Hafið skellti Fylki Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 21:18 Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira