Bein útsending: Steindi snýr aftur með Rauðvín og klaka Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 14:30 Alltaf skemmtilegar útsendingar hjá Steinda. Þættirnir Rauðvín og klakar snúa aftur á Stöð 2 Esport í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki og drekkur eina rauðvínsflösku með. Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Twitch og einnig á Stöð 2 Esport og í kvöld á Vísi. Streymi Steinda og félaga á Twitch er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og lofa þeir félagar flugeldasýningu öll miðvikudagskvöld kl 21 í haust. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna en þeir félagar spila í rauntíma. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn. Ég lít á þetta eins og við séum öll að hanga saman, bara á sitthvorum staðnum. Áhorfendur hjálpa okkur einnig að sigra leiki og hvetja okkur áfram. Svo þegar við erum að spila illa þá erum við látnir heyra það, sem á það til að gerast þegar rauðvínsflaskan er farin að léttast.” Útsending Steinda hefst klukkan níu og getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir. Með Steinda spila þeir Óli Jó, Digital Cuz og MVPete en þeir félagar hafa spilað lengi saman. Eins og áður segir hefst bein útsending klukkan 21 í kvöld. „Óli er auðvitað afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Hann hefur verið í þessum geira síðan þeir yngstu voru að leira. Það er eiginlega nokkuð merkilegt að hann sé á lífi þar sem hann er lang elsti maður landsins. Digital Cuz er svona maður sem býr til jello shots á virkum dögum og hlustar á Creed eins og menn frá Sauðárkróki eiga það til að gera. MVPete er starfsmaður hjá Freyju og er nokkuð eðlilegur maður. Það er mjög þakklátt að hafa einn eðlilegan mann í hópnum sem getur rifið í handbremsuna þegar streymin fara út í of mikla vitleysu,“ segir Steindi. „Við sötrum svo rauðvín á meðan við spilum og eigum það til að verða verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allt sitt sjónvarpsefni og koma krökkunum niður.“ Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Þættirnir Rauðvín og klakar snúa aftur á Stöð 2 Esport í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki og drekkur eina rauðvínsflösku með. Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Twitch og einnig á Stöð 2 Esport og í kvöld á Vísi. Streymi Steinda og félaga á Twitch er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og lofa þeir félagar flugeldasýningu öll miðvikudagskvöld kl 21 í haust. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna en þeir félagar spila í rauntíma. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn. Ég lít á þetta eins og við séum öll að hanga saman, bara á sitthvorum staðnum. Áhorfendur hjálpa okkur einnig að sigra leiki og hvetja okkur áfram. Svo þegar við erum að spila illa þá erum við látnir heyra það, sem á það til að gerast þegar rauðvínsflaskan er farin að léttast.” Útsending Steinda hefst klukkan níu og getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir. Með Steinda spila þeir Óli Jó, Digital Cuz og MVPete en þeir félagar hafa spilað lengi saman. Eins og áður segir hefst bein útsending klukkan 21 í kvöld. „Óli er auðvitað afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Hann hefur verið í þessum geira síðan þeir yngstu voru að leira. Það er eiginlega nokkuð merkilegt að hann sé á lífi þar sem hann er lang elsti maður landsins. Digital Cuz er svona maður sem býr til jello shots á virkum dögum og hlustar á Creed eins og menn frá Sauðárkróki eiga það til að gera. MVPete er starfsmaður hjá Freyju og er nokkuð eðlilegur maður. Það er mjög þakklátt að hafa einn eðlilegan mann í hópnum sem getur rifið í handbremsuna þegar streymin fara út í of mikla vitleysu,“ segir Steindi. „Við sötrum svo rauðvín á meðan við spilum og eigum það til að verða verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allt sitt sjónvarpsefni og koma krökkunum niður.“
Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira