Snillingur og furðufugl sem þoldi ekki fúskara Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 10:31 Laddi, Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns minntust Gísla Rúnars með fallegum orðum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann. Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann.
Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira