XY mætti Exile í sveiflukenndri viðureign Bjarni Bjarnason skrifar 17. september 2020 20:33 Fyrsti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni fór af stað með krafti þegar að XY tók á móti Exile á heimavelli. XY nýtti heimavallarforgjöfina skynsamlega þegar þeir völdu kortið Vertigo. Með vandað kortaval í farteskinu mættu XY vel undirbúnir til leiks og tóku stjórnina á leiknum frá upphafi. Héldu þeir Exile á hælunum allan fyrri hálfleik. Leikmenn Exile fundu sig ekki í vörninni (counter-terrorist) á móti sjóðandi heitu liði XY með TripleG (Gísli Geir Gíslason) í fararbroddi. XY var 10-5 yfir í hálfleik. Lið Exile var þó ekki dautt úr öllum æðum og mættu ferskir til leiks í seinni hálfleik. Fljótt kom í ljós að frjálslegur spilastíll sóknarinnar (terrorist) hentaði þeim mun betur. Tengdu þeir saman fyrstu sex loturnar í seinni hálfleik og sneru gangi leiksins við. Leikmenn Exile, þeir Zerq (Alastair Kristinn Rendall) og Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson), voru heitir og drógu Exile áfram. Það var ekki fyrr en brnr (Birnir Clausson) tók sig til og felldi fjóra af fimm leikmönnum Exile að XY náði sinni fyrstu lotu í seinni hálfleik og komst aftur í gang. Þessi lota var vendipunktur í leiknum því tengdi XY saman sex lotur í röð og vann leikinn, 16-11. Vodafone-deildin Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti
Fyrsti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni fór af stað með krafti þegar að XY tók á móti Exile á heimavelli. XY nýtti heimavallarforgjöfina skynsamlega þegar þeir völdu kortið Vertigo. Með vandað kortaval í farteskinu mættu XY vel undirbúnir til leiks og tóku stjórnina á leiknum frá upphafi. Héldu þeir Exile á hælunum allan fyrri hálfleik. Leikmenn Exile fundu sig ekki í vörninni (counter-terrorist) á móti sjóðandi heitu liði XY með TripleG (Gísli Geir Gíslason) í fararbroddi. XY var 10-5 yfir í hálfleik. Lið Exile var þó ekki dautt úr öllum æðum og mættu ferskir til leiks í seinni hálfleik. Fljótt kom í ljós að frjálslegur spilastíll sóknarinnar (terrorist) hentaði þeim mun betur. Tengdu þeir saman fyrstu sex loturnar í seinni hálfleik og sneru gangi leiksins við. Leikmenn Exile, þeir Zerq (Alastair Kristinn Rendall) og Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson), voru heitir og drógu Exile áfram. Það var ekki fyrr en brnr (Birnir Clausson) tók sig til og felldi fjóra af fimm leikmönnum Exile að XY náði sinni fyrstu lotu í seinni hálfleik og komst aftur í gang. Þessi lota var vendipunktur í leiknum því tengdi XY saman sex lotur í röð og vann leikinn, 16-11.
Vodafone-deildin Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti