Afmæliskönnun Sameinuðu þjóðanna: Mikill stuðningur við alþjóðlega samvinnu Heimsljós 21. september 2020 10:24 Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York Heimsbyggðin hefur þessa stundina mestar áhyggjur af aðgangi að heilsugæslu, hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og menntun, ef marka má niðurstöður umfangsmikillar könnunar Sameinuðu þjóðanna á afstöðu til heimsmála í tilefni af 75 ára afmæli samtakanna. Rúmlega ein milljón manna um allan heim svaraði spurningum í könnun sem var öllum opin heimsbúum. „Þegar spurt var um brýnustu málefni líðandi stundar drógu svörin dám af heimsfaraldrinum sem nú herjar á veröldina. Auk ofangreindra atriða, voru oftast nefnd þörf á aukinni alþjóðlegri samstöðu, stuðningur við þá sem harðast hafa orðið úti og aukinn jöfnuður,“ segir Árni Snævarr upplýsingafulltrúi UNRIC, upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. „Þegar litið er til framtíðar höfðu langsamlega flestir svarenda áhyggjur af loftslagsmálum og spjöllum á náttúrulegu umhverfi okkar. Á meðal annara forgangsatriða sem nefnd voru, má nefna að tryggja aukna virðingu fyrir mannréttindum, að leysa deilur, berjast gegn fátækt og uppræta spillingu.“ Ímynd Sameinuðu þjóðanna Rúmlega 87% svarenda töldu samvinnu á heimsvísu þýðingarmikla við lausn aðkallandi vanda og að heimsfaraldurinn auki enn þörfina á alþjóðlegri samvinnu. Sjötíu og fimm árum eftir stofnun samtakanna töldu sex af hverjum tíu að Sameinuðu þjóðirnar hefðu stuðlað að því að gera heiminn betri en ella. Ef litið er til framtíðar töldu 74% að Sameinuðu þjóðirnar væru „þýðingarmiklar” við lausn núverandi áskorana. Hins vegar töldu svarendur að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að breytast og endurnýjast. Þær þyrftu að hleypa fleirum að ákvarðanatöku og taka tillit til fjölbreytni 21. aldar auk þess að auka gagnsæi, ábyrgð og skilvirkni. „Við höfum á þessu afmælisári efnt til hnattrænnar samræðu og niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Fólk hugsar stórt og lætur í ljós ákafa þörf fyrir alþjóðlega samvinnu og samstöðu á heimsvísu. Á 75 ára afmælinu stöndum við í svipuðum sporum og árið 1945. Við verðum að taka þau skref sem þarf að taka. Okkur ber að sýna samstöðu sem aldrei fyrr til þess að glíma við núverandi neyðarástand, koma hjólum heimsins á hreyfingu að nýju og halda fast í hugsjónir stofnskrár samtakanna.“ Sameinuðu þjóðirnar hófu samráð við heimsbyggðina í janúar 2020 í tilefni af 75. starfsárinu. Árni Snævarr segir að könnun á væntingum fólks og skoðunum á alþjóðamálum hafi verið hryggjarstykkið í samræðu á heimsvísu. Rúmlega ein milljón manna hefur þegar svarað könnuninni en hún er opin til áramóta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Heilsa Skóla - og menntamál Loftslagsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent
Heimsbyggðin hefur þessa stundina mestar áhyggjur af aðgangi að heilsugæslu, hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og menntun, ef marka má niðurstöður umfangsmikillar könnunar Sameinuðu þjóðanna á afstöðu til heimsmála í tilefni af 75 ára afmæli samtakanna. Rúmlega ein milljón manna um allan heim svaraði spurningum í könnun sem var öllum opin heimsbúum. „Þegar spurt var um brýnustu málefni líðandi stundar drógu svörin dám af heimsfaraldrinum sem nú herjar á veröldina. Auk ofangreindra atriða, voru oftast nefnd þörf á aukinni alþjóðlegri samstöðu, stuðningur við þá sem harðast hafa orðið úti og aukinn jöfnuður,“ segir Árni Snævarr upplýsingafulltrúi UNRIC, upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. „Þegar litið er til framtíðar höfðu langsamlega flestir svarenda áhyggjur af loftslagsmálum og spjöllum á náttúrulegu umhverfi okkar. Á meðal annara forgangsatriða sem nefnd voru, má nefna að tryggja aukna virðingu fyrir mannréttindum, að leysa deilur, berjast gegn fátækt og uppræta spillingu.“ Ímynd Sameinuðu þjóðanna Rúmlega 87% svarenda töldu samvinnu á heimsvísu þýðingarmikla við lausn aðkallandi vanda og að heimsfaraldurinn auki enn þörfina á alþjóðlegri samvinnu. Sjötíu og fimm árum eftir stofnun samtakanna töldu sex af hverjum tíu að Sameinuðu þjóðirnar hefðu stuðlað að því að gera heiminn betri en ella. Ef litið er til framtíðar töldu 74% að Sameinuðu þjóðirnar væru „þýðingarmiklar” við lausn núverandi áskorana. Hins vegar töldu svarendur að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að breytast og endurnýjast. Þær þyrftu að hleypa fleirum að ákvarðanatöku og taka tillit til fjölbreytni 21. aldar auk þess að auka gagnsæi, ábyrgð og skilvirkni. „Við höfum á þessu afmælisári efnt til hnattrænnar samræðu og niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Fólk hugsar stórt og lætur í ljós ákafa þörf fyrir alþjóðlega samvinnu og samstöðu á heimsvísu. Á 75 ára afmælinu stöndum við í svipuðum sporum og árið 1945. Við verðum að taka þau skref sem þarf að taka. Okkur ber að sýna samstöðu sem aldrei fyrr til þess að glíma við núverandi neyðarástand, koma hjólum heimsins á hreyfingu að nýju og halda fast í hugsjónir stofnskrár samtakanna.“ Sameinuðu þjóðirnar hófu samráð við heimsbyggðina í janúar 2020 í tilefni af 75. starfsárinu. Árni Snævarr segir að könnun á væntingum fólks og skoðunum á alþjóðamálum hafi verið hryggjarstykkið í samræðu á heimsvísu. Rúmlega ein milljón manna hefur þegar svarað könnuninni en hún er opin til áramóta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Heilsa Skóla - og menntamál Loftslagsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent