sóknarskriðþungi Fjölnis varð hægt og rólega meiri og meiri í leiknum og á lokamínútu leiksins náðu þær forystunni og héldu henni. Þær unnu með þremur stigum, mestu forystu sem þær úr Grafarvoginum höfðu náð í öllum leiknum. Ekki aðeins erlendir leikmenn Fjölnis skiluðu góðri frammistöðu í seinni hálfleik heldur áttu minni spámenn liðsins líka fínar innkomur. Erlendur leikmaður Breiðabliks, Jessica Kay Loera, var mjög virk varnarlega og sóknarlega framan af. Það hægðist hins vegar talsvert á henni eftir því sem leið á leikinn og hún endaði leikinn með góðar, en þó ekki geggjaðar, tölur. Leikurinn gat farið á báða bóga en Fjölnir var aðeins reiðubúnara, og mögulega heppnara, á lokametrunum. Nýliðarnir eru því efstir í deildinni eftir tvær umferðir. Af hverju vann Fjölnir? Viðsnúningur Fjölnisstúlkna í seinni hálfleik og þá sérstaklega á lokakafla fjórða leikhlutans skilaði þeim sigrinum í kvöld. Þær gulklæddu úr Grafarvoginum höfðu einfaldlega fleiri sóknarmöguleika og voru minna þreyttar á lokamínútunum þegar mikið lá við. Þær náðu að troða marvaða lengstan hluta leiksins og misstu Blikana ekki of langt frá sér. Svo gátu þær gert út um leikinn í lokin. Bestu leikmenn vallarins Ariana Moorer, þrátt fyrir að hafa fengið fimm villur áður en leikurinn var úti, var besti leikmaður Fjölnis í kvöld. Hún skoraði 16 stig, tók 10 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Hún tapaði að vísu sjö boltum en Blikar áttu í mestu erfiðleikunum með að hemja hana. Lina Pikciuté var líka góða með 13 stig, 12 fráköst og fimm stoðsendingar. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var mjög góð fyrir Breiðablik í kvöld og var á köflum sú eina sem gat sótt körfu fyrir heimaliðið. Hún skoraði 25 stig í leiknum (meira en þriðjungur allra stiga liðsins hennar) og setti nokkrar stemmingskörfur þegar liðið þurfti á því að halda. Isabella Ósk Sigurðardóttir var líka góð, en hún skoraði 11 stig, tók 12 fráköst, stal fjórum boltum og var framlagshæsti leikmaður vallarins í kvöld. Tölfræði sem vakti athygli Bekkurinn hjá Fjölni skilaði meiri stigum og betra framlagi í leiknum. Fjórir þristar frá varamönnum gestanna gegn engum þristum niður hjá bekki Breiðabliks hafði dálítið að segja. Blikar rúlluðu ekki nægilega vel á bekknum sínum sem sást best á því að Jessica Loera, eini erlendi leikmaður Breiðabliks, spilaði allar mínútur leiksins nema eina! Hvað gekk illa? Breiðablik átti í miklum erfiðleikum með að skora á nokkrum löngum köflum í leiknum. Sóknir þeirra á hálfum velli voru stamar og illa gekk að setja boltann inn í teig. Blikastelpur virtust ragar við að fara inn í teig þar sem miðherji Fjölnis, hin 193 cm háa Lina Pikciuté, stóð föst fyrir. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Blika, gekkst við því að hafa kannski ekki verið nógu duglegur að skipta inn á í leiknum, sem sást kannski helst á því að Blikar voru hættir að hlaupa jafn vel á seinustu fimm mínútum leiksins. Það voru dýr mistök hjá Ívari því að Fjölnir gat keyrt áfram á breiðum hóp og unnu m.a. á því. Hvað næst? Breiðablik mætir næst Haukum á útivelli að viku liðinni. Þar heimsækja Ívar þjálfari og Þórdís Jóna sitt gamla lið, en þau voru bæði í Haukum fyrir nokkrum árum síðan. Þar verður önnur spennandi viðureign í vændum. Fjölnir fær næst Val í heimsókn í Dalhúsin í Grafarvogi, en Valsstúlkur hafa ekki byrjað tímabilið nógu vel, þó að þeim hafi dæmst sigurinn í seinustu umferð gegn Breiðablik. Fjölnir gæti alveg nælt sér í þriðja sigurinn í röð ef að liðið mætir með fullt lið og heldur rétt á spilunum. Margrét Ósk var hetja Fjölnis í kvöld.Vísir/Fjölnir Margrét Ósk: Sturluð tilfinning að setja þetta. Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“ Þórdís Jóna: Ömurlegt tap Þórdís Jóna var að vonum ekki ánægð eftir leikinn, en hún hefði líklega orðið leikmaður leiksins ef að lið hennar hefði unnið í kvöld. „Bara ömurlegt tap,“ sagði hún um úrslit kvöldsins og var ekki glöð með seinasta kafla leiksins hjá hennar liði. „Misstum þetta algjörlega í lokin,“ sagði Þórdís sem fannst að Blikar höfðu leikinn fram að lokamínútunum. Það virtist fjara aðeins undan Blikum undir lokin og þær voru farnar að hægja á sér. „Áttum ekki að vera þreyttur, skil þetta ekki,“ sagði Þórdís og fór yfir hvað vörnin hefði verið slök þegar mest lá við. „Galopin þristur hjá Möggu, áttum ekki að gefa þetta skot,“ sagði hún döpur í bragði. Blikar virðast þó vera með betra lið en í fyrra og hafa sýnt sterkar frammistöður í fyrstu tveimur umferðunum. „Við erum allt annað lið eins og sást inni á vellinum í kvöld. Áttum að vinna þennan leik,“ sagði Þórdís Jóna og hélt áfram: „Við getum unnið hvaða lið sem er ef við spilum eins og við spiluðum í fyrri hálfleik.“ Næst spila Blikastelpur við gamla lið Þórdísar, Hauka. Hana hlakkaði til að mæta þeim og benti á að þær væru líka með nokkuð nýtt lið. „Já, svolítið nýtt lið hjá Haukum. Gæti verið spennandi leikur ef við spilum góða vörn gegn þeim allan tímann.“ Dominos-deild kvenna
Nýliðar Fjölnis unnu annan leikinn sinn í röð í kvöld gegn Breiðablik í æsispennandi viðureign á heimavelli Blika í Smáranum. Úrslitin voru ekki ráðin fyrr en á seinustu sekúndunum en Fjölnir vann nauman sigur, 71-74. Fyrir leikinn var ljóst að Fiona O‘Dwyer, erlendur leikmaður Fjölnis, yrði ekki með og því voru gestirnir glaðir að Ariana Moorer, þriðji erlendi leikmaður þeirra, var nýkomin úr sóttkví fyrr um daginn. Það átti eftir að vega þungt því að Ariana endaði á að vera með betri leikmönnum síns liðs. Í upphafi leiks voru hinar hressu Blikastúlkur mjög virkar í vörn og hlupu mikið á Fjölni, sem mættu ekki alveg jafn tilbúnar í fyrri hálfleikinn og heimaliðið. Vörn Breiðabliks var, á köflum, frábær í kvöld. Þær grænklæddu héldu Fjölni í 33 stigum í fyrri hálfleik og voru duglegar að nýta mistök andstæðinga í að keyra í hraðaupphlaup og fá þannig auðveldar körfur. Breiðablik hefur sett saman ágætt varnarlið en þær lentu í vandræðum með að skora á hinum enda vallarins þegar hægðist á leiknum undir lokin. Sóknarskriðþungi Fjölnis varð hægt og rólega meiri og meiri í leiknum og á lokamínútu leiksins náðu þær forystunni og héldu henni. Þær unnu með þremur stigum, mestu forystu sem þær úr Grafarvoginum höfðu náð í öllum leiknum. Ekki aðeins erlendir leikmenn Fjölnis skiluðu góðri frammistöðu í seinni hálfleik heldur áttu minni spámenn liðsins líka fínar innkomur. Erlendur leikmaður Breiðabliks, Jessica Kay Loera, var mjög virk varnarlega og sóknarlega framan af. Það hægðist hins vegar talsvert á henni eftir því sem leið á leikinn og hún endaði leikinn með góðar, en þó ekki geggjaðar, tölur. Leikurinn gat farið á báða bóga en Fjölnir var aðeins reiðubúnara, og mögulega heppnara, á lokametrunum. Nýliðarnir eru því efstir í deildinni eftir tvær umferðir. Af hverju vann Fjölnir? Viðsnúningur Fjölnisstúlkna í seinni hálfleik og þá sérstaklega á lokakafla fjórða leikhlutans skilaði þeim sigrinum í kvöld. Þær gulklæddu úr Grafarvoginum höfðu einfaldlega fleiri sóknarmöguleika og voru minna þreyttar á lokamínútunum þegar mikið lá við. Þær náðu að troða marvaða lengstan hluta leiksins og misstu Blikana ekki of langt frá sér. Svo gátu þær gert út um leikinn í lokin. Bestu leikmenn vallarins Ariana Moorer, þrátt fyrir að hafa fengið fimm villur áður en leikurinn var úti, var besti leikmaður Fjölnis í kvöld. Hún skoraði 16 stig, tók 10 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Hún tapaði að vísu sjö boltum en Blikar áttu í mestu erfiðleikunum með að hemja hana. Lina Pikciuté var líka góða með 13 stig, 12 fráköst og fimm stoðsendingar. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var mjög góð fyrir Breiðablik í kvöld og var á köflum sú eina sem gat sótt körfu fyrir heimaliðið. Hún skoraði 25 stig í leiknum (meira en þriðjungur allra stiga liðsins hennar) og setti nokkrar stemmingskörfur þegar liðið þurfti á því að halda. Isabella Ósk Sigurðardóttir var líka góð, en hún skoraði 11 stig, tók 12 fráköst, stal fjórum boltum og var framlagshæsti leikmaður vallarins í kvöld. Tölfræði sem vakti athygli Bekkurinn hjá Fjölni skilaði meiri stigum og betra framlagi í leiknum. Fjórir þristar frá varamönnum gestanna gegn engum þristum niður hjá bekki Breiðabliks hafði dálítið að segja. Blikar rúlluðu ekki nægilega vel á bekknum sínum sem sást best á því að Jessica Loera, eini erlendi leikmaður Breiðabliks, spilaði allar mínútur leiksins nema eina! Hvað gekk illa? Breiðablik átti í miklum erfiðleikum með að skora á nokkrum löngum köflum í leiknum. Sóknir þeirra á hálfum velli voru stamar og illa gekk að setja boltann inn í teig. Blikastelpur virtust ragar við að fara inn í teig þar sem miðherji Fjölnis, hin 193 cm háa Lina Pikciuté, stóð föst fyrir. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Blika, gekkst við því að hafa kannski ekki verið nógu duglegur að skipta inn á í leiknum, sem sást kannski helst á því að Blikar voru hættir að hlaupa jafn vel á seinustu fimm mínútum leiksins. Það voru dýr mistök hjá Ívari því að Fjölnir gat keyrt áfram á breiðum hóp og unnu m.a. á því. Hvað næst? Breiðablik mætir næst Haukum á útivelli að viku liðinni. Þar heimsækja Ívar þjálfari og Þórdís Jóna sitt gamla lið, en þau voru bæði í Haukum fyrir nokkrum árum síðan. Þar verður önnur spennandi viðureign í vændum. Fjölnir fær næst Val í heimsókn í Dalhúsin í Grafarvogi, en Valsstúlkur hafa ekki byrjað tímabilið nógu vel, þó að þeim hafi dæmst sigurinn í seinustu umferð gegn Breiðablik. Fjölnir gæti alveg nælt sér í þriðja sigurinn í röð ef að liðið mætir með fullt lið og heldur rétt á spilunum. Margrét Ósk var hetja Fjölnis í kvöld.Vísir/Fjölnir Margrét Ósk: Sturluð tilfinning að setja þetta. Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“ Þórdís Jóna: Ömurlegt tap Þórdís Jóna var að vonum ekki ánægð eftir leikinn, en hún hefði líklega orðið leikmaður leiksins ef að lið hennar hefði unnið í kvöld. „Bara ömurlegt tap,“ sagði hún um úrslit kvöldsins og var ekki glöð með seinasta kafla leiksins hjá hennar liði. „Misstum þetta algjörlega í lokin,“ sagði Þórdís sem fannst að Blikar höfðu leikinn fram að lokamínútunum. Það virtist fjara aðeins undan Blikum undir lokin og þær voru farnar að hægja á sér. „Áttum ekki að vera þreyttur, skil þetta ekki,“ sagði Þórdís og fór yfir hvað vörnin hefði verið slök þegar mest lá við. „Galopin þristur hjá Möggu, áttum ekki að gefa þetta skot,“ sagði hún döpur í bragði. Blikar virðast þó vera með betra lið en í fyrra og hafa sýnt sterkar frammistöður í fyrstu tveimur umferðunum. „Við erum allt annað lið eins og sást inni á vellinum í kvöld. Áttum að vinna þennan leik,“ sagði Þórdís Jóna og hélt áfram: „Við getum unnið hvaða lið sem er ef við spilum eins og við spiluðum í fyrri hálfleik.“ Næst spila Blikastelpur við gamla lið Þórdísar, Hauka. Hana hlakkaði til að mæta þeim og benti á að þær væru líka með nokkuð nýtt lið. „Já, svolítið nýtt lið hjá Haukum. Gæti verið spennandi leikur ef við spilum góða vörn gegn þeim allan tímann.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti