Nýr Volkswagen ID.4 rafdrifinn fjölskyldubíll heimfrumsýndur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. september 2020 07:00 Volkswagen ID.4 1ST Max Volkswagen kynnir ID.4 sem var nýlega frumsýndur á stafrænni frumsýningu á heimsvísu. Þetta er fyrsti alrafknúni sportjeppinn sem rúmar alla fjölskylduna frá Volkswagen. Hann er útblásturslaus og framleiddur með kolefnishlutlausu ferli. Með komu ID.4 bætist enn í flóru sportjeppa sem er stærsti markaðshluti heims, segir í fréttatilkynningu frá Heklu. „ID.4 er tilkomumikið, alhliða farartæki sem mun falla í kramið hjá mörgum viðskiptavinum fyrir frábæra aksturseiginleika, ríkulegt innanrými, nútímaleg aðstoðarkerfi og magnaða hönnun,“ segir Ralf Brandstätter, framkvæmdastjóri Volkswagen vörumerkisins. „ID.4 er framleiddur á MEB-grunninum sem var þróaður sérstaklega fyrir rafvæðingu í samgöngum á heimsvísu. Enn og aftur sýnir Volkswagen hversu leiðandi fyrirtækið er þegar kemur að nýsköpun, tækni og gæðum á bílamarkaði.“ Sportjeppar eru gríðarlega vinsælir og sífellt fleiri viðskiptavinir bætast í hópinn. Meiri veghæð veitir ökumönnum betri yfirsýn og það, ásamt auknu öryggi og þægindum, gerir sportjeppa að vinsælasta bílaflokknum í Bandaríkjunum og Kína. Í Evrópu og Þýskalandi hækkar markaðshlutdeildin einnig stöðugt í þessum flokki. Hann er rúmgóður, sveigjanlegur og býr yfir öllum þeim þægindum sem viðskiptavinir kunna að meta. ID.4 er alhliða hæfileikabúnt sem hægt er að keyra á sportlegan en jafnframt einfaldan og þægilegan máta. Rafhlaðan rúmar allt að 77 kWst af orku (nettó) og drægnin er allt að 520 km (samkvæmt WLTP-staðlinum). Hún er staðsett fyrir neðan farþegarýmið sem tryggir lágan þyngdarpunkt ökutækisins. Rafmótorinn, sem er staðsettur á afturásnum, framleiðir 150 kW (204 hestöfl) sem er nóg til að fara úr 0 í 100 km/klst. á 8,5 sekúndum og ná 160 km/klst. hámarkshraða. Þökk sé sterku gripi afturhjóladrifsins og 21 sentímetra veghæð er ID.4 liðtækur í léttum torfærum. ID.4 á fleygiferð. Kraftmikið útlit. Ytra útlit ID.4 er sportlegt og einstaklega nútímalegt. Skýr og flæðandi hönnun er innblásin af náttúrunni og tryggir mjög gott loftflæði með loftviðnámsstuðulinn 0,28. Grunnútgáfa bílsins kemur með aðalljósum sem eru næstum fullbúin með ljósdíóðum og afturljósin nýta alfarið LED tæknina. Best búna útgáfan af ID.4 býr yfir gagnvirku IQ.Light LED ljósakerfi sem er enn framsæknara: það tekur á móti ökumönnum með snúningslinsueiningum og býr til hágeisla sem stjórnað er af gervigreind. Þessi aðalljós hafa verið pöruð saman við nýju þrívíðu LED afturljósaklasana sem eru eldrauð á lit. Veglegar felgur, allt að 21 tommur, undirstrika svo sterkan karakter bílsins. Innrarými ID.4, fáanlegt í fleiri litasamsetningum. Rúmgóð hönnun ID.4, er 4,58 metrar að lengd og er byggður á MEB-tækninni (e. Modulary electric drive matrix). Rými fyrir farþega og tækni er skipt upp á alveg nýjan máta; farþegum í hag. Plássið í innanrými bílsins er á pari við sportjeppa í stærðarflokki ofar. Lita- og efnisval er nútímalegt en jafnframt látlaust. Farangursrýmið státar af 543 til 1,575 lítra geymslugetu sem fer eftir stöðu aftursætisins. Meðal búnaðar í bílnum má nefna rafknúið skottlok, þakboga og dráttarfestingu. Hugmyndin að baki stjórnbúnaði ID.4 snýst ekki um hnappa og rofa. Hún er byggð á tveimur birtingarmyndum - annars vegar skjá sem mælist allt að 12 tommur á ská og er með snertivirkni - og hins vegar á náttúrulegri raddstýringu sem nefnist „Hello ID.” Nýi snjallljósabúnaðurinn ID.Light - mjó ljósrönd undir framrúðunni – veitir ökumanni stuðning við akstur. Sjónlínuskjár er í boði þar sem hægt er að blanda miklu úrvali skjámynda við raunveruleikann. Til að mynda getur leiðsöguörvum, sem leiðbeina ökumanni hvar hann á að beygja, verið varpað á yfirborð vegarins á nákvæmlega réttri akrein. Leiðsögukerfið Discover Pro sér svo um að koma We Connect Start netþjónustunni um borð. IQ. Drive aðstoðarkerfin gera aksturinn enn afslappaðri og það á sérstaklega við um Travel Assist kerfið. Hug- og vélbúnaður í ID.4 hefur verið hannaður sem hluti af alveg nýrri byggingartækni sem gerir viðskiptavinum kleift að hlaða niður uppfærslum í bílinn eftir kaupin. Séð aftan á ID.4. We Charge Ásamt ID. bílunum er Volkswagen að setja á markað fullkominn pakka fyrir þægilega, tengda og sjálfbæra hleðslu rafbíla undir nafninu We Charge. Um er að ræða fullkomna hleðslulausn fyrir allar aðstæður - hvort sem þú ert heima, að snattast eða á löngu ferðalagi. Hægt er að hlaða ID.4 með jafnstraumi til að ná 320 km á DC hraðhleðslustöð á um það bil 30 mínútum. Samhliða þessu er Volkswagen að koma á fót vistkerfi sjálfbærrar rafvæðingar í kringum ID. bílana. Viðskiptavinir ID.4 fá bíl í hendurnar sem hefur verið framleiddur með kolefnishlutlausu ferli og ef hann er hlaðinn með rafmagni sem framleitt er með sjálfbærum hætti verður bíllinn einnig kolefnishlutlaus á veginum. Stefna Volkswagen Upp á síðkastið hefur Volkswagen verið að bæta ID. fjölskyldunni – sem er ný og sjálfstæð vörulína - við hefðbundið úrval vörumerkisins. Í framtíðinni stefnir Volkswagen á að tefla ID.4 fram á heimsvísu og selja hann ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Kína og síðar í Bandaríkjunum. Í heildina hyggst Volkswagen vörumerkið fjárfesta ellefu milljörðum evra í rafvæðingu samgangna fram til ársins 2024 sem hluta af Transform 2025+ strategy. Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent
Volkswagen kynnir ID.4 sem var nýlega frumsýndur á stafrænni frumsýningu á heimsvísu. Þetta er fyrsti alrafknúni sportjeppinn sem rúmar alla fjölskylduna frá Volkswagen. Hann er útblásturslaus og framleiddur með kolefnishlutlausu ferli. Með komu ID.4 bætist enn í flóru sportjeppa sem er stærsti markaðshluti heims, segir í fréttatilkynningu frá Heklu. „ID.4 er tilkomumikið, alhliða farartæki sem mun falla í kramið hjá mörgum viðskiptavinum fyrir frábæra aksturseiginleika, ríkulegt innanrými, nútímaleg aðstoðarkerfi og magnaða hönnun,“ segir Ralf Brandstätter, framkvæmdastjóri Volkswagen vörumerkisins. „ID.4 er framleiddur á MEB-grunninum sem var þróaður sérstaklega fyrir rafvæðingu í samgöngum á heimsvísu. Enn og aftur sýnir Volkswagen hversu leiðandi fyrirtækið er þegar kemur að nýsköpun, tækni og gæðum á bílamarkaði.“ Sportjeppar eru gríðarlega vinsælir og sífellt fleiri viðskiptavinir bætast í hópinn. Meiri veghæð veitir ökumönnum betri yfirsýn og það, ásamt auknu öryggi og þægindum, gerir sportjeppa að vinsælasta bílaflokknum í Bandaríkjunum og Kína. Í Evrópu og Þýskalandi hækkar markaðshlutdeildin einnig stöðugt í þessum flokki. Hann er rúmgóður, sveigjanlegur og býr yfir öllum þeim þægindum sem viðskiptavinir kunna að meta. ID.4 er alhliða hæfileikabúnt sem hægt er að keyra á sportlegan en jafnframt einfaldan og þægilegan máta. Rafhlaðan rúmar allt að 77 kWst af orku (nettó) og drægnin er allt að 520 km (samkvæmt WLTP-staðlinum). Hún er staðsett fyrir neðan farþegarýmið sem tryggir lágan þyngdarpunkt ökutækisins. Rafmótorinn, sem er staðsettur á afturásnum, framleiðir 150 kW (204 hestöfl) sem er nóg til að fara úr 0 í 100 km/klst. á 8,5 sekúndum og ná 160 km/klst. hámarkshraða. Þökk sé sterku gripi afturhjóladrifsins og 21 sentímetra veghæð er ID.4 liðtækur í léttum torfærum. ID.4 á fleygiferð. Kraftmikið útlit. Ytra útlit ID.4 er sportlegt og einstaklega nútímalegt. Skýr og flæðandi hönnun er innblásin af náttúrunni og tryggir mjög gott loftflæði með loftviðnámsstuðulinn 0,28. Grunnútgáfa bílsins kemur með aðalljósum sem eru næstum fullbúin með ljósdíóðum og afturljósin nýta alfarið LED tæknina. Best búna útgáfan af ID.4 býr yfir gagnvirku IQ.Light LED ljósakerfi sem er enn framsæknara: það tekur á móti ökumönnum með snúningslinsueiningum og býr til hágeisla sem stjórnað er af gervigreind. Þessi aðalljós hafa verið pöruð saman við nýju þrívíðu LED afturljósaklasana sem eru eldrauð á lit. Veglegar felgur, allt að 21 tommur, undirstrika svo sterkan karakter bílsins. Innrarými ID.4, fáanlegt í fleiri litasamsetningum. Rúmgóð hönnun ID.4, er 4,58 metrar að lengd og er byggður á MEB-tækninni (e. Modulary electric drive matrix). Rými fyrir farþega og tækni er skipt upp á alveg nýjan máta; farþegum í hag. Plássið í innanrými bílsins er á pari við sportjeppa í stærðarflokki ofar. Lita- og efnisval er nútímalegt en jafnframt látlaust. Farangursrýmið státar af 543 til 1,575 lítra geymslugetu sem fer eftir stöðu aftursætisins. Meðal búnaðar í bílnum má nefna rafknúið skottlok, þakboga og dráttarfestingu. Hugmyndin að baki stjórnbúnaði ID.4 snýst ekki um hnappa og rofa. Hún er byggð á tveimur birtingarmyndum - annars vegar skjá sem mælist allt að 12 tommur á ská og er með snertivirkni - og hins vegar á náttúrulegri raddstýringu sem nefnist „Hello ID.” Nýi snjallljósabúnaðurinn ID.Light - mjó ljósrönd undir framrúðunni – veitir ökumanni stuðning við akstur. Sjónlínuskjár er í boði þar sem hægt er að blanda miklu úrvali skjámynda við raunveruleikann. Til að mynda getur leiðsöguörvum, sem leiðbeina ökumanni hvar hann á að beygja, verið varpað á yfirborð vegarins á nákvæmlega réttri akrein. Leiðsögukerfið Discover Pro sér svo um að koma We Connect Start netþjónustunni um borð. IQ. Drive aðstoðarkerfin gera aksturinn enn afslappaðri og það á sérstaklega við um Travel Assist kerfið. Hug- og vélbúnaður í ID.4 hefur verið hannaður sem hluti af alveg nýrri byggingartækni sem gerir viðskiptavinum kleift að hlaða niður uppfærslum í bílinn eftir kaupin. Séð aftan á ID.4. We Charge Ásamt ID. bílunum er Volkswagen að setja á markað fullkominn pakka fyrir þægilega, tengda og sjálfbæra hleðslu rafbíla undir nafninu We Charge. Um er að ræða fullkomna hleðslulausn fyrir allar aðstæður - hvort sem þú ert heima, að snattast eða á löngu ferðalagi. Hægt er að hlaða ID.4 með jafnstraumi til að ná 320 km á DC hraðhleðslustöð á um það bil 30 mínútum. Samhliða þessu er Volkswagen að koma á fót vistkerfi sjálfbærrar rafvæðingar í kringum ID. bílana. Viðskiptavinir ID.4 fá bíl í hendurnar sem hefur verið framleiddur með kolefnishlutlausu ferli og ef hann er hlaðinn með rafmagni sem framleitt er með sjálfbærum hætti verður bíllinn einnig kolefnishlutlaus á veginum. Stefna Volkswagen Upp á síðkastið hefur Volkswagen verið að bæta ID. fjölskyldunni – sem er ný og sjálfstæð vörulína - við hefðbundið úrval vörumerkisins. Í framtíðinni stefnir Volkswagen á að tefla ID.4 fram á heimsvísu og selja hann ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Kína og síðar í Bandaríkjunum. Í heildina hyggst Volkswagen vörumerkið fjárfesta ellefu milljörðum evra í rafvæðingu samgangna fram til ársins 2024 sem hluta af Transform 2025+ strategy.
Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent